Assassin´s Creed – fyrsta ljósmynd

Fyrsta opinbera ljósmyndin hefur verið birt úr kvikmyndinni Assassin´s Creed sem gerð er eftir samnefndum tölvuleikjum, og er með Michael Fassbender í aðalhlutverki.

fassbender

Leikstjóri er Justin Kurzel.

Í samtali við Entertainment Weekly segir Fassbender að hann hafi verið að spila tölvuleikinn í marga mánuði: „Ég hef verið að leika mér í tölvuleiknum til að undirbúa mig fyrir hlutverkið og átta mig betur á persónunni,“ segir leikarinn.

Ásamt Fassbender fer Marion Cotillard, sem er með Fassbender á ljósmyndinni, með stórt hlutverk í myndinni ásamt Michael Kenneth Williams og Ariane Labed. Tökur hófust nýlega á Möltu, í London og á Spáni.

Í myndinni leikur Fassbender Desmond Miles, barþjón sem er rænt af leynilegum samtökum og sendur aftur í tímann í gegnum minningar forfeðra sinna sem voru leigumorðingjar. Verkefni Miles er síðan að finna fornmuni.

Myndin er væntanleg í bíó 21. desember 2016.