Friday the 13th morðkvendi látið

Hin gamalkunna leikkona Betsy Palmer, sem varð fræg fyrir leik sinn sem morðóður sumarbúðakokkur í hrollvekjunni Friday the 13th, er látin 88 ára að aldri.

betsy

Palmer lést af eðlilegum orsökum á spítala í Connecticut, samkvæmt umboðsmanni hennar, Brad Lemack.

Palmer hafði leikið í kvikmyndum, á Broadway og í sjónvarpi áður en hún tók að sér hlutverk Mrs. Voorhees í hrollvekjunni frá 1980, en þar mæta ungir leiðbeinendur í sumarbúðum, skapara sínum á hryllilegan hátt.

Sagan sem bjó að baki persónunni var að Mrs. Voorhees var móðir Jason Voorhees, sem hafði látist í sumarbúðunum nokkrum árum fyrr. Hann átti svo eftir að rísa upp frá dauðum í nokkrum framhaldsmyndum.

Palmer sagði síðar að hún hefði einungis tekið hlutverkið að sér af því hana vantaði peninga fyrir nýjum bíl.