White House Down – Fyrsta stiklan!

Fyrr í kvöld birtum við fyrsta plakatið úr White House Down en nú er stiklan komin á netið.

Hægt er að smella hér til að horfa á stikluna:

White House Down er lýst sem „Die Hard í Hvíta húsinu“ og í henni leikur Channing Tatum hlutverk John Cale, lögreglumanns sem ákveður einn daginn að fara í kynnisferð um Hvíta húsið ásamt ungri dóttur sinni. Allt fer síðan á annan endann þegar þrautþjálfaður herflokkur ræðst inn í húsið og hernemur það. John þarf nú ekki einungis að gæta að eigin lífi og dóttur sinnar, heldur þarf hann að vernda forseta Bandaríkjanna líka, sem leikinn er af Jamie Foxx. Aðrir leikarar eru Jason Clarke, Maggie Gyllenhaal, James Woods, Rachelle Lefevre, Richard Jenkins og Jimmi Simpson en myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum og á Íslandi 28. júní nk.

Leikstjóri er stórmyndaleikstjórinn Roland Emmerich sem frægur er fyrir myndir eins og Independence Day og 2001. as