Eldri fréttir

26.08.2014
Ný stikla úr “Afinn”
Ný stikla úr “Afinn”
Ný stikla úr gamanmyndinni Afinn var frumsýnd fyrir stuttu. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk. Myndin seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar,...
meira
22.08.2014
Íslensk skopstæling á Drakúla
Íslensk skopstæling á Drakúla
Framleiðslufyrirtækið Flying Bus, sem samanstendur af ungum kvikmyndagerðarmönnum, þeim Arnóri E. Kristjánssyni, Heimi S. Sveinssyni og Knúti H. Ólafsyni, er iðið við kolann og hefur nú sent frá sér stuttmyndina Drakúla. Fyrri stuttmyndir fyrirtækisins,  "Öfugmæli", "Ítalskt Kaffi" og "Spænskir Sandar" hafa allar verið birtar hér á kvikmyndir.is, en segja má...
meira
20.08.2014
Þrjár íslenskar kvikmyndir á TIFF
Þrjár íslenskar kvikmyndir á TIFF
Þrjár íslenskar kvikmyndir og ein finnsk/íslensk minnihlutameðframleiðsla hafa verið valdar til þátttöku á Toronto International Film Festival. Myndirnar sem um ræðir eru Vonarstræti undir leikstjórn Baldvins Z, stuttmyndin Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason, stuttmyndin Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og The Grump eftir Dome Karukoski. Vonarstræti mun...
meira
18.08.2014
,,Ég ætla mér að fara með þessa mynd á Sundance"
,,Ég ætla mér að fara með þessa mynd á Sundance
Ný stuttmynd frá framleiðslufyrirtækinu Alkul Films mun fara í tökur í enda mánaðarins. Fyrir helgina hófst styrktarsöfnum fyrir myndina í gegnum Karolina Fund og hefur þegar safnast í kringum helmingur af því sem vonast er eftir. Um er að ræða stuttmyndina Sól sem fjallar um unga konu sem er að safna sér fyrir námi erlendis. Hún er meðvirkt peð eldri systur...
meira
16.08.2014
Alheimur Bjarkar opnast - Fyrsta stikla úr Biophilia Live!
Alheimur Bjarkar opnast - Fyrsta stikla úr Biophilia Live!
Fyrsta stikla úr nýrri tónleikamynd Bjarkar, Björk: Biophilia Live er komin út en þann 5. september nk. verður myndin frumsýnd í Bíó Paradís. Eins og segir í tilkynningu frá Bíó Paradís þá er Björk : Biophilia Live "heimildarmynd sem fangar byltingarkennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast." Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu...
meira
13.08.2014
Ný stikla úr París Norðursins
Ný stikla úr París Norðursins
Ný stikla úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París Norðursins, var sýnd fyrir skömmu. Myndin segir frá Huga, sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína...
meira
12.08.2014
Örvarpið hefst á ný
Örvarpið hefst á ný
Örvarpið hefur hafið sitt annað tímabil í samstarfi við RÚV, en um er að ræða vettvang fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. Í byrjun september mun Örvarpið opna fyrir umsóknir á netinu og er fólk hvatt til þess að senda inn myndefni. Sérstök valnefnd mun velja vikulega eitt verk til sýningar á vefnum. Valin verk verða í kjölfarið...
meira
23.07.2014
Fyrsta stiklan úr Grafir og Bein
Fyrsta stiklan úr Grafir og Bein
Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverkin í nýjum sálfræðitrylli sem verður frumsýndur þann 3. október næstkomandi. Myndin ber heitið Grafir og Bein og var fyrsta stiklan úr myndinni sýnd í dag. Grafir og Bein fjallar um hjón sem missa dóttur sína og flytja í afskekkt hús til þess að annast frænku sína eftir að foreldrar...
