Náðu í appið
Öllum leyfð

Travel Advice for Syria 2008

Frumsýnd: 8. nóvember 2011

58 MÍNEnska

Lengi vel var talið að Sýrland gæti orðið kyndilberi lýðræðisumbóta í arabaheiminum. Nú þykir aftur ljóst að landið lýtur einni grimmustu einræðisstjórn sem um getur í Mið-Austurlöndum. Atburðir síðustu mánaða bera því glöggt vitni. Árásirnar á mótmælendur í landinu hafa kostað rúmlega 2000 manns lífið. Þar af hafa 88 látið lífið... Lesa meira

Lengi vel var talið að Sýrland gæti orðið kyndilberi lýðræðisumbóta í arabaheiminum. Nú þykir aftur ljóst að landið lýtur einni grimmustu einræðisstjórn sem um getur í Mið-Austurlöndum. Atburðir síðustu mánaða bera því glöggt vitni. Árásirnar á mótmælendur í landinu hafa kostað rúmlega 2000 manns lífið. Þar af hafa 88 látið lífið í gæsluvarðhaldi af völdum pyndinga eða illrar meðferðar og eru börn og unglingar þeirra á meðal. Þá hafa 3000 manns verið látnir hverfa og er ekki vitað um örlög þeirra. Sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Löfgren hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir heimildarmyndir sínar um Mið-Austurlönd. Nýjasta mynd hans, Travel Advice for Syria, veitir áhorfandanum einstaka innsýn í sýrlenskt samfélag. Assad-fjölskyldan hefur ráðið lögum og lofum í landinu í nærri fjóra áratugi. Fjölskyldan hefur haldið völdum fyrir tilstuðlan lítillar elítu sem fær sífellt að auðgast á kostnað meirihlutans sem býr við kröpp kjör. Myndin sýnir ljóslega þau mannréttindabrot sem hafa átt sér stað í landinu á undanförnum árum og varpar ljósi á leynilegt samstarf sýrlenskra stjórnvalda við ráðamenn í Bandaríkjunum. Meðan á tökum stóð var Löfgren stöðugt veitt eftirför af leyniþjónustu Sýrlands og margir af tengiliðum hans í landinu voru handteknir og pyndaðir.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn