26 myndir á leiðinni frá The Rock

Dwayne Johnson, eða The Rock, er ekki bara hæst launaðasti leikari í heimi, heldur líka sá uppteknasti.

Samtals eru núna 26 kvikmyndir í bígerð með honum í aðalhlutverkinu. Myndirnar eru einkum af þrennum toga; gaman-spennumyndir, barnamyndir og hamfaramyndir, en þetta eru einmitt þær tegundir mynda sem kappinn er þekktastur fyrir.

Hér eru myndirnar 26 og söguþráður, samkvæmt ágiskun:
Baywatch

Endurgerð á Strandvarðaþáttunum goðsagnakenndu.
Jumanji

Gaman spennumynd sem er endurgerð á gamalli mynd með Robin Williams.
Fighting With My Family

Gaman spennumynd um heimiliserjur.
Rampage

Gaman spennumynd sem er kvikmyndagerð á vinsælum spilakassaleik frá árinu 1986, Rampage.
Doc Savage

Mynd í ætt við Indiana Jones.
Journey 3: From the Earth to the Moon

Barnamynd og þriðja Journey myndin.
San Andreas 2

Framhald jarðskjálftamyndarinnar San Andreas.
Black Adam

Ofurhetjumynd um eina minnst þekktu ofurhetju DC Comics heimsins.
Shazam!

Ofurhetjumynd um eitt helsta góð – ofurmenni DC heimsins, sem verndar heiminn fyrir Black Adam …. hmmmm.
Big Trouble in Little China

Spennu gamanmynd, endurgerð á gamalli Kurt Russell mynd.
Muscle Beach

Stærri skammtur af Dwayne Johnson vöðvum á ströndinni en þú færð að sjá í Baywatch.
Ónefnt Jerry Bruckheimer/Dwayne Johnson verkefni

Gaman spenna, mjög líklega Pirates of the Caribbean mynd.
Skyscraper

Hamfaramynd – líklega er Johnson þarna að bjarga fólki úr brennandi skýjakljúfi.
Jungle Cruise

Mynd um mann sem elskar að ferðast í frumskógunum og verður fyrir krókódílaárás.
Alpha Squad Seven

Mögulega sérsveitarmynd, eða gaman spenna með dýrum.
Ónefnd fjölbragðaglímumynd

Johnson tekur sig væntanlega vel út í hringnum.
SEAL Team 666

Greinilega sérsveitarmynd, en talan 666 er tala djöfulsins, þannig að spurning hvað er í gangi hér.

Racing Dreams

Johnson er rallýkappi, eða dreymir um það. Og verður heimsmeistari.
Ónefnt Larry Hillblom verkefni

Larry Hillblom var milljarðamæringur og annar stofnanda DHL pakkafyrirtækisins. Hann dó í dularfullu flugslysi. Mögulega drama hér á ferð.
Boost Unit

Johnson er góðhjartaður þjófur.
Take My Wife

Möguleg endurgerð á spennuhasarnum Taken. Bryan Mills hringir í mansalshrotta og biður þá um að ræna eiginkonu sinni.
Teddy Bear

Barnamynd. Johnson leikur stóran bangsa.
Ónefnd gamanmynd

Eitthvað skemmtilegt frá Johnson.
Son of Shaolin

Johnson leikur búddamunk sem þarf að brjótast út úr hámarksöryggisfangelsi, til að bjarga fjölskyldu sinni frá úlfahjörð.
Not Without Hope

Johnson dregur þrjá tómbólumiða af handahófi og segir: „Já, já, ég get örugglega gert gaman – spennumynd úr þessu.“
The Janson Directive

Janson Directive er grjótharður hermaður eða njósnari eða slökkviliðsmaður, sem þarf að bjarga fjölskyldu sinni úr lífsháska.