Sambíóin frumsýna teiknimyndina Flugvélar á miðvikudaginn næsta, þann 28. ágúst í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.
Dusty er lítil áburðarflugvél sem ákveður að taka þátt í æsilegu kappflugi. Það er bara eitt vandamál: Hann er svo ægilega lofthræddur.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
„Flugvélar er nýjasta teiknimyndin frá Disney og ætti að vera óhætt að lofa áhorfendum kvikmyndafjöri og skemmtun sem heillar ekki bara þá sem yngri eru heldur líka þá fullorðnu,“ segir í frétt frá Sambíóunum.
Aðalpersónan er áburðarflugvélin Dusty sem kann vel við tilveruna og starfið svo framarlega sem hann þarf ekki að fljúga of hátt því hann er svo lofthræddur.“
En Dusty hefur lengi dreymt um að taka þátt í árlegri flugkeppni þótt hann sé eiginlega ekki heldur smíðaður fyrir mikinn hraða. Aðalvandamálið er samt lofthræðslan og til að vinna bug á henni
ákveður Dusty að leita sér aðstoðar sér fremri flugvéla …
Íslensk talsetning: Valur Freyr Einarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Vigdís Pálsdóttir, Egill Ólafsson, Arnar Jónsson, Esther Talia Casey og fleiri.
Erlend talsetning:
Dana Cook, Stacy Keach, Brad Garrett, Teri Hatcher, Julia Louis-Dreyfus, John Cleese, Val Kilmer, Sindbad ofl.
Íslensk leikstjórn: Júlíus Agnarsson
Erlend leikstjórn:
Klay Hall
Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakkal, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi
Aldurstakmark: Leyfð öllum
Fróðleiksmolar til gamans:
• Flugvélar er síðasta myndin sem Júlíus Agnarsson vann að, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 26. apríl síðastliðinn. Júlíus vann að leikstjórn og upptökum á talsetningu fjölda teiknimynda, þar á meðal 79 Walt Disneykvikmynda, 15 mynda fyrir Warner Brothers, 25 mynda fyrir Dreamworks auk fjölmargra annarra verka, m.a. á tónlistarsviðinu.