Eldri fréttir

22.11.2014
Frí Heild á Netinu í dag
Frí Heild á Netinu í dag
Í dag, laugardaginn 22. nóvember, gefst fólki kostur á að sjá heimildarmyndina Heild á Vimeo On Demand, en einnig er hægt að kaupa myndina þar á sama stað og niðurhala henni. Í frétt frá framleiðanda myndarinnar, TrailerPark Studios, segir að eftir tvær vikur verði myndin svo fáanleg á heimasíðu myndarinnar í DVD formi auk þess sem hún verður fáanleg...
meira
18.11.2014
Guðmundur Arnar sankar að sér verðlaunum
Guðmundur Arnar sankar að sér verðlaunum
Tvær stuttmyndir undir leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Ártún og Hvalfjörður hlutu verðlaun um nýliðna helgi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ártún hlaut aðalverðlaun stuttmyndahátíðarinnar Brest European Short Film Festival, sem fram fór í Brest í Frakklandi. Dómnefnd hátíðarinnar var einróma í ákvörðun sinni....
meira
09.11.2014
Farðu sjálf/ur í ormagöng
Farðu sjálf/ur í ormagöng
Það er einfaldara en maður heldur að fara sjálfur í heimsókn til þeirrar fjarlægu ísplánetu sem söguhetjurnar í nýjustu mynd Christopher Nolan, Interstellar, fara til í gegnum ormagöng í geimnum. Nóg er að setjast upp í bíl og keyra í átt að Svínafellsjökli eins og CNN Travel bendir á í ítarlegri úttekt sinni á ekki aðeins tökustað Interstellar hér á landi,...
meira
03.11.2014
Vonarstræti vinnur aðalverðlaunin í Lübeck
Vonarstræti vinnur aðalverðlaunin í Lübeck
Vonarstræti eftir Baldvin Z hlaut aðalverðlaunin á Norrænum kvikmyndadögum sem haldnir eru árlega í Lübeck, Þýskalandi.  Þorsteinn Bachmann, einn aðalleikara Vonarstrætis, veitti verðlaununum viðtöku. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Kviðkmyndamiðstöð Íslands. Dómnefndin var afar hrifin af leikurum Vonarstrætis og sagði meðal annars: "The originality...
meira
03.11.2014
Sveppi og félagar slá aðsóknarmet
Sveppi og félagar slá aðsóknarmet
Fjórða myndin um Sveppa og félaga Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum sló rækilega í gegn um helgina. Opnunarhelgi myndarinnar var sú stærsta á árinu 2014 og önnur stærsta opnunin heilt yfir á íslenskri kvikmynd. Kvikmyndin hlaut frábæra aðsókn um allt land og á landsbyggðinni féllu einnig nokkur met. Myndin er með stærstu opnunarmyndar í Selfossbíó, Bíóhöll...
meira
31.10.2014
Vildu ekki drepa neinn
Vildu ekki drepa neinn
Það er greinilegt að aðstandendur og leikarar í bresku spennuþáttunum Fortitude hafi notið dvalarinnar í botn hér á landi, því í nýju og lengra myndbandi en við höfum séð áður frá tökum þáttanna, er fjallað sérstaklega um Ísland sem tökustað, og farið fögrum orðum um landið okkar. Tökur þáttanna fóru fram á Reyðarfirði með hléum frá janúar...
meira
30.10.2014
Fyrsta íslenska myndin um uppvakninga
Fyrsta íslenska myndin um uppvakninga
Kvikmyndin Zombie Island er fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem fjallar um uppvakninga. Vinnsla myndarinnar hefur staðið yfir í nokkurn tíma en tökur fóru fram um mitt árið 2012 víðsvegar um Reykjanesið. Myndin segir frá minnislausum manni. Hann kemur inn í samfélag sem sýkt er af veiru sem breytir fólki í uppvakninga. Hann slæst í för með eftirlifendum...
