Leikarahópurinn fyrir nýju X-Men myndina er óðum að verða fullmótaður, en sá síðasti sem er líklegur til að slást í hópinn er leikarinn Michael Fassbender, að því er fram kemur á vefsíðunni MovieBlog.
Fassbinder er þekktur fyrir leik í myndunum 300 og Inglorious Basterds, þar sem hann lék breska liðsforingjann og kvikmyndagagnýnandann Archie Hicox. Þá lék Fassbinder hlutverk Bobby Sands í Hunger, en sú mynd er sannsöguleg og segir frá Bobby Sands sem lést í fangelsi eftir hungurverkfall.
Í X-Men er Fassbinder nú sagður eiga að leika Erik Lehnsherr eða Magneto. Þá má bæta því við í framhjáhlaupi að Fassbender er einnig sagður vera með tilboð um að taka að sér hlutverk illmennisins Lizard í næstu mynd um köngulóarmanninn.
Sagt er að Fassbinder hafi á borðinu hjá sér tilboð frá framleiðendum X-Men myndarinnar og eru framleiðendur sagðir sannfærðir um að ná samningum við leikarann.
Í X-Men myndi Fassbender hitta fyrir James McAvoy, sem hefur tekið að sér hlutverk [Charles] Xavier.”
Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni á næsta X-Men mynd að gerast á undan hinum X-men myndunum og segja frá því þegar Magneto og Xavier voru vinir, og hvernig slettist upp á vinskapinn og þeir urðu síðan erkióvinir.
Nú er spurning hvernig mönnum líst á þessa leikarauppröðun? Verður Fassbender góður ungur Magneto?