meira
20.07.2014
Afinn fer í blöðruhálskirtilsskoðun
Afinn fer í blöðruhálskirtilsskoðun
Íslenska kvikmyndin, Afinn, verður frumsýnd í september og höfum við sýnt tvær kitlur úr myndinni um helgina. Þriðja kitlan var opinberuð í dag og í henni fer afinn, líkt og margir á hans aldri, í bröðruhálskirtilsskoðun. Kvikmyndin er byggð á leikriti Bjarna Hauks Þórssonar. Eins og í leikritinu leikur Siggi Sigurjóns aðahlutverkið. Þetta er gaman-drama...
meira
19.07.2014
Staðið á höndum - 2. kitla úr Afanum
Staðið á höndum - 2. kitla úr Afanum
Í gær sýndum við fyrstu kitlu úr nýju íslensku bíómyndinni Afanum sem frumsýnd verður í september nk. Nú er komið að kitlu númer 2, en í henni tilkynnir afinn, eða Guðjón eins og hann heitir, að hann sé á leið í heimspekinám í háskóla. Í kitlunni bregður fyrir ýmsum svipmyndum og þar á meðal sést grínistinn Steindi Jr. í hlutverki sínu sem brúðgumi...
meira
18.07.2014
Afinn kýldur í andlitið - Fyrsta kitla
Afinn kýldur í andlitið - Fyrsta kitla
Um daginn birtum við fyrsta plakatið fyrir íslenska gaman-dramað Afinn þar sem Sigurður Sigurjónsson leikur Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Nú er komið að því að birta fyrstu kitluna úr myndinni. Kitlan er aðeins 16 sekúndna löng en gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Hún byrjar á því að yfirmaður Afans, eða Guðjóns eins og hann heitir, spyr...
meira
17.07.2014
Quentin Tarantino staddur á Íslandi
Quentin Tarantino staddur á Íslandi
Leikstjórinn Quentin Tarantino er staddur hér á landi, en til hans sást á Leifsstöð í dag. Þegar þetta er skrifað er Tarantino staddur í gleðskap hjá athafnamanninum Jóni Ólafssyni. Margir úr skemmtanalífinu á Íslandi eru hjá Jóni og má þar nefna Egil Ólafsson, Diddú og Baltasar Kormák. Einn gestanna, Guðjón Ólafsson, náði mynd af sér með kappanum og segir...
meira
10.07.2014
Plakat fyrir gaman-drama myndina Afinn
Plakat fyrir gaman-drama myndina Afinn
Kvikmyndin Afinn byggð á leikriti Bjarna Hauks Þórssonar er komin með plakat. Eins og í leikritinu leikur Siggi Sigurjóns aðahlutverkið. Þetta er gaman-drama mynd sem tekur á gamla fiðringnum sem margir íslenskir karlmenn upplifa þegar þeir horfa fram á að vera komnir á eftirlaunaaldurinn. Myndin verður frumsýnd 26. september í Sambíóunum. Leikstjóri er Bjarni Haukur...
meira
09.07.2014
Fjórar íslenskar kvikmyndir í tökur í sumar
Fjórar íslenskar kvikmyndir í tökur í sumar
Fjórar íslenskar kvikmyndir með framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands munu fara í tökur í sumar, víðsvegar um landið. Hin íslensk/danska Þrestir, sem er nýjasta kvikmynd hins margverðlaunaða leikstjóra Rúnars Rúnarssonar mun fara í tökur á Vestfjörðum þann 14. júlí. Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar...
meira
08.07.2014
Sex listrænar kvikmyndir í Bíó Paradís
Sex listrænar kvikmyndir í Bíó Paradís
Frá og með 11. júlí til 31. ágúst verða teknar til sýninga sex listrænar kvikmyndir sem sýndar verða í Bíó Paradís, um er að ræða samvinnu við Eye on Films verkefnið, sem er alþjóðlegt tengslanet sem leitast við að tryggja dreifingu fyrstu mynda í fullri lengd eftir áhugaverða leikstjóra. Hér að neðan má kynna sér þær myndir sem sýndar verða. ONLY...