meira
29.10.2014
Fjórða Sveppamyndin frumsýnd á föstudaginn
Fjórða Sveppamyndin frumsýnd á föstudaginn
Sveppi, Villi og Gói eru komnir aftur í fjórðu myndinni um ævintýri Sveppa og félaga. Fyrri myndirnar þrjár vöktu mikla lukku meðal yngri bíóunenda og sú fjórða mun ekki svíkja þau. Fyrir utan Sveppa, Villa og Góa fara Hilmir Snær Guðnason, Anna Svava Knútsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þórunn Erna Clausen ásamt fleirum með helstu hlutverk. Vinirnir...
meira
29.10.2014
'Hross í oss' hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs
'Hross í oss' hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs
Benedikt Erlingsson, leikstjóri og handritshöfundur, og Friðrik Þór Friðriksson framleiðandi tóku á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs 2014 fyrir myndina Hross í oss við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Norðurlandaráði. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru...
meira
28.10.2014
Áhugi sem þróaðist yfir í þráhyggju
Áhugi sem þróaðist yfir í þráhyggju
Íslenska hryllingsmyndin Grafir og Bein verður frumsýnd þann 31. október næstkomandi. Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverkin ásamt Elvu Maríu Birgisdóttur. Anton Sigurðsson leikstýrir og er þetta hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Anton hefur áður leikstýrt stuttmyndum og gerði hann m.a. samnefnda stuttmynd sem byggði á sama...
meira
26.10.2014
Ný sólkerfi á Íslandi
Ný sólkerfi á Íslandi
Eyðilendi á Íslandi er sögusvið nýrrar stuttmyndar eftir pólska leikstjórann Tomek Baginski. Myndin ber heitið Ambition og fjallar um meistara og lærling sem búa yfir kröftum sem gera þeim kleift að skapa ný sólkerfi. Game of Thrones-leikarinn Aidan Gillen fer með hlutverk meistarans og hin unga og efnilega leikkona Aisling Franciosi fer með hlutverk lærlingsins. Myndin...
meira
23.10.2014
Ártún vann Gullna Skjöldinn
Ártún vann Gullna Skjöldinn
Ártún, stuttmynd undir leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hefur verið valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hlaut að launum verðlaunagripinn Gullna Skjöldinn (e. the Gold Plaque). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ártún hefur þegar verið boðið til þátttöku á fjölda erlendra...
meira
20.10.2014
Borgríki 2 á toppnum
Borgríki 2 á toppnum
Spennumyndin Borgríki 2 - Blóð hraustra manna trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni.Með helstu hlutverk...
meira
18.10.2014
Nýtt plakat og hópfjármögnun fyrir Rimla
Nýtt plakat og hópfjármögnun fyrir Rimla
Hópfjármögnunarsíðan Karolina Fund er vinsæl meðal listamanna sem vantar hjálp við að hrinda hugmyndum í framkvæmd, og á síðunni má finna margskonar áhugaverð verkefni sem hægt er að styrkja. Kvikmyndagerðarmenn eru þar ekki undanskildir, og nú nýverið hófst til dæmis söfnun fyrir stuttmyndinni Rimlar, en á dögunum sýndum við nýja stiklu úr myndinni hér...
meira
14.10.2014
Alþjóðleg haustdagskrá í Bíó Paradís
Alþjóðleg haustdagskrá í Bíó Paradís
Myndirnir sem sýndar verða í Bíó Paradís í haust eiga það allar sameiginlegt að hafa slegið í gegn og unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims á undanförnum mánuðum. Um er að ræða Óskarsframlög frá Svíþjóð, Tyrklandi, Rússlandi, Ungverjalandi, Kanada og Ítalíu. Fyrst ber að nefna kvikmyndina Turist eftir Ruben Östlund sem vann til...
