Borat (2006)12 ára
( Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan )
Frumsýnd: 3. nóvember 2006
Tegund: Gamanmynd
Leikstjórn: Larry Charles
Skoða mynd á imdb 7.3/10 254,630 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Come to Kazakhstan, It's Nice!
Söguþráður
Borat Sagdiyev er sjónvarpfréttamaður og stjórnar vinsælum sjónvarpsþætti í Kazakhstan. Hann er sjötti vinsælasti maður landsins og leiðandi fréttamaður í landinu. Stjórnvöld ákveða að senda hann til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um bandarískt samfélag og menningu. Borat fer á námskeið í New York til að fá betri skilning á bandarískum húmór. Hann sér Strandverði ( e. Baywatch) í sjónvarpinu og heillast af fögru kvenfólkinu, og sérstaklega C.J. Parker, sem Pamela Anderson lék, en þættirnir gerast í Malibu í Kaliforníu. Hann ákveður að takast á hendur ferð yfir landið þvert og endilangt til að fá Pamelu til að kvænast sér, og fara síðan með hana heim til Kazakhstan. Á ferð sinni yfir landið hitta Borat og framleiðandi hans, fullt af skrýtnum og stórkostlegum Bandaríkjamönnum, alvöru fólki í mis rugluðum aðstæðum með oft sprenghlægilegum afleiðingum.
Tengdar fréttir
03.07.2014
Baron Cohen er aulaleg fótboltabulla
Baron Cohen er aulaleg fótboltabulla
Monty Python leikarinn Eric Idle birti mynd á Twitter reikningi sínum í dag af sér og gamanleikaranum Sacha Baron Cohen ( Bruno, Borat, Ali G ) í gervi fótboltabullu, en Baron Cohen er við tökur á nýjustu mynd sinni Grimsby í Los Angeles þessa dagana. Cohen er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar. Leikstjóri er Louis Leterrier ( Now You See Me ). Sjáðu myndina hér fyrir...
11.11.2013
Cohen drepur gamla konu á BAFTA
Cohen drepur gamla konu á BAFTA
Sacha Baron Cohen, betur þekktur sem Ali G, Bruno og Borat, kom fram á BAFTA Brittania verðlaunaafhendingunni um helgina og stal senunni eins og honum einum er lagið. Cohen var mættur á svæðið til að veita viðtöku Charlie Chaplin verðlaununum fyrir framúrskarandi gamanleik. Til að kynna Cohen upp á sviðið kom leikkonan Salma Hayek í fylgd með elstu núlifandi leikkonu sem...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Minnisstæðar línur:
Borat: This is Natalya. She is my sister. She is number four prostitute in whole Kazakhstan. Very nice.
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 79%
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit. Tilnefnd sem besta gamanmyndin á British Comedy Awards. Sacha Baron Cohen vann Golden Globe fyrir leik sinn sem Borat, og myndin tilnefnd til Golden Globe sem besta gamanmynd.