Monster High: Kvöldótti og Ófreskjuást (2014)
"Tveir skammtar af ófreskjufjöri"
Tvær nýjar myndir á einum diski um stelpurnar í Monster High skólanum sem eru engar venjulegar stelpur heldur vampírur sem lenda í ótal skemmtilegum og spennandi ævintýrum.
Bönnuð innan 6 áraSöguþráður
Tvær nýjar myndir á einum diski um stelpurnar í Monster High skólanum sem eru engar venjulegar stelpur heldur vampírur sem lenda í ótal skemmtilegum og spennandi ævintýrum. Teiknimyndaserían um stelpurnar í Monster High-skólanum sem byggð er á vinsælum dúkkum frá leikfangafyrirtækinu Mattel hefur slegið í gegn hjá krökkum víða um lönd, enda afar vel gerð, skemmtileg, hæfilega spennandi og inniheldur góðan boðskap um eilífa vináttu og ást! Hér lenda stelpurnar í nýjum ævintýrum þegar þær taka þátt í nýstárlegu línuskautamóti auk þess sem ein þeirra, Draculara, uppgötvar að tveir vampírustrákar vilja stela hjarta hennar - bókstaflega!





