18 plaköt úr Game of Thrones

Í dag eru  nákvæmlega tveir mánuðir þangað til ný þáttaröð hinna geysivinsælu Game of Thrones þátta, sú sjötta í röðinni, hefur göngu sína. Framleiðendur hafa verið þöglir sem gröfin um hvað muni gerast í þáttunum og um nýja leikara og hlutverk þeirra.

game 2

Fyrr í dag var birt nýtt plakat sem kom mörgum aðdáendum þáttanna í opna skjöldu, þar sem á því var andlit Robb Stark ( Richard Madden )  ( ekki lesa lengra ef þú vilt ekki vita meira um Game of Thrones ) en hann var drepinn á hrottalegan hátt í hinu alræmda rauða brúðkaupi í þriðju þáttaröð. En þetta plakat var bara toppurinn á ísjakanum, því mörg önnur fylgdu í kjölfarið.

Fyrr í mánuðinum sýndi HBO sjónvarpsstöðin nýja stiklu úr nýju seríunni, þar sem hin alræmda Hall of Faces í House of Black and White var sýnt. Hinir andlitslausu nota þessi andlit, ásamt ýmsum töfrabrögðum, til að fara huldu höfði í sendiferðum sínum.

Í stiklunni sáum við ýmis andlit látinna persóna úr þáttunum, eins og Ned Stark (Sean Bean), Robb Stark (Richard Madden), Catelyn Stark (Michelle Fairley), Joffrey Baratheon (Jack Gleeson) og Jon Snow (Kit Harington), en þau eru einmitt öll á þessum nýju plakötum.

Það átti ekki að koma á óvart að sjá andlit látnu persónanna, en hinsvegar kom á óvart í lok stiklunnar að sjá andlit persóna sem enn eru á lífi, fólks eins og Tyrion Lannister (Peter Dinklage), Cersei Lannister (Lena Headey), Jamie Lannister (Nikolaj Coster-Waldau), Sansa Stark (Sophie Turner), Arya Stark (Maisie Williams) og Daenerys Targaryen (Emilia Clarke).

Plakötin gefa góða nærmynd af þessum persónum, sem og nokkurra annarra sem eru á lífi, eins og Melisandre (Carice van Houten), Tormund Giantsbane (Kristofer Hivju), Nymeria Sand (Jessica Henwick) og Daario Naharis (Michiel Huisman).

Óljóst er hvað þetta þýðir allt saman.

Um nýjar persónur og leikendur er það eitt vitað að Max von Sydow mun leika the Three-Eyed Raven, Ian McShane er í óskilgreindu hlutverki og Pilou Asbæk mun leika Euron Greyjoy, frænda Theon Greyjoy, að margra mati. Richard E. Grant og Essie Davis munu leika meðlimi leikhóps sem er að setja á svið leikrit um frægar persónur í Westeros.

1 2 3

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ ÖLL PLAKÖTIN 18.