Eldri fréttir

20.10.2014
Borgríki 2 á toppnum
Borgríki 2 á toppnum
Spennumyndin Borgríki 2 - Blóð hraustra manna trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni.Með helstu hlutverk...
meira
18.10.2014
Nýtt plakat og hópfjármögnun fyrir Rimla
Nýtt plakat og hópfjármögnun fyrir Rimla
Hópfjármögnunarsíðan Karolina Fund er vinsæl meðal listamanna sem vantar hjálp við að hrinda hugmyndum í framkvæmd, og á síðunni má finna margskonar áhugaverð verkefni sem hægt er að styrkja. Kvikmyndagerðarmenn eru þar ekki undanskildir, og nú nýverið hófst til dæmis söfnun fyrir stuttmyndinni Rimlar, en á dögunum sýndum við nýja stiklu úr myndinni hér...
meira
14.10.2014
Alþjóðleg haustdagskrá í Bíó Paradís
Alþjóðleg haustdagskrá í Bíó Paradís
Myndirnir sem sýndar verða í Bíó Paradís í haust eiga það allar sameiginlegt að hafa slegið í gegn og unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims á undanförnum mánuðum. Um er að ræða Óskarsframlög frá Svíþjóð, Tyrklandi, Rússlandi, Ungverjalandi, Kanada og Ítalíu. Fyrst ber að nefna kvikmyndina Turist eftir Ruben Östlund sem vann til...
meira
13.10.2014
Nýtt sýnishorn úr Hreinum Skildi
Nýtt sýnishorn úr Hreinum Skildi
Nýtt sýnishorn úr íslensku gamanþáttunum Hreinn Skjöldur var opinberað fyrir stuttu. Steinþór Hróar Steinþórsson leikur titlhlutverkið í þáttunum og meðal þeirra sem fara með aukahlutverk eru Pétur Jóhann Sigfússon, Saga Garðarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Þorsteinn Guðmundsson. Þættirnir eru samstarfsverkefni Steinþórs, Ágústar Bents Sigbertssonar...
meira
12.10.2014
Svartir Sunnudagar snúa aftur
Svartir Sunnudagar snúa aftur
Svartir Sunnudagar snúa aftur í vetur með tvöfaldar sýningar en þeir hefja leikinn sunnudaginn 12. október, en þá verða Barbarella og Danger: Diabolik á dagskrá. Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) stofnuðu kult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, munu standa fyrir kvikmyndasýningum í Bíó Paradís í vetur. Síðasti vetur...
meira
12.10.2014
Kolsvört styrkjalaus mynd - Ný stikla
Kolsvört styrkjalaus mynd - Ný stikla
Ný stikla er komin út fyrir nýja íslenska kvikmynd, Ísabella. Myndin, sem er eftir Sigurð Anton Friðþjófsson, sem bæði skrifar handrit og leikstýrir, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 29. október nk. en sýningin verður jafnframt eina sýning myndarinnar. Sigurður segir í stuttu spjalli við kvikmyndir.is að myndin sé sjálfstæð framleiðsla og gerð án...
meira
11.10.2014
Vikingr gæti orðið risafjárfesting
Vikingr gæti orðið risafjárfesting
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að kvikmyndin Vikingr sem Universal kvikmyndaverið keypti af honum, og verður tekin hér á landi, gæti orðið stærsta fjárfesting á Íslandi eftir hrun. Baltasar sagði í fréttum RÚV að bæði myndu margir íslenskir leikarar koma við sögu í myndinni, sem og stór erlend nöfn. Hann nefndi sem dæmi um hve fjárfrek myndi...
meira
08.10.2014
Universal framleiðir víkingamynd Baltasars
Universal framleiðir víkingamynd Baltasars
Framleiðslufyrirtækið Universal Studios hefur tryggt sér réttinn á kvikmynd Baltasars Kormáks, Vikingr, en myndin hefur verið í vinnslu í tæpan áratug. Baltasar skrifar handritið að myndinni ásamt Ólafi Agli Egilssyni, en myndin á að gerast gerast á Íslandi og er byggð á gömlum íslenskum víkingasögum. Baltasar hefur áður unnið með Universal Studios að myndunum...
meira
08.10.2014
Styttist í Northern Wave
Styttist í Northern Wave
Kvikmyndahátiðin Northern Wave verður haldin í 7. sinn í Grundarfirði í næstu viku, helgina 17.-19. október. Alls verða 13 íslenskar og 35 erlendar stuttmyndir sýndar á hátíðinni auk 12 íslenskra tónlistarmyndbanda. ,,Þar til í fyrra var hátíðin alltaf í byrjun mars en svo skyndilega fór Grundarfjörður að fyllast af túristum þegar að margir tugir, jafnvel...
meira
07.10.2014
Baltasar leikstýrir myndinni um Höfðafundinn
Baltasar leikstýrir myndinni um Höfðafundinn
Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Baltasar Kormákur leikstýra myndinni um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sem átti sér stað í Höfða árið 1986. Eins og flestir vita þá átti fundurinn að leiða til sátta milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á hápunkti kalda stríðsins og var m.a. rætt um leiðir til að fækka kjarna­vopn­um í heim­in­um. Leikstjórar...
