Borat (2006)12 ára
( Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan )
Frumsýnd: 3. nóvember 2006
Tegund: Gamanmynd
Leikstjórn: Larry Charles
Skoða mynd á imdb 7.3/10 266,209 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Come to Kazakhstan, It's Nice!
Söguþráður
Borat Sagdiyev er sjónvarpfréttamaður og stjórnar vinsælum sjónvarpsþætti í Kazakhstan. Hann er sjötti vinsælasti maður landsins og leiðandi fréttamaður í landinu. Stjórnvöld ákveða að senda hann til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um bandarískt samfélag og menningu. Borat fer á námskeið í New York til að fá betri skilning á bandarískum húmór. Hann sér Strandverði ( e. Baywatch) í sjónvarpinu og heillast af fögru kvenfólkinu, og sérstaklega C.J. Parker, sem Pamela Anderson lék, en þættirnir gerast í Malibu í Kaliforníu. Hann ákveður að takast á hendur ferð yfir landið þvert og endilangt til að fá Pamelu til að kvænast sér, og fara síðan með hana heim til Kazakhstan. Á ferð sinni yfir landið hitta Borat og framleiðandi hans, fullt af skrýtnum og stórkostlegum Bandaríkjamönnum, alvöru fólki í mis rugluðum aðstæðum með oft sprenghlægilegum afleiðingum.
Tengdar fréttir
05.11.2014
Hitler snýr aftur til Berlínar
Hitler snýr aftur til Berlínar
Borgarbúum Berlínar var nokkuð brugðið þegar þeir sáu Adolf Hitler bregða fyrir á rölti um borgina í vikunni. Þeim til mikillar lukku þá var einungis um að ræða kynningarherferð fyrir kvikmyndina Look Who's Back sem fjallar um Hitler í nútíma Þýskalandi. Oliver Masucci fer með hlutverk Hitlers í myndinni sem og í kynningarherferðinni, en myndin er í anda gamanmyndarinnar Borat, með...
03.07.2014
Baron Cohen er aulaleg fótboltabulla
Baron Cohen er aulaleg fótboltabulla
Monty Python leikarinn Eric Idle birti mynd á Twitter reikningi sínum í dag af sér og gamanleikaranum Sacha Baron Cohen ( Bruno, Borat, Ali G ) í gervi fótboltabullu, en Baron Cohen er við tökur á nýjustu mynd sinni Grimsby í Los Angeles þessa dagana. Cohen er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar. Leikstjóri er Louis Leterrier ( Now You See Me ). Sjáðu myndina hér fyrir...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Minnisstæðar línur:
Borat: This is Natalya. She is my sister. She is number four prostitute in whole Kazakhstan. Very nice.
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 79%
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit. Tilnefnd sem besta gamanmyndin á British Comedy Awards. Sacha Baron Cohen vann Golden Globe fyrir leik sinn sem Borat, og myndin tilnefnd til Golden Globe sem besta gamanmynd.