Um langt skeið hafa aðdáendur Star Wars vonast til þess að fyrstu þrjár myndirnar (IV, V, VI) yrðu endurútgefnar óskertar eins og þær birtust almenningi fyrst. Svartar og sykurlausar.
Disney hefur svarað þessu kalli og hyggst nú endurútgefa þær á Blu-ray, en um er að ræða myndirnar A New Hope, Empire Strikes Back og Return of the Jedi.
Útgáfan hefur verið í kortunum í þónokkurn tíma en frestast vegna þess að upprunalegu filmurnar eru illa á sig komnar. Það sem tefur útgáfuna er taumlaus vinna að hreinsa og fjarlægja rispur af filmunum svo fátt annað sé nefnt. Filmurnar eru síðan skannaðar inn, ramma fyrir ramma í hágæða upplausn. Óvíst er hvenær endurútgáfan verður gefin út en margir giska á að hún komi til að lenda í verslanir rétt áður en sjöunda myndin verður frumsýnd.
Árið 1997 kom út sérstök safnaraútgáfa á VHS með fyrstu þremur myndunum. Þar var búið að bæta myndgæðin með tölvutækni, t.d. voru dýrin þrívíddarmódel í staðinnn fyrir leikbrúður. Einnig voru ný atriði, og auk þess aukaefni með viðtölum og stuttmyndum um tæknileg atriði, eins og að yfirborð Death Star hafi verið búið til úr borðtennisborðum og handahófsvöldu dót.