Myndin sem stundum hefur verið kölluð Hangover eldri borgaranna, Last Vegas, hefur fengið glænýja stiklu. Í myndinni fer Billy, sem er að fara að gifta sig, með gömlu vinunum til Las Vegas í steggjapartý, en þeir vinirnir eru allir á sjötugsaldrinum.
Steggurinn, sem leikinn er af Michael Douglas, og þrír bestu vinir hans, Paddy, leikinn af Robert De Niro, Archie, leikinn af Morgan Freeman og Sam, leikinn af Kevin Kline, ætla að skemmta sér ærlega eins og í gamla daga, en sá munur er á að partýin í dag eru ólík gömlu partýunum.
Þeim virðist þó ekkert leiðast, ef mark er takandi á stiklunni, sem má sjá hér fyrir neðan:
Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum 1. nóvember nk.