Náðu í appið

A Serbian Film 2010

(Srpski film)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Not all films have a happy ending

104 MÍNRússneska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics

Í Serbíu er klámmyndastjarnan fyrrverandi Milos giftur ástkærri eiginkonu sinni Marija, og þau eiga soninn Peter, sem er stolt þeirra og gleði. Fjölskyldan sér fram á fjárhagserfiðleika þegar Milos er óvænt boðið að leika í listrænni kvikmynd. Milos er kynntur fyrir leikstjóranum Vukmir sem býður Milos stórfé fyrir að leika í myndinni. En Vukmir sýnir... Lesa meira

Í Serbíu er klámmyndastjarnan fyrrverandi Milos giftur ástkærri eiginkonu sinni Marija, og þau eiga soninn Peter, sem er stolt þeirra og gleði. Fjölskyldan sér fram á fjárhagserfiðleika þegar Milos er óvænt boðið að leika í listrænni kvikmynd. Milos er kynntur fyrir leikstjóranum Vukmir sem býður Milos stórfé fyrir að leika í myndinni. En Vukmir sýnir Milos hvorki handritið, né segir hann honum um hvað myndin er. Milos ræðir tilboðið við Marija, og skrifar síðan undir samninginn. En fljótlega kemst hann að því að Vukmir og tökuliðið er að búa til ógeðsmyndir þar sem barnaníð, náríðingar og pyntingar koma við sögu, og Milos á sér enga undankomuleið, og mögulega er orðið of seint fyrir hann að bjarga fjölskyldu sinni.... minna

Aðalleikarar

Mannskemmandi mynd með skilaboðum
Er hægt að dást að kvikmynd, festast í henni og hata hana á sama tíma? Ég skammast mín næstum því fyrir að segja það en A Serbian Film vakti upp fyrir mér viðbrögð í þessum dúr. Það má vel vera að þetta sé ein af sjúkustu myndum sem ég hef nokkurn tímann borið augum á, en annað en t.d. hin grútleiðinlega The Human Centipede þá gengur hún út á eitthvað annað heldur en bara sjokkið. Hún kannski leggur mestu áhersluna á það, en hún er líka vel tekin upp, þokkalega skrifuð, oft ófyrirsjáanleg og býsna spennandi. Hörð samfélagsádeila er einnig falin undir yfirborðinu. Það sem lætur mig hata myndina er talsvert magn af átakanlegum og gríðarlega ógeðfelldum senum sem munu seint hverfa úr minninu. Manni líður illa við að horfa á þetta og fyrir vikið getur maður ekki annað en hatað það. En er það ekki ætlunin??

Ég hef takmarkað álit á öllu svona "shock cinema." Slíkar myndir geta verið álíka einhæfar og ljósbláar myndir en augljóslega ekki jafn fyndnar eða útlitslega grípandi. Sumir fá kannski eitthvað pervertískt út úr því að sjá eitthvað subbulegt í grófum smáatriðum og fá þá ekkert innihald með, en ekki ég því ég hef bara ekki þolinmæðina í slíkt rugl. Margir myndu setja A Serbian Film í þannig hóp mynda en það eru bara þeir sem verða fyrir svo miklu áfalli yfir umfjöllunarefni hennar að þeir sjá ekkert annað en það ljóta. Myndin er þá akkúrat að hafa betri áhrif á þá áhorfendur en þeir þora að játa. Hún hefur nefnilega ýmislegt að segja sem vekur mann til umhugsunar með þessu öllu saman, og ef hún gengur ekki aðeins út fyrir strikið þá er hún greinilega ekkert að virka. Mjög stór partur af því slæma er heldur ekki sýnt í ramma, sem segir manni það að hún leyfir þér að nota ógeðfellda ímyndunarafl þitt í stað þess að klessa endalaust mannskemmandi nærskotum framan í smettið á manni. Ég ætla samt ekki að segja að slíkt gerist aldrei.

