Fyrsta stiklan er komin út fyrir stórmyndina Noah eftir Darren Aranofsky, með Russel Crowe í hlutverki Nóa úr Biblíusögunum, en myndin var tekin að hluta á Íslandi eins og sést glöggt í stiklunni.
Nói smíðaði örk þegar syndaflóð var í vændum og tók tvö dýr af hverri tegund með sér í skipið.
Eins og sést í stiklunni vilja margir stela Örkinni og Nói þarf á öllu sínu að halda til að missa ekki skipið í hendur þeirra.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Jennifer Connelly leikur eiginkonu Nóa, Douglas Booth og Logan Lerman leika syni þeirra og Anthony Hopkins leikur afa hans Methuselah. Emma Watson leikur kærustu Booth.
Ray Winstone leikur þorparann.
Nói mætir í bíó í Bandaríkjunum 28. mars á næsta ári.