Gillian Anderson, sem leikur annað aðalhlutverkið í nýrri 6 þátta seríu af Ráðgátum, eða X Files, segir að upphaflega hafi henni einungis verið boðinn helmingurinn af þeim launum sem hinn aðalleikarinn, David Duchovny, átti að fá fyrir nýju seríuna.
„Þetta var áfall fyrir mig, sérstaklega miðað við allt sem ég hafði lagt á mig í gegnum tíðina við að tryggja að við fengjum jafn mikið greitt,“ sagði leikkonan við vefmiðilinn The Daily Beast.
„Eins og umræðan er núna, um hvernig veruleikinn er varðandi ójöfn laun kvenna og karla í þessum bransa, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé rætt.“
Fyrstu þrjú árin sem upphaflegu Ráðgátu-þættirnir voru sýndir í sjónvarpi, á tíunda áratug síðust aldar, þá var Gillan aðeins hálfdrættingur á við David í launum. Hún náði svo að rétta sinn hlut í fjórðu seríu og fékk þá jafn mikið borgað. Það kom henni því óþægilega á óvart þegar þetta gerðist aftur þegar farið var að ræða nýju seríuna.