meira
04.07.2014
París norðursins í aðalkeppni Karlovy Vary
París norðursins í aðalkeppni Karlovy Vary
París norðursins, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (Á annan veg), hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary, Tékklandi. Hátíðin hefst í dag og mun standa yfir fram til 12. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein sú elsta í heiminum og er svokölluð "A" hátíð,...
meira
22.06.2014
Tom Cruise ristaður
Tom Cruise ristaður
Nýr vefþáttur um kvikmyndir hefur hafið göngu sína á vefmiðlinum Spyr.is, samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum þáttanna. Þátturinn ber heitið Ristavélin og fjallar um kvikmyndir á léttu nótunum. Stjórnendur þáttarins eru báðir menntaðir kvikmyndafræðingar, þeir Haraldur Árni Hróðmarsson og Ragnar Trausti Ragnarsson. Nú þegar eru þrír þættir komnir...
meira
15.06.2014
Skopstæla Sergio Leone
Skopstæla Sergio Leone
Framleiðslufyrirtækið Flying Bus eru duglegir að senda frá sér stuttmyndir þar sem þeir skopstæla kvikmyndir frá ýmsum tímabilum kvikmyndasögunnar. Fyrir nokkru sendu þeir frá sér myndina Ítalskt Kaffi, sem var skopstæling á kvikmyndum á borð við The Goodfather. Myndin vakti mikla lukku meðal notenda síðunnar og er því tilvalið að sýna frá nýjasta verki...
meira
11.06.2014
Fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís
Fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís
Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Félagi kvikmyndagerðamanna. Fyrirlesturinn ber heitið „Building a Personal Audience: What You Need to Know“ og mun Broderick í honum m.a. fjalla um hvernig kvikmyndagerðarmenn ná árangri við að byggja upp persónulegan...
meira
03.06.2014
París Norðursins valin í aðalkeppni Karlovy Vary
París Norðursins valin í aðalkeppni Karlovy Vary
París norðursins, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (Á annan veg), hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary, Tékklandi. Myndin verður þar að auki heimsfrumsýnd á hátíðinni. Hátíðin mun fara fram frá 4. – 12. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein...
meira
28.05.2014
Evrópsk kvikmyndahátíð um allt land
Evrópsk kvikmyndahátíð um allt land
Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís enn á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar, en að þessu sinni verður boðið upp á brot af hinu besta í evrópskri kvikmyndagerð hringinn í kringum landið dagana 1.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina. Leikar hefjast með sérlegri hátíðarsýningu í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. júní...
meira
16.05.2014
Showtime endurgerir Heimsendi
Showtime endurgerir Heimsendi
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþætti Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem voru sýndir á Stöð 2 fyrir þremur árum. Leikarinn og handritshöfundurinn Jonathan Ames hefur verið fengið til þess að skrifa bandaríska útgáfu af þáttunum, en hann á heiðurinn af þáttunum Bored to Death, sem skörtuðu stjörnum á borð við Zack Galifianakis...
meira
14.05.2014
Baltasar orðaður við 'Reykjavík'
Baltasar orðaður við 'Reykjavík'
Baltasar Kormákur er í viðræðum um að leikstýra kvikmyndinni Reykjavík, myndin mun fjalla um fund Ronald Reagan og fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev, sem átti sér stað í Reykjavík árið 1986. Eins og flestir vita er um að ræða nokkurs konar sáttafund leiðtoganna á hápunkti kalda stríðsins. Verkefnið hefur verið á dagskrá í nokkurn tíma...
meira
12.05.2014
Fjallabræður fjármagna heimildarmynd með óvenjulegum hætti
Fjallabræður fjármagna heimildarmynd með óvenjulegum hætti
Um helgina fór af stað hópfjármögnun fyrir heimildarmynd um Fjallabræður sem verður frumsýnd á Heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði, helgina 6.-9. júní. Nú þegar hefur safnast um 50.000 krónur af 400.000 kr. markinu sem þarf til að ná endum saman og klára myndina. Hópfjármögnunin gengur út á það að hægt sé að heita smá pening á verkefnið...
meira
04.05.2014
Beina sjónum almennings að evrópskri kvikmyndagerð
Beina sjónum almennings að evrópskri kvikmyndagerð
Bíó Paradís og RÚV hafa gert með sér samning um kaup og sýningar nýjum evrópskum kvikmyndum.  Markmið kaupanna er að auka enn frekar útbreiðslu evrópskrar kvikmyndarmenningar á Íslandi og beina sjónum almennings að gæðum og fjölbreytni evrópskrar menningar. Um er að ræða ítölsku kvikmyndina Miele, sem verður sýnd í kvöld, kl 23:15. Myndin hlaut verðlaun...
meira
02.05.2014
Glaðningur fyrir káta krakka í Paradís
Glaðningur fyrir káta krakka í Paradís
Stuttmyndapakki fyrir börn sem samanstendur af tólf teiknimyndir frá átta löndum, verður tekinn til sýninga í Bíó Paradís á morgun, laugardaginn 3. maí.   Eins og segir í frétt frá bíóinu þá eru myndirnar allar verðlaunamyndir sem ættu að gleðja alla káta krakka. "Tíu myndir eru án tals, ein með örlitlu ensku tali og ein á spænsku með íslenskum...
meira
30.04.2014
BDSM í Paradís
BDSM í Paradís
Sunnudaginn 4. maí kl. 20:00 fagnar Bíó Paradís margbreytileikanum en þá stendur BDSM á Íslandi, í samvinnu við Bíó Paradís fyrir lítilli kvikmyndahátíð eða BDSM bíó kvöldi. Sýndar verða 6 stuttmyndir sem fjalla um BDSM, erótískt blæti, draumóra, og trans fólk. Þetta er í fyrsta skipti sem BDSM á Íslandi heldur slíkt bíó kvöld en Fetish Film Festival...
meira
26.04.2014
Grjótharðir íslenskir mafíósar
Grjótharðir íslenskir mafíósar
Framleiðslufyrirtækið Flying Bus hefur sent frá sér nýjan grínskets sem er skopstæling á mafíumyndum eins og The Godfather og Goodfellas. Eins og sést í sketsinum eru ítölsk áhrif allsráðandi með tilheyrandi tungutaki og svipbrigðum. Sketsinn heitir Ítalskt kaffi, en leikarar eru þeir Arnór E. Kristjánsson, Heimir S. Sveinsson Knútur H. Ólafsson og Matti. Kíktu...
meira
23.04.2014
Plakatasýning Svartra sunnudaga
Plakatasýning Svartra sunnudaga
Költmyndahópurinn Svartir sunnudagar ætlar að kveðja veturinn með glæsibrag næstkomandi sunnudag 27. apríl kl. 19:30 þar sem plakatasýning vetrarins verður jafnframt opnuð, og meistaraverkið Brazil verður sýnd í kjölfarið kl. 20:00. Hér er um að ræða sölusýningu og er hvert veggspjald sérprentað fyrir viðkiptavininn. Sýningin fer fram í anddyri Bíó Paradísar....
meira
22.04.2014
„Það er svikari í löggunni“ - Ný kitla úr Borgríki 2
„Það er svikari í löggunni“ - Ný kitla úr Borgríki 2
Hilmir Snær lætur sérsveitarmenn heyra það í nýrri kitlu úr íslensku spennumyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna. Einnig býður kitlan uppá smá skammt af ofbeldi og hasar, ásamt uppljóstrun á því að sé svikari í löggunni. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki sem kom út árið 2011 og er eftir leikstjórann Olaf de Fleur, en hann skrifar...
meira