Borat (2006)12 ára
( Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan )
Frumsýnd: 3. nóvember 2006
Tegund: Gamanmynd
Leikstjórn: Larry Charles
Skoða mynd á imdb 7.3/10 243,449 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Come to Kazakhstan, It's Nice!
Söguþráður
Borat Sagdiyev er sjónvarpfréttamaður og stjórnar vinsælum sjónvarpsþætti í Kazakhstan. Hann er sjötti vinsælasti maður landsins og leiðandi fréttamaður í landinu. Stjórnvöld ákveða að senda hann til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um bandarískt samfélag og menningu. Borat fer á námskeið í New York til að fá betri skilning á bandarískum húmór. Hann sér Strandverði ( e. Baywatch) í sjónvarpinu og heillast af fögru kvenfólkinu, og sérstaklega C.J. Parker, sem Pamela Anderson lék, en þættirnir gerast í Malibu í Kaliforníu. Hann ákveður að takast á hendur ferð yfir landið þvert og endilangt til að fá Pamelu til að kvænast sér, og fara síðan með hana heim til Kazakhstan. Á ferð sinni yfir landið hitta Borat og framleiðandi hans, fullt af skrýtnum og stórkostlegum Bandaríkjamönnum, alvöru fólki í mis rugluðum aðstæðum með oft sprenghlægilegum afleiðingum.
Tengdar fréttir
10.04.2014
Afar áhugavert kvikmyndaverkefni er um þessar mundir að smella saman undir stjórn Sean Penn. Kvikmyndin ber heitið Th Last Face og mun gerast í Afríku með þeim Javier Bardem og Charlize Theron í aðalhlutverkum. Kvikmyndin var skrifuð árið 1995   An interesting film project is quickly coming together now withSean Penn, Charlize Theron andJavier Bardem, which is readying to be...
11.11.2013
Cohen drepur gamla konu á BAFTA
Cohen drepur gamla konu á BAFTA
Sacha Baron Cohen, betur þekktur sem Ali G, Bruno og Borat, kom fram á BAFTA Brittania verðlaunaafhendingunni um helgina og stal senunni eins og honum einum er lagið. Cohen var mættur á svæðið til að veita viðtöku Charlie Chaplin verðlaununum fyrir framúrskarandi gamanleik. Til að kynna Cohen upp á sviðið kom leikkonan Salma Hayek í fylgd með elstu núlifandi leikkonu sem...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Minnisstæðar línur:
Borat: This is Natalya. She is my sister. She is number four prostitute in whole Kazakhstan. Very nice.
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 79%
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit. Tilnefnd sem besta gamanmyndin á British Comedy Awards. Sacha Baron Cohen vann Golden Globe fyrir leik sinn sem Borat, og myndin tilnefnd til Golden Globe sem besta gamanmynd.