meira
06.10.2014
Stærsta opnun á hryllingsmynd á Íslandi
Stærsta opnun á hryllingsmynd á Íslandi
Hryllingsmyndin Annabelle frá James Wan, sem gerði m.a. The Conjuring, er vinsælasta myndin á Íslandi í dag auk þess sem þetta er stærsta opnun á hryllingsmynd fyrr og síðar hérlendis. Myndin skákar þar með myndum á borð við The Blair Witch Project, Scream og The Conjuring sem var fram til þessa stærsta myndin í þessum flokki hérlendis. Annabelle er forveri The...
meira
05.10.2014
Sorg hjá ungu pari - Ný stikla úr Rimlum
Sorg hjá ungu pari - Ný stikla úr Rimlum
Ný stikla er komin út fyrir stuttmyndina Rimlar eftir Natan Jónsson, sem er bæði leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar fyrir næstu jól. Sagan segir frá ungu pari sem á von á sínu fyrsta barni. Því miður fer allt á versta veg í fæðingunni og eftir sitja þau með brostna drauma sína. Missirinn tekur mikið á sálarlífið...
meira
05.10.2014
Íslensk áhugamál á YouTube
Íslensk áhugamál á YouTube
Heimildamyndin Áhugamál Íslendinga er nú aðgengileg öllum Íslendingum á myndbandavefnum YouTube, en myndin er gerð af fjórum ungum konum, þeim Birgittu Sigursteinsdóttur, Erlu Filipíu Haraldsdóttur, Guðrúnu Johnson og Þórgunni Önnu Ingimundardóttur, en saman kalla þær sig Fjórfilma. Myndin hefur verið í vinnslu í rúmlega eitt og hálft ár og er unnin í...
meira
02.10.2014
Leita að ungum leikurum fyrir stuttmynd
Leita að ungum leikurum fyrir stuttmynd
Tökur á stuttmyndinni Ein af þeim eru áætlaðar í janúar á næsta ári. Ragnheiður Erlingsdóttir og Eva Sigurðardóttir framleiða myndina fyrir hönd Askja Films og um þessar mundir stendur leit að ungu hæfileikafólki til þess að leika í myndinn. Leitast er eftir stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára Myndin fjallar um Soffíu, 14 ára stelpu,...
meira
02.10.2014
Ný stikla úr Borgríki 2
Ný stikla úr Borgríki 2
Ný stikla úr íslensku spennumyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna var frumsýnd í dag. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Með helstu hlutverk í myndinni fara Ingvar Eggert Sigurðsson, Hilmir...
meira
01.10.2014
,,Gífurlega spennandi heimur''
,,Gífurlega spennandi heimur''
Íslenska spennumyndin Borgríki II - Blóð hraustra manna verður frumsýnd þann 17. október næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki sem kom út árið 2011 og er eftir leikstjórann Olaf de Fleur, en hann skrifar handrit myndarinnar ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. ,,Þeir sem sáu fyrstu myndinna geta búist við að sjá meira af karakterunum sem þeir...
meira
28.09.2014
Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi
Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi
Á þriðjudaginn næstkomandi verða sýndar sjö stuttmyndir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Athygli vekur hversu mikil aukning er á kvenkyns leikstjórum, en konur eru með helminginn af þeim myndum sem sýndar eru í íslenska stuttmyndapakkanum á hátíðinni. ,,Kvenfyrirmyndir í kvikmyndagerð eru mikilvægar og þeim er að fjölga með velgengni...
meira
27.09.2014
Afinn lofaður í Moggadómi
Afinn lofaður í Moggadómi
Ný íslensk kvikmynd Afinn, eftir Bjarna Hauk Þórsson, sem frumsýnd var fyrr í vikunni, fær góða dóma í Morgunblaðinu í dag. Í myndinni, sem byggist á samnefndu leikriti, er sagt frá Guðjóni, sem Sigurður Sigurjónsson leikur, sem lifað hefur öruggu lífi, menntast, kvænst og átt börn, verið í góðri vinnu og átt almennt gott líf. En þegar eftirlaunaaldur blasir...
meira
27.09.2014
Íslenskar stuttmyndir í brennidepli
Íslenskar stuttmyndir í brennidepli
Fimm íslenskar stuttmyndir voru sýndar fyrir fullum sal í Tjarnarbíó á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í kvöld. Alls verða 20 innlendar stuttmyndir sýndar á hátíðinni í þremur lotum. Athygli vakti að kvenkyns leikstjórar voru í meirihluta og var alls þremur myndum af fimm leikstýrt af konum í fyrstu lotu. Fyrsta myndin sem sýnd var ber heitið...
meira
25.09.2014
Morð á friðsælasta stað í heimi
Morð á friðsælasta stað í heimi
Tökur á bresku spennuþáttunum Fortitude stóðu á Reyðarfirði með hléum frá janúar sl. og fram á sumar. Þættirnir eiga að gerast á Svalbarða þar sem engir alvarlegir glæpir hafa átt sér stað, þar til nú. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Stanley Tucci, Sofie Gråbøl og Christopher Eccleston. Íslenski leikarinn Björn Hlynur Haraldsson fer einnig með hlutverk...
meira
24.09.2014
Salóme valin besta norræna heimildamyndin
Salóme valin besta norræna heimildamyndin
Salóme undir leikstjórn Yrsu Roca Fannberg var valin besta norræna heimildamyndin á Nordisk Panorama stutt- og heimildamyndahátíðinni í Malmö. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk heimildamynd hlýtur þessi verðlaun á hátíðinni. Salóme er sérstaklega persónuleg heimildamynd sem fjallar um Salóme Herdísi Fannberg veflistakonu, sem er jafnframt móðir leikstjórans....
meira
23.09.2014
Vonarstræti framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna
Vonarstræti framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Vonarstræti mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða Akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór...
meira
21.09.2014
Ást í Smáralind
Ást í Smáralind
Er hægt að pína fólk til að verða ástfangið? Magnús Thoroddsen Ívarsson spyr þessarar spurningar í mynd sinni Verslunarmiðstöðva ást, sem er útskriftarverkefni hans úr Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin er tæplega 15 mínútna löng og fjallar um stelpu og strák sem vinna í Smáralindinni og hafa lengi rennt hýru auga til hvors annars. En sjón er sögu ríkari, kíktu...
meira
17.09.2014
Ólafur Darri og Neeson saman í mynd
Ólafur Darri og Neeson saman í mynd
Spennumyndin A Walk Among the Tombstones verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn næsta, þann 19. september, en þar leiða saman hesta sína þeir Ólafur Darri Ólafsson og Liam Neeson, sem leikur aðalhlutverkið. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu kitlu hér fyrir neðan þar sem Ólafur, í hlutverki Loogan, hótar...
meira
15.09.2014
Sýnishorn úr stuttmyndinni 'Sól'
Sýnishorn úr stuttmyndinni 'Sól'
Fyrsta sýnishornið úr stuttmyndinni Sól var sett á vefinn í dag. Myndin fjallar um unga konu sem er að safna sér fyrir námi erlendis. Hún er meðvirkt peð eldri systur sinnar, Bríetar sem leigir Sól út sem „mennskan boxpúða" til að veita útrás og fullnægja blæti ýmissa skuggalegra karla. Myndin endar með blóðugu uppgjöri milli systranna. Myndinni er leikstýrt...
meira
11.09.2014
Verðlaunamynd Roy Andersson verður sýnd á RIFF
Verðlaunamynd Roy Andersson verður sýnd á RIFF
Kvikmynd sænska leikstjórans Roy Andersson, En duva satt på en gren och funderade på tillvaron (A Pigeon Sat on a Branch Reflecting on Existence) verður sýnd á RIFF í ár. Myndin hlaut Gyllta ljónið á 71. kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir stuttu og samanstendur af 39 stuttum atriðum sem sum eru bráðfyndin og önnur angurvær. Andersson er oft líkt við einhverskonar...
meira
11.09.2014
'Land Ho!' opnunarmynd RIFF
'Land Ho!' opnunarmynd RIFF
Bandarísk/íslenska kvikmyndin Land Ho! verður opnunarmynd RIFF sem sett verður í Háskólabíói 25. september nk. Um er að ræða vegamynd í léttum dúr sem fjallar um tvo roskna vini og ferðalag þeirra fyrst um Reykjavík þar sem næturlífið er skoðað og svo er farið vítt og breytt um Ísland. Myndin er að mestu tekin upp hér á landi. Kvikmyndin hefur fengið afbragðsdóma...
meira
09.09.2014
Ný kitla úr Hrauninu
Ný kitla úr Hrauninu
Fyrsti þátturinn úr sakamálaþáttunum Hraunið með Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverki, verður sýndur á RÚV þann 28. september. Þættirnir eru framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu árið 2011. Hraunið fjallar um dularfullt mál sem snýr að auðmanni sem finnst látinn í sumarbústaði sínum á Snæfellsnesi.  Helgi Marvin (Björn Hlynur) rannsóknarlögreglumaður...
meira
07.09.2014
Kvikmyndafræðsla fer ört stækkandi
Kvikmyndafræðsla fer ört stækkandi
Bíó Paradís stendur fyrir kvikmyndafræðslu fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins. Kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen mun sjá um að fræða nemendur um kvikmyndir af ýmsum toga. ,,Áhuginn hefur vaxið og kennarar eru fljótir að grípa tækifærin. Það eru tæp fjögur ár síðan átakinu var hleypt af stokkunum og margir grunnskólanemendur...
meira
07.09.2014
Vonarstræti og Sá önugi fá góðar viðtökur á TIFF
Vonarstræti og Sá önugi fá góðar viðtökur á TIFF
Íslendingar eiga sína fulltrúa á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, en myndin Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem heitir Life In a Fishbowl á ensku, var frumsýnd þar í fyrrakvöld. Auk þess er finnska myndin The Grump eftir Dome Karukoski sýnd á hátíðinni en framleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp, auk þess sem Hilmar Örn...
meira