meira
13.10.2014
Nýtt sýnishorn úr Hreinum Skildi
Nýtt sýnishorn úr Hreinum Skildi
Nýtt sýnishorn úr íslensku gamanþáttunum Hreinn Skjöldur var opinberað fyrir stuttu. Steinþór Hróar Steinþórsson leikur titlhlutverkið í þáttunum og meðal þeirra sem fara með aukahlutverk eru Pétur Jóhann Sigfússon, Saga Garðarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Þorsteinn Guðmundsson. Þættirnir eru samstarfsverkefni Steinþórs, Ágústar Bents Sigbertssonar...
meira
12.10.2014
Svartir Sunnudagar snúa aftur
Svartir Sunnudagar snúa aftur
Svartir Sunnudagar snúa aftur í vetur með tvöfaldar sýningar en þeir hefja leikinn sunnudaginn 12. október, en þá verða Barbarella og Danger: Diabolik á dagskrá. Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) stofnuðu kult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, munu standa fyrir kvikmyndasýningum í Bíó Paradís í vetur. Síðasti vetur...
meira
12.10.2014
Kolsvört styrkjalaus mynd - Ný stikla
Kolsvört styrkjalaus mynd - Ný stikla
Ný stikla er komin út fyrir nýja íslenska kvikmynd, Ísabella. Myndin, sem er eftir Sigurð Anton Friðþjófsson, sem bæði skrifar handrit og leikstýrir, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 29. október nk. en sýningin verður jafnframt eina sýning myndarinnar. Sigurður segir í stuttu spjalli við kvikmyndir.is að myndin sé sjálfstæð framleiðsla og gerð án...
meira
11.10.2014
Vikingr gæti orðið risafjárfesting
Vikingr gæti orðið risafjárfesting
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að kvikmyndin Vikingr sem Universal kvikmyndaverið keypti af honum, og verður tekin hér á landi, gæti orðið stærsta fjárfesting á Íslandi eftir hrun. Baltasar sagði í fréttum RÚV að bæði myndu margir íslenskir leikarar koma við sögu í myndinni, sem og stór erlend nöfn. Hann nefndi sem dæmi um hve fjárfrek myndi...
meira
08.10.2014
Universal framleiðir víkingamynd Baltasars
Universal framleiðir víkingamynd Baltasars
Framleiðslufyrirtækið Universal Studios hefur tryggt sér réttinn á kvikmynd Baltasars Kormáks, Vikingr, en myndin hefur verið í vinnslu í tæpan áratug. Baltasar skrifar handritið að myndinni ásamt Ólafi Agli Egilssyni, en myndin á að gerast gerast á Íslandi og er byggð á gömlum íslenskum víkingasögum. Baltasar hefur áður unnið með Universal Studios að myndunum...
meira
08.10.2014
Styttist í Northern Wave
Styttist í Northern Wave
Kvikmyndahátiðin Northern Wave verður haldin í 7. sinn í Grundarfirði í næstu viku, helgina 17.-19. október. Alls verða 13 íslenskar og 35 erlendar stuttmyndir sýndar á hátíðinni auk 12 íslenskra tónlistarmyndbanda. ,,Þar til í fyrra var hátíðin alltaf í byrjun mars en svo skyndilega fór Grundarfjörður að fyllast af túristum þegar að margir tugir, jafnvel...
meira
07.10.2014
Baltasar leikstýrir myndinni um Höfðafundinn
Baltasar leikstýrir myndinni um Höfðafundinn
Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Baltasar Kormákur leikstýra myndinni um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sem átti sér stað í Höfða árið 1986. Eins og flestir vita þá átti fundurinn að leiða til sátta milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á hápunkti kalda stríðsins og var m.a. rætt um leiðir til að fækka kjarna­vopn­um í heim­in­um. Leikstjórar...
