Samkvæmt frétt frá the Hollywood Reporter er myndin „The Hobbit“ eða Hobbitinn, að koma í bíó nokkru fyrr en búist var við, en þó nokkru seinna en upphaflega var áætlað.
Warner Bros kvikmyndafyrirtækið áætlar nú að frumsýna myndirnar, sem verða tvær og eru framleiddar af Peter Jackson og leikstýrt af Guillermo del Toro, í desember 2012 og desember 2013
Nýlega varð talsverður ruglingur varðandi frumsýningardaga myndanna þegar Imax kvikmyndafyrirtækið, sem rekur risabíó, tilkynnti um 20 mynda samning við Warner Bros. Í fréttatilkynningu var þar rangt farið með að fyrsta Hobbita myndin yrði frumsýnd árið 2013. 2013 er einmitt tveimur árum seinna en upphaflega planið, sem gerði ráð fyrir frumsýningu 2011.
En 2011 reyndist ekki vera raunsæ áætlun og var í raun meira sets fram eins og hugmynd, þar sem ekki var búið að skrifa handrit þegar þetta var tilkynnt hvað þá að teikna upp framleiðsluáætlun og kostnaðaráætlun.
Handriti að seinni myndinni var skilað inn fyrir tveimur vikum síðan.