Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Hostel 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. janúar 2006

Welcome To Your Worst Nightmare / 10,000 people are killed in America each year. Over 2,000 with firearms. Americans... they have no imagination...

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Þrír bakpokaferðalangar eru í Amsterdam í Hollandi og gista í svefnpokaplássi á hosteli, en læsast úti eitt kvöldið. Þeim er boðið heim til manns sem segir þeim frá hosteli í austur Evrópur þar sem konurnar eru allar stórglæsilegar og elska bandaríska karlmenn. Þegar þeir koma þangað, þá er allt eiginlega of gott til að vera satt!

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég hlýt að vera ein af fáum sem finnst ekkert varið í hostel og þori varla að sýna fram á þessa umdeildu skoðun mína en hér er hún: hostel er ömurleg. hún bauð ekki fram á neitt annað en viðbjóð og pyntingar og lét mig nánast gefast upp á minni fíkn við að horfa á hrollvekjur. hún gengur vissulega fram af manni en skilur ekkert eftir sig nema eftirsjá fyrir að hafa horft á þennan óskapnað. ég vona svo sannarlega að fólk sjái bráðum að sér og láti það vera að fara á þessa vitleysu í bíó þegar framhaldið af henni kemur. annars er þetta bara mín skoðun og ég held mig við hana. ekki - horfa - á - hostel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja þá var komið að því að sjá þessa ógeðslegustu mynd sem komið hefur.....einhverju missti ég greinilega af því hún er algjörlega vanmetin!!!! Mér fannst The hills have eyes ógeðslegri og miklu betri!! Íslendingurinn var góður í henni...eina ástæðan fyrir að mar sá þessa mynd sem er svo ekkert ógeðsleg...bara þetta týpíska, vinir fara í ferðalag, lenda í klóm pyntara og brjóst út um allt....same old, same old...zzzzzzzz
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er örugglega ógeðslegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð og sú blóðugusta. Þessi mynd hefur að geyma mjög góðan söguþráð og það hefur oft verið sögurþáðin sem hefur vantað í hryllingsmyndir. Myndinn fjallar um þrjá vini Jose (Derek Richardson), Óli Íslendingur (Eyþór Guðjónsson) og Paxton (Jay Hernandez). Þessir þrír vinir ætluðu í smá ferða flipp fyrst fara þeir til Amsterdam og svo var þeim sagt að í Bratislava væri alveg frábært úrval af stelpum og rosa stuð svo þeir ákveða að skella sér þangað enn svo byrja hlutirnir að gerast því að svo eru þeir teknir einn af öðrum á stað þar sem fólk borgar fyrir að pinnta túrista. Fyrri hluti myndarinnar er mjög grófur og naktar konur koma mikið við sögu enn svo tekur hryllingurinn við eftri hlé. Enn eins og ég segji góð mynd og gaman að sjá Íslending leika í mynd eftir Tarantino og stendur hann sig líka bara með mikilli príði hann Eyþór. Ég gef Hostel þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Óspennandi semi-splatter
Mér finnst eins og að flestir hafa orðið blindir af hinu miskunnarlausa ógeði sem Hostel sýnir. Ja, myndin er náttúrulega ekki mjög smekkleg til áhorfs og það má alveg fullyrða hversu gaman það getur verið að fylgjast með hörðu ofbeldi og öfgakenndum pyntingum. En er það nóg til þess að halda heilli bíómynd á floti? Eða öllu heldur, er þetta það eina sem Eli Roth hefur almennt upp á að bjóða?

Ég neitaði að dæma Roth einungis eftir fyrstu mynd sína Cabin Fever, sem þykir víst einhver költ-snilld, en mér fannst hún bara grútleiðinleg. Hostel er töluvert skárri, en takið eftir að ég notaði orðið "skárri," en ekki "betri."