meira
06.10.2014
Stærsta opnun á hryllingsmynd á Íslandi
Stærsta opnun á hryllingsmynd á Íslandi
Hryllingsmyndin Annabelle frá James Wan, sem gerði m.a. The Conjuring, er vinsælasta myndin á Íslandi í dag auk þess sem þetta er stærsta opnun á hryllingsmynd fyrr og síðar hérlendis. Myndin skákar þar með myndum á borð við The Blair Witch Project, Scream og The Conjuring sem var fram til þessa stærsta myndin í þessum flokki hérlendis. Annabelle er forveri The...
meira
05.10.2014
Sorg hjá ungu pari - Ný stikla úr Rimlum
Sorg hjá ungu pari - Ný stikla úr Rimlum
Ný stikla er komin út fyrir stuttmyndina Rimlar eftir Natan Jónsson, sem er bæði leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar fyrir næstu jól. Sagan segir frá ungu pari sem á von á sínu fyrsta barni. Því miður fer allt á versta veg í fæðingunni og eftir sitja þau með brostna drauma sína. Missirinn tekur mikið á sálarlífið...
meira
05.10.2014
Íslensk áhugamál á YouTube
Íslensk áhugamál á YouTube
Heimildamyndin Áhugamál Íslendinga er nú aðgengileg öllum Íslendingum á myndbandavefnum YouTube, en myndin er gerð af fjórum ungum konum, þeim Birgittu Sigursteinsdóttur, Erlu Filipíu Haraldsdóttur, Guðrúnu Johnson og Þórgunni Önnu Ingimundardóttur, en saman kalla þær sig Fjórfilma. Myndin hefur verið í vinnslu í rúmlega eitt og hálft ár og er unnin í...
meira
02.10.2014
Leita að ungum leikurum fyrir stuttmynd
Leita að ungum leikurum fyrir stuttmynd
Tökur á stuttmyndinni Ein af þeim eru áætlaðar í janúar á næsta ári. Ragnheiður Erlingsdóttir og Eva Sigurðardóttir framleiða myndina fyrir hönd Askja Films og um þessar mundir stendur leit að ungu hæfileikafólki til þess að leika í myndinn. Leitast er eftir stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára Myndin fjallar um Soffíu, 14 ára stelpu,...
meira
02.10.2014
Ný stikla úr Borgríki 2
Ný stikla úr Borgríki 2
Ný stikla úr íslensku spennumyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna var frumsýnd í dag. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Með helstu hlutverk í myndinni fara Ingvar Eggert Sigurðsson, Hilmir...
meira
01.10.2014
,,Gífurlega spennandi heimur''
,,Gífurlega spennandi heimur''
Íslenska spennumyndin Borgríki II - Blóð hraustra manna verður frumsýnd þann 17. október næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki sem kom út árið 2011 og er eftir leikstjórann Olaf de Fleur, en hann skrifar handrit myndarinnar ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. ,,Þeir sem sáu fyrstu myndinna geta búist við að sjá meira af karakterunum sem þeir...
meira
28.09.2014
Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi
Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi
Á þriðjudaginn næstkomandi verða sýndar sjö stuttmyndir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Athygli vekur hversu mikil aukning er á kvenkyns leikstjórum, en konur eru með helminginn af þeim myndum sem sýndar eru í íslenska stuttmyndapakkanum á hátíðinni. ,,Kvenfyrirmyndir í kvikmyndagerð eru mikilvægar og þeim er að fjölga með velgengni...
meira
27.09.2014
Afinn lofaður í Moggadómi
Afinn lofaður í Moggadómi
Ný íslensk kvikmynd Afinn, eftir Bjarna Hauk Þórsson, sem frumsýnd var fyrr í vikunni, fær góða dóma í Morgunblaðinu í dag. Í myndinni, sem byggist á samnefndu leikriti, er sagt frá Guðjóni, sem Sigurður Sigurjónsson leikur, sem lifað hefur öruggu lífi, menntast, kvænst og átt börn, verið í góðri vinnu og átt almennt gott líf. En þegar eftirlaunaaldur blasir...
meira