The Devil Operation 2010
Frumsýnd: 6. nóvember 2011
Árið 2001 brutust út átök á Cajamarca-svæðinu í Perú vegna fyrirhugaðra áætlana á vegum Yanacocha-gullnámunnar um að færa út kvíarnar og hefja starfsemi í námunda við heilagt fjall. The American Mining Corporation stendur að baki framkvæmdunum og íbúar fjalllendisins uppgötva fljótlega að drykkjarvatnið þeirra er mengað. Íbúarnir bregðast ... Lesa meira
Árið 2001 brutust út átök á Cajamarca-svæðinu í Perú vegna fyrirhugaðra áætlana á vegum Yanacocha-gullnámunnar um að færa út kvíarnar og hefja starfsemi í námunda við heilagt fjall. The American Mining Corporation stendur að baki framkvæmdunum og íbúar fjalllendisins uppgötva fljótlega að drykkjarvatnið þeirra er mengað. Íbúarnir bregðast við með mótmælaaðgerðum. Fyrir milligöngu staðarprestsins, Marco Arana, árið 2004 er komið í veg fyrir blóðsúthellingar en Arana og hópur umhverfissinna uppgötva sér til skelfingar að þeim er hvarvetna veitt eftirför og að þeir eru myndaðir með leynd. Kúgun og hótanir verða tíðar og einn einstaklingur lætur lífið. Spurningin er: Hver er að fylgjast með þeim? Höfundur myndarinnar, Stephanie Boyd, sem áður hefur gert myndir um mannréttindabrot námavinnuslufyrirtækja í Perú, ætlaði upphaflega að gera mynd sem fjallaði eingöngu um mótmælaaðgerðir bænda, en uppgötvaði smám saman að umrædd náma lá ekki aðeins á gulli heldur fjölda leyndarmála.... minna
Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
6. nóvember 2011