Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

She's the Man 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júní 2006

Everybody has a secret... Duke wants Olivia who likes Sebastian who is really Viola whose brother is dating Monique so she hates Olivia who's with Duke to make Sebastian jealous who is really Viola who's crushing on Duke who thinks she's a guy...

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Viola Johnson (Amanda Bynes) hafði góðar ástæður fyrir því að dulbúast sem tvíburabróðir hennar, Sebastian (James Kirk), og skrá sig í hans stað í heimavistarskóla. Hún treysti á það að Sebastian myndi ekki mæta í skólann og myndi frekar reyna fyrir sér sem tónlistarmaður í London. En hún reiknaði ekki með því að verða ástfangin af sæta herbergisfélaganum... Lesa meira

Viola Johnson (Amanda Bynes) hafði góðar ástæður fyrir því að dulbúast sem tvíburabróðir hennar, Sebastian (James Kirk), og skrá sig í hans stað í heimavistarskóla. Hún treysti á það að Sebastian myndi ekki mæta í skólann og myndi frekar reyna fyrir sér sem tónlistarmaður í London. En hún reiknaði ekki með því að verða ástfangin af sæta herbergisfélaganum sínum, Duke (Channing Tatum), sem er hrifinn af hinni fallegu Oliviu (Laura Ramsey). Ástandið versnar þegar Olivia fellur fyrir Sebastian, en hann er viðkvæmi strákurinn sem hana hafði alltaf dreymt um að kynnast. Svo verður málið enn flóknara þegar hinn sanni Sebastian kemur heim fyrr frá London og mætir í skólann án þess að hafa hugmynd um að tvíburasystir hans hafi verið þar í hans stað.... minna

Aðalleikarar


Mjög skemmtileg og lífleg fjölskyldumynd, nútímaútfærsla á einni sögu Shakespeare's (''Twelfth Night, or What You Will.''). Segir frá stúlkunni Violu (Amanda Bynes), sem dreymir um að spila og keppa í fótbolta og leggur allt í sölurnar til að uppfylla drauminn, með því að lifa í hálfan mánuð sem strákur, í gervi tvíburabróður síns, Sebastians (James Kirk). Inn í söguna blandast að sjálfsögðu fjöldinn allur af litríkum persónum, s.s. dyggir vinir Violu og Duke, sem er herbergisfélagi Sebastians, og Viola fellur fyrir (sem Sebastian).. Og Olivia, sem Duke er hrifinn af, en sem hrífst fremur af Sebastian (eða Violu sem Sebastian)! Áhugaverð og spennandi saga og góður leikur og fullt af ævintýralegum uppákomum, sérstaklega í tengslum við flókin ástarmál sögupersónanna. Skemmtilegur húmor, unglingaflækjur og rómantík allt í bland. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari mynd. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er góð afþreying og Amanda Byrnes er frekar skemmtileg sem strákur Myndin er samt fyrirsjánleg en samt góð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd í sambíóinu á Akureyri ALGJÖR SNILD ! smat finnst mér Amanda bynes ekkert svakalega strákaleg þegar hún lék Sebastian ! en þessi mynd er snild Amanda fer með style í henni !


p.s takið eftir hvað Duke er sætur !

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með vinkonum mínum og mér fansnt hún algjert æði hún er ótrúlega finndin unglingamynd af bestugerð ..... 4 stjörnur frá mér ;9 hvet alla til að fara og sjá hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn