Breski leikarinn David Ryall, sem var best þekktur fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum, í hlutverki Elphias Doge, lést á Jóladag, 79 ára að aldri.
Ferill Ryall spannaði fimm áratugi, en hann lék jafnt í kvikmyndum, í sjónvarpi og í leikhúsi. Á meðal kvikmynda sem hann lék í voru City of Ember frá 2008, Around the World in 80 Days frá árinu 2004 og The Elephant Man frá árinu 1980.
Hann tók við hlutverki Elphias Doge af Peter Cartwright í Harry Potter and the Deathly Hallows Part 1 árið 2010. Persónan var góður vinur Albus Dumbledore auk þess að vera lögspekingur í Ministry of Magic og félagi í Order of the Phoenix.
Ryall hóf feril sinn á leiksviði áður en hann varð þekktur leikari í bresku sjónvarpi.
Ryall lætur eftir sig son, tónlistarstjórann Jonathan Ryall, og tvær dætur, söngkonuna Imogen Ryall og leikkonuna Charlie Ryall.