Myndin gengur út á athyglisverðan mann (skólamenntaður klámleikari sem er einnig giftur faðir. Spes) og leiðina hans í átt að verstu hornum helvítis. Handritið er samt ekkert að drífa sig þangað því það vill að okkur líki bara ágætlega við þessa persónu, og í rauninni tekst það. För hans er óneitanlega dularfull og taugatrekkjandi. Manni líður svakalega illa fyrir hans hönd og vegna þess að við höfum a.m.k. einhverja tengingu við þennan karakter þá spennumst við meira upp þegar allt versnar í stað þess að pirrast. Ég þoli einmitt ekki þegar mynd sýnir engum öðrum senum áhuga heldur en þessum ógeðslegu. Þessi vill vera góð bíómynd, en bíómynd fyrst og fremst. Hún er líka alveg óhuggulega vel leikin, sem gerir vissulega átökin ekkert skárri til áhorfs.

A Serbian Film er kannski sterk og heimskulega djörf mynd en hún er langt frá því að vera eitthvað meira en bara helvíti góð. Hún þjáist örlítið fyrir einfaldleika sinn því það gefur auðveldlega upp þá ímynd að hún vilji ekki vera annað en "exploitation" sjokk-mynd. Maður þarf aðeins að skoða sig um til að finna það að hún hefur skilaboð og alvöru áhuga á því að segja hneykslandi og heldur tragíska sögu. Hefði hún bætt aðeins meira kjöti á beinin hefði þetta getað orðið að einhverju dýpra. Tilgangslausa klámið (þá meina ég þetta hefðbundna, ekki pyntingarklámið) bætti heldur engu merkilegu við myndina og dró hana bara meira niður. Það nægir að vera gróf í ofbeldi og hugmyndaflugi. Hún þurfti ekkert á allri nektinni að halda. Ég er yfirleitt ekkert að kvarta undan því að sjá stynjandi stelpur í engum fötum, en helst ekki í bíómynd sem inniheldur náriðlun. Einnig sé ég ekki alveg hvernig er hægt að réttlæta ákveðna drápsaðferð sem er notuð í myndinni (án þess að skemma fyrir fjörinu þá vil ég benda á að í þessu tilfelli hefði verið gáfulegra að taka mótstæðinginn úr hálslið). Furðulegri dauða hef ég ekki séð í langan tíma, og mér varð illt í öðru auganu bara við tilhugsunina. Miðað við ástandið sem aðalpersónan var í get ég nokkurn veginn skilið ákvörðunina, en samt ekki! Þetta var aðeins of augljós tilraun til að hneyksla.

Sumum mun finnast þetta vera of mikið, og persónulega efast ég um geðheilsu einhvers sem finnst það ekki, en ef maður skoðar aðeins út fyrir kassann þá hefur myndin mjög raunsæ og grimm skilaboð. Hún hélt mér því miður föstum við skjáinn og endirinn gerði mest allt rétt. Það þýðir heldur ekki annað en að sætta sig við það að kvikindislegt fólk eins og myndin sýnir er til í alvörunni og í sjálfu sér er það mest truflandi hluturinn. Ég verð að slást í hóp þeirra sem verja myndina. Ég mun samt aldrei nokkurn tímann horfa á hana aftur.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.04.2017

Fimm ástæður til að horfa á "Class of 1984"

„Class of 1984“ (1982) er spennumynd sem fjallar um ágreining afleysingjakennara við einstaklega illskeyttan hóp af nemendum. Myndin hefur alltaf þótt vera stórlega ýkt og sérlega ofbeldisfull og hefur meira og minna verið...

06.11.2016

10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllileg...

31.07.2014

Kvikmyndir sem viðkvæmir ættu að forðast

Að vera viðkvæmur fyrir andstyggilegum og viðbjóðslegum atriðum í kvikmyndum getur oft reynst erfitt. Það getur nefnilega verið mjög vandræðalegt að halda fyrir augun í smekkfullu kvikmyndahúsi og eiga svo erfitt með...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn