Fyrsta stiklan er komin úr nýrri sjónvarpsseríu, Sense8, sem Wachowski systkinin ( The Matrix ) hafa gert fyrir Netflix vídeóleiguna bandarísku.
Þættirnir voru að hluta til teknir hér á landi á þessu ári og því síðasta.
Í þáttunum koma við sögu fjölþjóðlegar persónur; íslensk partýstelpa, Þjóðverji sem brýtur upp peningaskápa, mexíkóskur sápuóperufoli, kóresk athafnakona, afrískur strætóbílstjóri og bandarískur trans-bloggari.
Þættirnir fjalla um átta persónur sem eru tengdar saman í gegnum fjarskynjun og hugsanaflutning. Fólkið, sem er statt á mismunandi stöðum í heiminum, getur ekki aðeins séð hvort annað og talað saman eins og þau væru í sama herbergi, heldur séð inn í huga hvers annars og vitað dimmustu leyndarmál hvers annars.
Á meðal leikenda eru Naveen Andrews og Daryl Hannah. Tuppence Middleton leikur Riley, íslensku stúlkuna.
Þættirnir verða frumsýndir 5. júní nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: