Fleiri harðjaxlar bætast við The Expendables 2

Eftir að hafa tilkynnt í síðustu viku að bæði Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger myndu snúa aftur í Expendables 2; staðfesti Sylvester Stallone að samansafn harðjaxla yrði enn stærra í framhaldinu.

Í augnablikinu er staðfest að vöðvafjallið frá Brussel, Jean-Claude Van Damme, bætist í hópinn; en hann neitaði þegar honum var boðið hlutverk í fyrstu myndinni. Ásamt honum mun enginn annar en þriggja-hnefa karatemeistarinn Chuck Norris láta sjá sig en flestir ættu að þekkja hann út frá ótal mörgu fimmaura bröndurunum um kappann.

Á hinn bóginn hefur Sly tilkynnt að hann sé að óskast eftir að Nicolas Cage og John Travolta komi fram í myndinni á einn hátt eða annan. Það er líklegt að Cage hafi samþykkt að koma fram í henni en þegar aðspurður hvort Travolta kæmi fram sagði Sly: „Það er mögulegt. Eitt sem ég hef lært er að það sem er staðreynd á mánudegi er ósatt á þriðjudegi.“

Sly mun ekki setjast í leikstjórastólinn að þessu sinni, heldur mun Con Air leikstjórinn Simon West taka við framhaldinu. Tökur hefjast í Búlgaríu í næsta mánuði en ef allt gengur vel er myndin væntanleg í ágúst á næsta ári.

– Robert K.

Stikk: