Orðrómar hafa flogið gegnum netið um að Peter Jackson og New Line Cinema hafa sæst og eru að búa sig undir tvær Hobbit kvikmyndir!
Samkvæmt þeim upplýsingum sem búið er að gefa út þá munu MGM og New Line Cinema eiga útgáfuréttindin saman og einnig framleiða myndirnar sameiginlega. New Line Cinema mun eiga útgáfuréttinn í Bandaríkjunum meðan MGM á útgáfuréttinn utan Bandaríkjanna. Myndirnar verða báðar teknar upp á sama tíma líkt og Lord of the Rings þríleikurinn og Peter Jackson og Fran Walsh verða bæði meðframleiðendur á myndunum og það er víst að búið er að leysa öll ósætti milli New Line Cinema og Peter Jackson.
Búist er við að tökur hefjist árið 2009 og að fyrri myndin komi út árið 2010 og sú seinni 2011, mjög líklega jólamyndir báðar. Hinsvegar er ekki vitað hvort að Peter Jackson muni sjálfur leikstýra myndunum, en allir vonast til þess myndi ég halda.
Annars eru þetta stórfréttir, það virðist vera að Tolkien heimurinn komi aftur á hvíta tjaldið og vonandi mun það vera jafn stórkostlegt og það var með Lord of the Rings þríleikinn.
Fleiri fréttir um þetta ættu að koma bráðlega, ég bíð spenntur eftir þeim.