Sharknado verður endursýnd

sharknadoNokkrum klukkustundum eftir að Syfy sjónvarpsstöðin tilkynnti að hún hygðist endursýna hina ótrúlegu Sharknado, sem við sögðum frá hér á kvikmyndir.is í gær, og orðrómur fór af stað um framhaldsmynd, tilkynnti Nielsen mælingarfyrirtækið að 1,369 milljónir manna hefðu horft á myndina í sjónvarpinu sl. fimmtudag. Myndin verður endursýnd á fimmtudaginn næsta á Syfy sjónvarpsstöðinni, þann 18. júlí.

Deadline vefsíðan segir frá þessu.

Myndin fjallar um kraftmikinn hvirfilbyl sem sýgur hákarla úr sjónum og lætur þeim svo rigna á stórborg. Furðulegt veðurfyrirbæri sem orsakast af hnattrænni hlýnun, verður til þess að úr verður geigvænlegur skýstrókur sem sýgur upp reiða hákarla, sem fljúga um og ráðast á saklaus börn og ljóshærðar stúlkur.

Myndin fór sem hvirfilbylur um twitter og facebook, og meðal annars var fræga fólkið í Hollywood duglegt að tísta um myndina .

 

Stikk: