Á trylltum flótta – Nýtt plakat!

Kvikmyndafyrirtækið bandaríska, Universal Pictures, hefur sent frá sér glænýtt plakat fyrir risaeðlutryllinn Jurassic World, sem er framhald á Jurassic Park myndunum vinsælu.

chris pratt

Á þessu nýja plakati sjáum við aðalleikarann Chris Pratt í hlutverki Owen Grady, á harðaspani á mótorhjóli á flótta undan vel tenntum ráneðlum af tegundinni Velociraptor.

Aðrir helstu leikarar í myndinni eru Bryce Dallas Howard, Ty Simpkins, Nick Robinson, Irrfan Khan, Vincent D’Onofrio, Jake Johnson, Omar Sy, BD Wong og Judy Greer.

Steven Spielberg er framleiðandi og Colin Trevorrow leikstýrir.

Myndin gerist tuttugu og tveimur árum eftir atburðina í Jurassic Park myndinni árið 1993. Á eyjunni Isla Nublar er núna fullbúinn risaeðluskemmtigarður, Jurassic World, eins og John Hammond sá hann fyrir sér í upphafi. Eftir að hafa verið opinn í 10 ár þá er gestum farið að fækka, og til að reyna að auka aftur aðsóknina er gripið til þess ráðs að koma með nýja viðbót í garðinn, en sú tilraun á eftir að draga dilk á eftir sér.

poster

Jurassic World kemur í bíó 12. júní nk.