Hollywood parið, leikstjórinn Tim Burton og leikkonan Helena Bonham Carter, eru skilin að skiptum eftir 13 ára samband.
Talsmaður Bonham Carter staðfesti við AP fréttastofuna, að þau hefðu hætt saman fyrr á árinu.
„Parið skildi í vinsemd, og hafa haldið áfram að vera vinir og tekið jafnan þátt í uppeldi barna sinna,“ sagði talsmaðurinn, Melody Korenbrot.
Þau eiga son sem er 11 ára og dóttur sem er sjö ára gömul.
Bonham Carter og Burton, sem giftu sig aldrei, byrjuðu saman þegar þau unnu saman að myndinni Planet of the Apes frá árinu 2001.
Eftir það unnu þau sama að nokkrum stórmyndum, myndum eins og Sweeney Todd: The Demon Barber Of Fleet Street, Alice In Wonderland og Dark Shadows.
Bonham Carter hefur undanfarið sést í myndum eins og Les Miserables og The Lone Ranger, en nýjasta mynd Burton heitir Big Eyes og er tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir leik aðalleikaranna þeirra Amy Adams og Christoph Waltz.