Náðu í appið

An Independent Mind 2008

Frumsýnd: 5. nóvember 2011

90 MÍNEnska
Biografilm Festival in Bologna – recipient of The Human Rights Award.

Skýrt er kveðið á um tjáningarfrelsið í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, enda er um grundvallarmannréttindi að ræða. Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðis og frelsis í samfélaginu. Heimildarmyndin An Independent Mind, í leikstjórn Bafta-verðlaunahafans Rex Bloomstein, segir sögu átta einstaklinga víðsvegar að úr heiminum,... Lesa meira

Skýrt er kveðið á um tjáningarfrelsið í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, enda er um grundvallarmannréttindi að ræða. Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðis og frelsis í samfélaginu. Heimildarmyndin An Independent Mind, í leikstjórn Bafta-verðlaunahafans Rex Bloomstein, segir sögu átta einstaklinga víðsvegar að úr heiminum, sem eiga það sameiginlegt að berjast fyrir rétti sínum til tjáningar. Ógnirnar sem þeir standa frammi fyrir eru með ýmsu móti. Ein sagan segir frá manni sem á fangelsisvist á hættu vegna skopteikningar af forseta sínum, önnur frá bræðrum sem eiga yfir höfði sér að verða sendir í vinnubúðir fyrir það eitt að segja brandara, þriðja segir frá ljóðskáldi sem var pyndað vegna skrifa sinna og enn önnur frá söngvara sem var hrakinn í útlegð vegna lagasmíða sinna. Þessar sögur snúast ekki aðeins um þróunarlönd heldur einnig vestræn lýðræðisríki.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.10.2011

Amnesty International stendur fyrir kvikmyndaveislu

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Amnesty International á Íslandi. Amnesty International, í samstarfi við Bíó Paradís, stendur fyrir kvikmyndadögum dagana 3.-13. nóvember næstkomandi. Áhorfendum kvikmyndadaga er boðið ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn