Afi og amma fangelsuð

Ný íslensk  heimildarmynd eftir Helga Felixson, Njósnir, lygar og fjölskyldubönd, verður frumsýnd í Bíó Paradís 28. febrúar. Helgi bæði leikstýrði og skrifaði handrit myndarinnar ásamt rithöfundinum Sindra Freyssyni.

njósnir

Heimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur, leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður eru allt hlutir sem koma við sögu í myndinni, en eins og segir í tilkynningu frá Helga þá rýfur hann þögnina og varpar ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, sem var vararæðismaður Breta, og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi.

„Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar.“

Sjáð stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: