Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mysterious Skin 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. mars 2006

Two boys. One can't remember. The other can't forget.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Tveir strákar alast upp saman í Hutschinson, í Kansas í Bandaríkjunum. Neil sem er tilgerðarlegur og hégómlegur bragðarefur, og Brian sem er feiminnn góður strákur, sem hefur áhuga á geimverum og fólki sem hefur verið numið brott af geimverum. Saman komast þeir að skelfilegum, en frelsandi sannleika.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Hörð og eftirminnileg þroskasaga
Mysterious Skin fjallar um Neil og Brian. Ég ætla ekki að spoila meira en að þeir eiga báðir ógeðfelldar minningar frá barnæsku. Þessi mynd segir frá lífi þeirra um tvítugt og hvernig þeir takast á við þetta.

Joseph Gordon-Levitt er mjög mjög góður leikari og sýnir það hér í eitt af hans fyrstu aðalhlutverkum (held ég allavega) að hann er einn fremst leikari sinnar kynslóðar. Hann túlkar Neil svo raunverulega og hann bara algjörlega neglir karakternum hans. Brady Corbet er líka mjög fínn en mér fannst hans karakter bara svo skrítinn og óviðkunnalegur að ég gat ekki alveg haft fulla samúð með honum.

Handritið er vel unnið og það eru mörg áhugaverð og skemmtileg samtöl í myndinni en umframt allt er hún mjög raunveruleg og ég trúði þessu alveg, þetta er ekki bara eitthvað upp úr þurru. Tónlistin er flott og einnig frábært að heyra í Sigur Rós í endaatriðinu sem passar óendanlega vel við. Takan og klipping eru til fyrirmyndar, svolítið artý klipping en aldrei of svo ég missi af söguþræðinum.

Hún er ekki beint mjög graphic í kynlífsatriðunum (engin kynfæri og þannig) en þau eru þó mjög graphic á annan hátt. NC-17 er kannski fullgróft en samt- Bókin sem myndin er byggð á er nefnilega mjög graphic og leikstjórinn fer vel með efnið og lokaútgáfan er ekki bara eitthvað pervertógeð.

Flottir leikarar, myndvinnsla til fyrirmyndar ásamt tónlist. Söguhlið Brian hefði mátt verið betur skrifuð eða fengið minni skjátíma og persónan hans hefði mátt þroskast eitthvað í gegnum myndina (meira en hann gerði). Gott handrit og góð leikstjórn. Mæli með þessari en alls ekki fyrir þá sem höndla ekki ,,öðruvísi'' kynlífsatriði. Hint: Einn er karlhóra. 8/10

Hvað ætli íslenska orðið fyrir graphic sé?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn