Eldri fréttir

16.07.2015
Game of Thrones fyrir fjölskylduna
Game of Thrones fyrir fjölskylduna
Jóhann G. Jóhannsson, sem fer með hlutverk illmennisins Dres í dönsku myndinni Skammerens Datter, sem er sýnd hér á landi um þessar mundir, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að myndinni hafi verið tekið "svakalega" vel  í Danmörku þegar hún var frumsýnd þar í vor. "Þetta er svona ákveðið Game of Thrones fyrir fjölskylduna, ævintýramynd sem fjallar um...
meira
16.07.2015
Krefjandi kynlífssenur
Krefjandi kynlífssenur
Anna Hafþórsdóttir, aðalleikkona íslensku myndarinnar Webcam, sem frumsýnd var í gær, segir í samtali við mbl.is að kynlífssenur í myndinni hafi verið krefjandi: "Það eru sen­ur þar sem ég er fá­klædd og er að tala í vef­mynda­vél­ina en það sem var enn meira krefj­andi eru kyn­lífs­sen­ur þar sem ég þarf að vera náin með öðru fólki og hrein­lega...
meira
09.07.2015
Bófarapp Terminator brúðu - Nýtt myndband!
Bófarapp Terminator brúðu - Nýtt myndband!
Óskar Arnarson, maðurinn sem gerði Youtube reaction myndbandið sem varð vinsælt fyrr á árinu, og er komið með tæplega 10 milljón áhorf á YouTube, þar sem hann klippti saman frægt og tilfinningaríkt atriði úr Interstellar, sem upphaflega sýndi Matthew McConaughey grátandi úti í geimnum að horfa á myndband af fjölskyldu sinni heima fyrir, og setti inn fyrir myndbandið,...
meira
06.07.2015
Hrútar tilnefnd til ESB verðlauna
Hrútar tilnefnd til ESB verðlauna
Tilkynnt var um 10 evrópskar kvikmyndir sem tilnefndar eru til LUX verðlaunanna árið 2015 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2007, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Þrjár myndir af þessum 10 komast svo...
meira
18.06.2015
Eltir kærustuna til Ísafjarðar - Frumsýning!
Eltir kærustuna til Ísafjarðar - Frumsýning!
Sena frumsýnir á morgun íslensku gamanmyndina Albatross eftir Snævar Sölvason í  Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Sambíóinu Keflavík, Króksbíói, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Bíóhöllinni Akranesi. Í myndinni segir frá Tómasi, ástföngnum og ævintýragjörnum borgarstrák sem elt hefur Rakel kærustuna sína til Ísafjarðar þar sem...
meira
18.06.2015
Fær Darra-mynd framhald?
Fær Darra-mynd framhald?
Þó að enn sé langt í frumsýningu,  og kynning á myndinni sé rétt að fara af stað, þá segir Vin Diesel, aðalleikari The Last Witch Hunter, að kvikmyndaverið vilji að hann skrifi strax undir samning um mynd númer 2.  Þá er spurning hver örlög persónu Ólafs Darra Ólafssonar, Belial, verða í þessari mynd og hvort hann yrði þá líka í næstu mynd ... The...
meira
12.06.2015
21 verðlaun til Hvalfjarðar
21 verðlaun til Hvalfjarðar
Hvalfjörður, stuttmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, heldur áfram að gera það gott á kvikmyndahátíðum heimsins, en nú síðast var Ágúst Örn B. Wigum valinn besti leikarinn á Brooklyn Film Festival. Ágúst Örn er ungur og efnilegur leikari, fæddur árið 2002, og fer með annað aðalhlutverka myndarinnar. Auk þess hefur hann leikið aukahlutverk í Eldfjalli, kvikmynd...
meira
10.06.2015
Kynnast náttúröflunum í Everest
Kynnast náttúröflunum í Everest
"Baltasar vill að við kynnumst náttúruöflunum," segir Jake Gyllenhaal í nýju kynningarmyndbandi fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en í myndbandinu er rætt við Baltasar og nokkra leikara um það hvernig aðstæður voru á tökustað m.a. Í myndbandinu er mikið rætt um áhersluna sem leikstjórinn setur á að taka myndina upp í sem raunverulegustu aðstæðum,...
meira
06.06.2015
Heimsendaást Sigurjóns - Fyrsta stikla!
Heimsendaást Sigurjóns - Fyrsta stikla!
Fyrsta stiklan er komin út fyrir heimsendamyndina Z for Zachariah, en myndin verður frumsýnd 21. ágúst nk. Eins og fram kemur í frétt Variety þá eru framleiðendur myndarinnar þau Sigurjón Sighvatsson, Þór Sigurjónsson, Skúli Malmquist, Tobey Maguire, Matthew Plouffe og Sophia Lin. "Eftir að heimurinn hefur liðið undir lok, þá var einum stað á Jörðinni...
meira
04.06.2015
Everest - Fyrsta stikla!