Persónulega get ég ekki sagt að mér hafi fundist persónur eða aðstæður myndarinnar vera eitthvað sérstaklega spennandi. Myndin er fyrst og fremst alltof lengi að koma sér af stað. Fyrri helmingurinn er langdreginn og einhæfur; Þetta byrjar að spilast út eins og ófyndin útgáfa af Eurotrip, og Roth er heldur ekkert að spara tilgangslausa nekt eða kynlífsatriði sem koma upp úr þurru og gera fátt annað en að éta upp lengdina og dregur það úr uppbyggingunni.

Persónusköpun er heldur þvinguð einnig. Á furðulegustu stundum byrja sumir að tauta ævisögu sína með þeim tilgangi að áhorfandinn finni fyrir einhverri dýpt frá þeim, en það bara gengur engan veginn upp. Síðan líður að seinni helmingnum, og þar tekur myndin mikla breytingu í stefnu. Þetta er vafalaust skemmtilegi þátturinn við myndina, og það er ekki eðlilegt hversu mikill sadisti Roth reynist vera. Ég held að ég hafi ekki í langan tíma séð önnur eins geðsjúk pyntingaratriði, og blóðmagnið yfir höfuð er alveg svakalegt. Ég átti það samt til með að geispa af og til þarna inn á milli þar sem að persónurnar fengu ekki mikinn stuðning hjá mér og var mér eiginlega nett sama um hver myndi lifa af eða deyja í lokin. Partýpinninn Eyþór "King of the Swing" Guðjónsson var reyndar sá eini sem ég fílaði, þrátt fyrir merkilega einhliða karakter, og því miður fær hann alltof lítinn skjátíma, íslendingum til mikillar óánægju.

Síðan fannst mér hiklaust vanta miklu meiri kraft í lokaþriðjung myndarinnar. Hann var skemmtilegur, jú, en ég fann ekki fyrir almennilegum loka-climax (afsakið slettuna, en þetta er besta lýsingin sem að ég hef). Eftir allt þetta hype sem byggðist upp í kringum þessa mynd (samt er það mikil rútína þegar eitthvað sem viðkemur Íslandi á sér stað í erlendri bíómynd) verð ég að segja að Hostel hafi ollið mér tiltölulega miklum vonbrigðum.

Ég get ekki einu sinni sagt að þetta sé góð kvikmynd. Góður splatter? Kannski... En þá í skömmtum. Dæmið sjálf. En fyrir mitt leyti, ef ég vil viðbjóð og smá (bara SMÁ, það er eina sem ég bið um...) plott með því þá skal ég fremur leita aftur til Saw-myndanna beggja.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér ætlar höfundur að taka svo stórt upp í sig að segja að hér sé komin ein skelfilegasta og óhugnarlegasta mynd seinni ára! Þessi nýjasta afurð snillingsins Quentin Tarantino´s (Pulp Fiction, Kill Bill, Reservoir Dogs) og leikstjórans Eli Roths er sögð halda hörðustu mönnum í fósturstellingunum.


Myndin segir frá þremur félögum (en einn þeirra er einmitt Íslendingur í myndinni og er leikinn af Eyþóri Guðjónssyni) á sem leggja upp í ,,road trip til Austur-Evrópu. Þeir koma í lítinn smábæ í Slóvakíu og ákveða að hvílast þar í nokkra daga og skoða sig um. Þeir eru ekki lengi að hrífast af bænum þrátt fyrir að börnin í þorpinu séu harðir glæponar og að annar hver maður tali ekki ensku því kvenfólkið er ekki af verri endanum og virðist elska þessa framandi drengi! Eitthvað virðist þó vera að þegar þeir taka að hverfa einn af öðrum og að lokum stendur aðeins einn þeirra eftir. Hann einsetur sér að finna félaga sína og gerir það í afskekktri verksmiðju í útjaðri þorpsins þar sem menn koma hvaðanæva að úr heiminum og fá að pynta, pína og myrða gegn gjaldi!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

06.11.2016

10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllileg...

03.05.2013

Íslenskar stuttmyndir í forgrunni á Reykjavík Shorts & Docs

Átta íslenskar stuttmyndir munu keppa um titilinn Besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival dagana 9. - 16. maí. Aðstandendur Reykjavík Shorts & Docs Festival eru hæstánægðir með það góða úrval ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn