Náðu í appið
57
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

American Pie 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. október 1999

There's something about your first piece.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Jim, Oz, Finch og Kevin eru fjórir vinir sem gera samning sín á milli um að þeir muni allir missa sveindóminn áður en þeir útskrifast. Þeir komast að því að það er hægara sagt en gert, og nú er vandamálið hvernig hægt er að uppfylla samninginn fyrir lokaballið í skólanum. Oz grípur til þess ráðs að syngja til að ná athygli kvenna, á meðan Kevin... Lesa meira

Jim, Oz, Finch og Kevin eru fjórir vinir sem gera samning sín á milli um að þeir muni allir missa sveindóminn áður en þeir útskrifast. Þeir komast að því að það er hægara sagt en gert, og nú er vandamálið hvernig hægt er að uppfylla samninginn fyrir lokaballið í skólanum. Oz grípur til þess ráðs að syngja til að ná athygli kvenna, á meðan Kevin reynir að þrýsta á kærustuna um að hjálpa sér með vandamálið. Finch fer enn aðra leið og breiðir út orðróm í skólanum en Jim mistekst ætlunarverkið herfilega. Hvort sem það er að vera gripinn með böku í klofinu eða vera gripinn á netinu, þá endar alltaf með því að Jim fær kynlífsheilræði frá föður sínum. Nú er spurningin, tekst vinunum fjórum að ná markmiði sínu fyrir lokaballið? eða læra þeir eitthvað allt annað í þessu ferli. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


American Pie er góð unglingamynd en ekki sem neitt annað.Ég sé svo eftir að hafa gefið henni fjórar stjörnur og ég ætla bara að skrifa um hana aftur.

Leikstjóri myndarinnar Paul Witz(About a boy,In good company)stendur sig vel og það er bara eitthvað við þessa mynd.Leikararnir eru eins og í flestum unglinga myndum frekar lélegir.Tara Reid og Shannon Elizabeth eru hot en þó fannst mér sú síðarnefnda ofleika mikið.Mena Suvari og Allyson Hannigan eru lélegar og Jason Biggs,Chris Klein,Thomas Ian Nicholas,Eddie Kay Thomas og Seann William Scott eru heldur slappir en þó má segja að Biggs hafi verið skárstur sem aulinn Jim.Þó að myndin sé ekki beint mjög fyndin þá er hún stór skemmtileg en þessi er bara fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16.Persónusköpunin er nú ekki mjög góð en þó ekki áberandi léleg og sum samtölin eru heldur asnaleg.American Pie serían er mjög vinsæl og þrjár framhelds myndir hafa komið.American Pie 2 var ekki jafn góð en þó afbragðs sumar grín mynd.American Wedding fannst mér vera hræðileg en svo nýlega kom út American Pie presents Band Camp sem er direct to video crap og ætla aldrei að horfa á hana.Þessi er sögð vera kynfræðsla fyrir unglinga og kannski er hún það.

Myndin fjallar um þrjá vini,Jim(Boggs),Chris,kallaður Oz(Klein),Paul,kallaður Finch(Thomas) og Kevin(Nicholas)þeir eru allir hreinir sveinar sem vilja missa sveindóminn og gera það samkomulag að missa hann á lokaballs kvöldinu.Kevin á kærustu sem heitir Vicki(Reid),Oz byrjar í kór til að heilla Heather(Suvari) og Jim reynir að næla í skiptinemann Nadiu(Elizabeth)og framhaldið þurfið þið unglingar að sjá en ekki með foreldrum sínum eða með mikið eldra fólki.En ég mæli með þessari.(endir)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg pottþétt ein af bestu unglingamyndum sem að maður hefur séð. Það sem að gerir þessa mynd að þeirri snilld sem hún er, er nett fyndinn húmor, mikið skemmtanagildi og ótrúlega ruglaðar og skemmtilegar persónur til að fylgjast með. Jason Biggs, Chris Klein og allt hitt gengið skilar sínum hlutverkum mjög vel frá sér. En samt fannst mér Seann William Scott lang bestur í hlutverki Stiflers. Snilld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég var 7ára fór ég á star wars:episode 1 í bíó

og þar sá ég trailerin af American pie og ég vissi að þetta væri mynd sem ég ætti að sjá þegar ég yrði eldri og viti menn

ég sá þessa mynd fyrir nokkrum dögum og fannst hún æði.

Daginn eftir horfði ég á framhaldið.

Það var gott en samt ekki nærri eins góð og fyrri myndin

og svo sá ég þriðju myndina hvílíkt ógeð.

En nú ætla ég að skrifa um fyrstu American pie myndina.

Myndin fjallar um 4 vini Jim(Jason Biggs),Oz(Nova)(Chris Klein),Kevin(Thomas Ian Nicholas)og Paul Finch(Eddie Kayes Thomas) sem gera markmið að þeir allir eiga að missa sveindóminn á loka balls kvöldinu.

Jim sér möguleika með skipti nemanum Nadiu(Shannon Elizabeth).

Oz Byrjar í kór til að reyna að heilla Heather(Mena Suvari.

En Kevin er sá eini sem á kærustu,en hún heitir Vicki(Tara Reid).Vicki vil alls ekki missa meydóminn Þangað til........

nú segi ég ekki meira til þess að spilla ekki fyrir.(ég held reyndar að næstum allir sé búnir að sjá þessa Mynd)

Þessi mynd er sögð vera kynfræðsla fyrir unglinga og hún er það líka,en mér finnst samt myndir númer 2og3 ekki vera það.

Þeir að ofan segja að það séu ófrægir leikarar í þessari mynd

en þegar ég sá hana voru flestir leikararnir orðin að stórum nöfnum í Hollywood.

Mer fannst reyndar Shannon Elizabeth ofleika heldue of mikið,og svo finnst mér Mena Suvari og Alyson Hannigan ömurlegar leikkonur.

Fyrir utan það er American Pie fantagóð mynd sem ég mæli fyrir alla.

(endir)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er fín sem fjallar um vinina Jim(Jason Biggs), Oz Chris Klein, Stifler (Seann William Scott, Finch (Eddie Kaye Thomas) og kevin (Thomas Ian Nicholas) sem gera sér það heit að missa sveinsdómin áður en þeir útskrifast og er núna komið framhald sem er líka alveg æðislega skemmtilegt en þessi er allavega fín. Í þessari gerist margt til dæmis verður doldið sýnt á netinu sem á eftir að gera Jim af aðhlátursefni en það bjargast allt hann fær dömu samt fyrir loka ballið en það er nú ekki alveg eins og hann hafði örugglega óskað og hann hafði örugglega óskað sér hana sem var með honum á netinu en hann fær ekki hana heldur fær hann dömu sem er í einu orði tónlistarfíf. Stifler fær eina dömu og oz fær eina sem hitti í partýinu hjá Stifler en þið verðið að sjá hver það er. Kevin verður með kærustunni sinni og Finch líka en Finch hitti sína þegar í kór skólans og gekk í hann. Margt gerist hér og Pabbi Jim's fer á kostum fyrir ræður sínar en missið ekki af þessari eða sjáið hana aftur ég er alveg búin að sjá hana næstum 13 sinnum eða oftar en sjáið þessa skemmtilegu mynd sem ég held nú samt að sé ekki alveg fyrir fólk eldra en 20 eða í yngri kantinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Geðveik! Það er ekki hægt að segja annað. Þetta er bara frábær mynd, ég gæti farið aftur og aftur og aftur og aftur á hana. Alveg einstök mynd, aldrei hef ég séð svona góða gamanmynd og það með nánast óþekktum leikurum. Hrein snilld, ég get ekki sagt annað. Pottþétt fjórar stórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.06.2023

Heimurinn þurfti gamanmynd

Í gamanmyndinni No Hard Feelings sem kom í bíó nú um helgina leikur Jennifer Lawrence blankan Uber bílstjóra, Maddie, sem svarar auglýsingu frá foreldrum sem leita að konu til að fara á stefnumót – og sofa hjá – ei...

13.08.2020

Fyrsta stikla úr nýrri American Pie

Ný mynd úr hinni vinsælu unglingaseríu American Pie hefur ekki litið dagsins ljós síðan American Pie: Reuning kom út árið 2012. En nú er loksins búið að ráða bót þar á. Ný kaka er komin úr ofninum. Nú er öll ...

16.02.2015

Jedward og Reid í Sharknado 3

Írsku Eurovision-tvíburarnir John og Edward - eða Jedward munu fara með hlutverk í framhaldsmyndinni Sharknado 3. Tvíburnarnir fluttu eftirminnilega lagið "Lipstick" fyrir hönd Írlands í Eurovision árið 2011. Fyrri myndirnar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn