Kvikmyndaleikarinn geðþekki George Clooney ætlar að leika í myndinni The Monster of Florence, að því er fréttaveitan Hollywood Reporter greinir frá. Um er að ræða kvikmyndagerð á sannsögulegri metsölubók um raðmorðingja sem gekk laus í ítölsku borginni Flórens, en Clooney mun leika annan þeirra manna sem reyndu að leysa þetta 30 ára gamla morðmál.
Myndin verður framleidd af Fox 2000, og Usual Suspects handritshöfundurinn Christopher McQuarrie mun laga sögu þeirra Douglas Preston og Mario Spezi að hvíta tjaldinu. Clooney og viðskiptafélagi hans Grant Heslov munu framleiða myndina ásamt þeim Dan Jinks og Bruce Cohen sem báðir unnu að Óskarsverðlaunamyndinni American Beauty.