Everest - Fyrsta stikla!
Fyrsta stikla úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest er komin út. Myndin er þriðja Hollywoodmynd Baltasars, en áður hefur hann gert 2 Guns og Contraband. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes, Robin Wright, Michael Kelly, Sam Worthington, Keira Knightley og Emily Watson "Við þurfum að bera dótið okkar á ösnum. Þetta...
meira
03.06.2015
Everest - Fyrsta plakat! Stikla á morgun!
Everest - Fyrsta plakat! Stikla á morgun!
Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, hina sannsögulegu Everest. Eins og sést á plakatinu hér að neðan þá er hver stórleikarinn af öðrum talinn þar upp, auk þess sem kynt er undir spennuna með setningunni: "The Most Dangerous Place on Earth", eða Hættulegasti staður á Jörðinni. Samkvæmt vefsíðunni The Film Stage er von á fyrstu...
meira
28.05.2015
Hrútar frumsýnd í dag
Hrútar frumsýnd í dag
Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd hér á landi í dag. Myndin vann til aðalverðlauna í Un Certain Regard-keppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes nýverið. Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti...
meira
23.05.2015
New York Times lofar Hrúta
New York Times lofar Hrúta
Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar sem frumsýnd var á Cannes kvikmyndahátíðinni, er ein af þeim myndum sem greinarhöfundur bandaríska dagblaðsins The New York Times nefnir sem mynd sem hefur heillað gagnrýnendur á hátíðinni. Höfundurinn, Manohla Dargis, segir að gagnrýnendur vilji láta koma sér á óvart í Cannes, og hafi kvartað yfir því að ekki hafi verið of mikið...
meira
22.05.2015
Lói fær 400 milljónir
Lói fær 400 milljónir
Íslenska teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við Belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni LÓI – þú flýgur aldrei einn, sem verður einnig framleidd í stúdíói Cyborn í Antwerpen. Í tilkynningu frá GunHil segir að samningurinn taki einnig til fjármögnunar á hluta af myndinni og nemur fjármögnun sem kemur frá Belgíu rúmum...
meira
19.05.2015
Frítt í bíó allan hringinn
Frítt í bíó allan hringinn
Bíó Paradís og Evrópustofa eru nú á hringferð um landið undir yfirskriftinni: "Films on the fringe - Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn." Hringferðin stendur yfir til 26. maí og bíómyndir verða sýndar á sex mismunandi stöðum á landinu, endurgjaldslaust og fyrir alla. Oddný Sen flutti erindi um kvikmyndafræði fyrir börn á undan myndinni Antboy: Rauða...
meira
16.05.2015
Rósalind daðrar á netinu - Fyrsta stikla
Rósalind daðrar á netinu - Fyrsta stikla
Fyrsta stikla í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Webcam er komin út, en í myndinni fylgjumst við með ungri stúlku, Rósalind, sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð "camgirl" og fjallað er um hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. "Ætlarðu þá bara að vera að runka þér í myndavélina...
meira
15.05.2015
Hrútar fá dynjandi lófaklapp í Cannes
Hrútar fá dynjandi lófaklapp í Cannes
Hrútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í dag sem hluti af Un Certain Regard keppninni. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslans segir að fyrir sýningu hafi helstu aðstandendur myndarinnar, þeir Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri, Grímar Jónsson framleiðandi og Sigurður Sigurjónsson og Theodór...
meira
14.05.2015
Ártún valin besta stuttmyndin
Ártún valin besta stuttmyndin
Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni og hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni. SPOT hátíðin fór fram í Árósum í Danmörku frá 30. apríl til 3. maí og Minimalen hátíðin fór fram í Þrándheimi í Noregi frá 22. til 26 apríl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu...
meira
08.05.2015
Íslensk partýstúlka hjá Wachowski systkinum
Íslensk partýstúlka hjá Wachowski systkinum
Fyrsta stiklan er komin úr nýrri sjónvarpsseríu, Sense8, sem Wachowski systkinin ( The Matrix ) hafa gert fyrir Netflix vídeóleiguna bandarísku. Þættirnir voru að hluta til teknir hér á landi á þessu ári og því síðasta. Í þáttunum koma við sögu fjölþjóðlegar persónur; íslensk partýstelpa, Þjóðverji sem brýtur upp peningaskápa, mexíkóskur sápuóperufoli,...
meira
06.05.2015
Hrútarnir skornir - Fyrsta stikla!
Hrútarnir skornir - Fyrsta stikla!
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, var frumsýnd á vef kvikmyndaritsins Variety í dag, en í stiklunni sjáum við bræðurna, bændurna og nágrannana, sem talast ekki við, Gumma og Kidda, sem leiknir eru af Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni. Þeir eru sauðfjárbændur, en eins og sést í stiklunni kemur upp riðuveiki og skera þarf...
meira
05.05.2015
Vafasamar ákvarðanir í Pale Star - Tökum lokið!
Vafasamar ákvarðanir í Pale Star - Tökum lokið!
Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir. Í tilkynningu segir að Pale Star sé fjármögnuð af skoska kvikmyndasjóðnum...
meira
05.05.2015
Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga
Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga
Frítt verður í bíó í dag kl. 19.30 - 22.00 í Háskólabíói, á heimildarmyndina Áhugamál Íslendinga, sem framleidd er af Fjórfilmu í samstarfi við Evrópu unga fólksins. Í myndinni er fylgst með ungum Íslendingum stunda áhugamálin sín sem eru hestamennska, siglingar, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennska. Myndin er 64 mínútur, samansett úr 5 pörtum...
meira
04.05.2015
Albatross söfnun að ljúka - sjáðu fyrstu stiklu!
Albatross söfnun að ljúka - sjáðu fyrstu stiklu!
Fyrsta sýnishornið úr nýrri íslenskri kvikmynd, Albatross, er komið út, en framleiðandi myndarinnar er Flugbeittur kuti og leikstjóri er Snævar Sölvason. Í tilkynningu frá framleiðendum segir að nú stefni í að myndin verði sú fyrsta sem fjármögnuð verður í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina fund, en áhugasamir geta smellt hér og tryggt sér miða...
meira
03.05.2015
Evrópsk kvikmyndahátíð ferðast um landið
Evrópsk kvikmyndahátíð ferðast um landið
Blásið hefur verið til evrópskra kvikmyndahátíð í Reykjavík í þrígang og nú síðast á Stockfish – Evrópskri kvikmyndahátíð 2015 sem haldin var í Bíó Paradís í febrúar síðastliðnum. Nú í annað sinn fer hátíðin allan hringinn, en farið verður á sex staði víðsvegar um land. Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð en...
meira
30.04.2015
Kurt Cobain í Bíó Paradís
Kurt Cobain í Bíó Paradís
Útvarpsþátturinn Straumur á X-inu 977 og Bíó Paradís kynna sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck næsta laugardag þann 2. maí klukkan 20:00 í Bíó Paradís. Upplifðu lífsreynslu, list og hug Kurt Cobain líkt og aldrei fyrr í þessari mögnuðu heimildamynd. Leikstjórinn Brett Morgen blandar saman sjónlist og tónlist á persónulegan hátt...
meira
29.04.2015
Safnað fyrir bættu aðgengi
Safnað fyrir bættu aðgengi
Söfnun er hafin á síðu Karolinafund sem hefur það markmið að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís. Söfnunin felst í sölu aðgöngumiða og korta á sýningar Bíó Paradísar og er hægt að velja um marga möguleika til að styrkja málefnið, allt frá því að kaupa miða fyrir tvo á eina sýningu upp í tíu ára árskort í Bíó Paradís. Bíó...
meira
25.04.2015
Fúsi valin best í New York
Fúsi valin best í New York
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, var valin besta myndin á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð, sem nú stendur yfir í New York. Dagur Kári hlaut einnig verðlaun fyrir besta handrit og Gunnar Jónsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki. Þetta kemur fram á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Fúsi tók þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar....
meira
24.04.2015
12 nýjar íslenskar myndir í ár?
12 nýjar íslenskar myndir í ár?
Vikuritið Fréttatíminn greinir frá því í dag að útlit sé fyrir metár í frumsýningum á íslenskum myndum nú í ár, en allt að 12 myndir gætu ratað í bíó áður en árið er á enda. "Þegar hafa bíógestir getað séð Fúsa eftir Dag Kára Pétursson, Austur eftir Jón Atla Jónasson og Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson, sem reyndar var frumsýnd í sjónvarpi,"...
meira
23.04.2015
300 gestir á Filmunni
300 gestir á Filmunni
Kvikmyndahátíðin Filman, sem Frístundamiðstöðin Miðberg í Breiðholti stóð fyrir, var haldin í Sambíóunum Álfabakka í gær, miðvikudaginn 22. apríl, en hátíðin var hluti af barnamennningarhátíð í Reykjavík. Á hátíðinni voru sýndar stuttmyndir sem börn í 3.  - 4. bekk á frístundaheimilum í Breiðholti höfðu skrifað handrit að og síðan tekið...
meira
22.04.2015
Af hverju að vera elskuð af einum ... Nýtt Webcam plakat!
Af hverju að vera elskuð af einum ... Nýtt Webcam plakat!
Nýtt plakat kom út í morgun fyrir nýja íslenska kvikmynd, Webcam, sem fjallar um unga stúlku sem fer að bera sig fyrir framan vefmyndavél, eða eins og segir í texta á plakatinu; "Til hvers að vera elskuð af einum, þegar þú getur verið dáð af þúsundum." Myndin verður frumsýnd síðar á árinu. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson og...
meira