Zack Snyder, leikstjóri myndarinar sem margir bíða eftir, Batman v Superman: Dawn of Justice, birti í gær á Twitter, fyrsta opinbera sýnishornið úr myndinni. Sýnishornið er stutt, 21 sekúnda, og það gerist ekki neitt í því svo sem, en maður fær að sjá búningana og hlusta á smá spennandi tónlist.
Confirmed 4.20.15 #BatmanvSuperman @IMAX special teaser screening events. Limited space. RSVP http://t.co/TasYGlJGig https://t.co/fnxFIERUlv
— ZackSnyder (@ZackSnyder) April 16, 2015
Í tístinu fá áhugasamir einnig tækifæri til að skrá sig á lista til að sjá kitlu í fullri lengd í völdum IMAX risabíóhúsum á mánudag, en Íslendingar búsettir hér á landi verða fjarri því góða gamni.
Í kitlunni eru, eins og þið sjáið í meðfylgjandi myndbandi, frekar drungalegir Batman og Superman búningar, og vörumerki.
Myndin, sem kemur í bíó í mars á næsta ári, er framhald af Man of Steel frá árinu 2013, og mun einnig verða fyrsta myndin í Justice League ofurhetju-raðmyndum.