Nýtt plakat: The Rum Diary

Fyrir stuttu síðan var gefinn út trailer fyrir nýjustu Johnny Depp-myndina, The Rum Diary, sem byggð er á samnefndri bók eftir Hunter S. Thompson. Glöggir kvikmyndaunnendur ættu að vita að Depp lék einmitt í annarri mynd frá sömu höfundi árið 1998, Fear & Loathing in Las Vegas. Venjulegir bíófarar ættu annars að vita að þetta er augljóslega ekki fyrsta hlutverk stórleikarans þar sem lykilpersónan hefur sterkt dálæti á rommi.

Plakatið fyrir myndina var rétt í þessu að líta dagsins ljós og þykir það nokkuð sérstakt að því leyti að allur titillinn er stafaður út með rommflöskum. Þið getið barið það augum hérna fyrir neðan ásamt sýnishorninu, ef þið voruð ekki enn búin að kíkja á það.

The Rum Diary kemur í bíó núna í haust.