Árlega hittast aðdáendur hinnar sívinsælu myndar, The Big Lebowski, á Íslandi til þess að dást að myndinni og styrkja vinabönd á milli aðdáenda. Margir hverjir mæta í sloppum til heiðurs persónunni „The Dude“ og sumir hverjir mæta með klút um höfuðið líkt og persónan Walter Sobchack.
Hin árlega Big Lebowski Fest verður haldin í 9. sinn laugardagskvöldið 28. mars næstkomandi kl. 20:00 í Keiluhöllinni, Egilshöll.
Fólk er hvatt að koma í búningum sem tengjast myndinni og verða fjölmörg verðlaun veitt, m.a. fyrir fyrstu 5 sætin í búningakeppni, fyrstu 3 sætin í spurningakeppni, fyrstu 3 sætin í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum sem við kallast „Achiever verðlaunin“.
Miðaverð er 3.500 kr. Innifalið í miðaverði: Þátttaka í hátíðinni, Keila, Lebowski „Dude“ bolur og einn drykkur á bar. Miðar verða eingöngu seldir frá kl. 19:30 laugardagskvöldið 28.mars í Keiluhöllinni Egilshöll.