Borat (2006)12 ára
( Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan )
Frumsýnd: 3. nóvember 2006
Tegund: Gamanmynd
Leikstjórn: Larry Charles
Skoða mynd á imdb 7.3/10 298,938 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Come to Kazakhstan, It's Nice!
Söguþráður
Borat Sagdiyev er sjónvarpfréttamaður og stjórnar vinsælum sjónvarpsþætti í Kazakhstan. Hann er sjötti vinsælasti maður landsins og leiðandi fréttamaður í landinu. Stjórnvöld ákveða að senda hann til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um bandarískt samfélag og menningu. Borat fer á námskeið í New York til að fá betri skilning á bandarískum húmor. Hann sér Strandverði ( e. Baywatch) í sjónvarpinu og heillast af fögru kvenfólkinu, og sérstaklega C.J. Parker, sem Pamela Anderson lék, en þættirnir gerast í Malibu í Kaliforníu. Hann ákveður að takast á hendur ferð yfir landið þvert og endilangt til að fá Pamelu til að kvænast sér, og fara síðan með hana heim til Kazakhstan. Á ferð sinni yfir landið hitta Borat og framleiðandi hans, fullt af skrýtnum og stórkostlegum Bandaríkjamönnum, alvöru fólki í mis rugluðum aðstæðum með oft sprenghlægilegum afleiðingum.
Tengdar fréttir
29.10.2015
Fyrsta stiklan úr Dirty Grandpa
Fyrsta stiklan úr Dirty Grandpa
Fyrsta stiklan úr Dirty Grandpa með Robert De Niro og Zac Efron í aðalhlutverkum er komin út.  Í þessari gamanmynd leikur De Niro kvensaman fyrrverandi hershöfðingja sem platar barnabarn sitt Jason, sem Efron leikur, með sér í ferðalag rétt áður en Jason á að ganga upp að altarinu. Aubrey Plaza og Dermot Mulroney eru á meðal annarra leikara. Dan Mazer, annar handritshöfunda...
26.10.2015
Hitler á toppinn í Þýskalandi
Hitler á toppinn í Þýskalandi
Look Who's Back, bíómynd í Borat stíl, um nasistaleiðtogann Adolf Hitler í nútímanum í Berlín, fór beint á topp þýska aðsóknarlistans um helgina, sína þriðju viku á lista. Myndin er kvikmyndagerð á samnefndri metsölubók Timur Vermes, sem kom út á Íslandi undir heitinu Aftur á kreik. Myndin hefur nú þénað jafnvirði 13 milljóna Bandaríkjadala í bíó og...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Minnisstæðar línur:
Borat: This is Natalya. She is my sister. She is number four prostitute in whole Kazakhstan. Very nice.
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 79%
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit. Tilnefnd sem besta gamanmyndin á British Comedy Awards. Sacha Baron Cohen vann Golden Globe fyrir leik sinn sem Borat, og myndin tilnefnd til Golden Globe sem besta gamanmynd.
Svipaðar myndir