Náðu í appið
Öllum leyfð

Backyard 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He invited all his neighbours ... and now he is inviting you! To his Backyard

Íslenska
Áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, Patreksfirði maí 2010 - Special mention, CPH:DOX, Kaupmannahöfn nóvember 2010 - Sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary, Tékklandi í júlí 2011 - Heimildamyndaverðlaun KAMERaTON kvikmyndahátíðarinna

Backyard fjallar um litla tónleika sem haldnir voru á Menningarnótt í Reykjavík árið 2009 og fóru fram í bakgarði við Frakkastíg. Fylgst er með skipulagningu og framkvæmd tónleikanna þar sem Árni Rúnar (FM Belfast) hóar í nokkra vini sína úr allskyns ólíkum hljómsveitum og fær þá til þess að spila í garðinum hjá sér. Allt er þetta frekar laust... Lesa meira

Backyard fjallar um litla tónleika sem haldnir voru á Menningarnótt í Reykjavík árið 2009 og fóru fram í bakgarði við Frakkastíg. Fylgst er með skipulagningu og framkvæmd tónleikanna þar sem Árni Rúnar (FM Belfast) hóar í nokkra vini sína úr allskyns ólíkum hljómsveitum og fær þá til þess að spila í garðinum hjá sér. Allt er þetta frekar laust í reipunum og úr verður bráðfyndin og jafnan áhugaverð mynd. Í myndinni koma fram hljómsveitirnar Borko, FM Belfast, Hjaltalín, múm, Retro Stefson, Reykjavík! og Sin Fang en myndin hefur að geyma bæði tónleikaupptökur með þessum hljómsveitum auk viðtala við meðlimi þeirra., ,Þetta var í ágúst. Árni+1 var með þessa hugmynd: Að dokjumtentera ákveðna tónlistarsenu sem honum fannst vera í gangi í bænum. Hann er með kofa þarna í bakgarðinum hjá sér sem hann notar sem stúdíó fyrir hljómsveitina sína FM Belfast. En bakgarðurinn sjálfur er svolítið flott útisvið. Þannig að þetta var fyrst hugmynd um að gera nokkurskonar stikkprufu/portrett af tónlistarárinu 2009 sem svo varð að þessari mynd. Hann bjó til óskalista af hljómsveitum og fékk Gunna vin sinn til að hjálpa sér við að fylla kofann af græjum, því þeir tóku hljóðið upp á fullt af rásum. Lóa kærastan hans bjó til spelt pizzur og skreytti garðinn, þrátt fyrir flensu. Og að lokum talaði hann við hljómsveitirnar og bauð öllum nágrönnunum.”... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.06.2011

Kóngavegur, Eldfjall, Brim og Backyard fara allar til Tékklands

Fjórar íslenskar kvikmyndir voru valdar inn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary í Tékklandi. Um er að ræða kvikmyndirnar Kóngaveg eftir Valdísi Óskarsdóttur í flokknum: Variety´s Ten Euro Directors to Watch...

12.04.2011

Skjaldborg um Hvítasunnuhelgina í fimmta sinn

Hvítasunnuhelgina 10. - 12. júní verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, haldin á Patreksfirði í fimmta sinn. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifær...

17.09.2010

Nýbylgja í paradís

Frönsk kvikmyndanýbylgja sjötta og sjöunda áratugs síðustu aldar mun ráða ríkjum í Bíó paradís við Hverfisgötu um helgina, en þá munu myndir eftir meistara nýbylgjunnar, manna eins og Jean Luc Godard, Agnes Varda og Cla...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn