Eldri fréttir

23.05.2015
New York Times lofar Hrúta
New York Times lofar Hrúta
Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar sem frumsýnd var á Cannes kvikmyndahátíðinni, er ein af þeim myndum sem greinarhöfundur bandaríska dagblaðsins The New York Times nefnir sem mynd sem hefur heillað gagnrýnendur á hátíðinni. Höfundurinn, Manohla Dargis, segir að gagnrýnendur vilji láta koma sér á óvart í Cannes, og hafi kvartað yfir því að ekki hafi verið of mikið...
meira
22.05.2015
Lói fær 400 milljónir
Lói fær 400 milljónir
Íslenska teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við Belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni LÓI – þú flýgur aldrei einn, sem verður einnig framleidd í stúdíói Cyborn í Antwerpen. Í tilkynningu frá GunHil segir að samningurinn taki einnig til fjármögnunar á hluta af myndinni og nemur fjármögnun sem kemur frá Belgíu rúmum...
meira
19.05.2015
Frítt í bíó allan hringinn
Frítt í bíó allan hringinn
Bíó Paradís og Evrópustofa eru nú á hringferð um landið undir yfirskriftinni: "Films on the fringe - Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn." Hringferðin stendur yfir til 26. maí og bíómyndir verða sýndar á sex mismunandi stöðum á landinu, endurgjaldslaust og fyrir alla. Oddný Sen flutti erindi um kvikmyndafræði fyrir börn á undan myndinni Antboy: Rauða...
meira
16.05.2015
Rósalind daðrar á netinu - Fyrsta stikla
Rósalind daðrar á netinu - Fyrsta stikla
Fyrsta stikla í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Webcam er komin út, en í myndinni fylgjumst við með ungri stúlku, Rósalind, sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð "camgirl" og fjallað er um hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu. "Ætlarðu þá bara að vera að runka þér í myndavélina...
meira
15.05.2015
Hrútar fá dynjandi lófaklapp í Cannes
Hrútar fá dynjandi lófaklapp í Cannes
Hrútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í dag sem hluti af Un Certain Regard keppninni. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslans segir að fyrir sýningu hafi helstu aðstandendur myndarinnar, þeir Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri, Grímar Jónsson framleiðandi og Sigurður Sigurjónsson og Theodór...
meira
14.05.2015
Ártún valin besta stuttmyndin
Ártún valin besta stuttmyndin
Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni og hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni. SPOT hátíðin fór fram í Árósum í Danmörku frá 30. apríl til 3. maí og Minimalen hátíðin fór fram í Þrándheimi í Noregi frá 22. til 26 apríl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu...
meira
08.05.2015
Íslensk partýstúlka hjá Wachowski systkinum
Íslensk partýstúlka hjá Wachowski systkinum
Fyrsta stiklan er komin úr nýrri sjónvarpsseríu, Sense8, sem Wachowski systkinin ( The Matrix ) hafa gert fyrir Netflix vídeóleiguna bandarísku. Þættirnir voru að hluta til teknir hér á landi á þessu ári og því síðasta. Í þáttunum koma við sögu fjölþjóðlegar persónur; íslensk partýstelpa, Þjóðverji sem brýtur upp peningaskápa, mexíkóskur sápuóperufoli,...
meira
06.05.2015
Hrútarnir skornir - Fyrsta stikla!
Hrútarnir skornir - Fyrsta stikla!
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, var frumsýnd á vef kvikmyndaritsins Variety í dag, en í stiklunni sjáum við bræðurna, bændurna og nágrannana, sem talast ekki við, Gumma og Kidda, sem leiknir eru af Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni. Þeir eru sauðfjárbændur, en eins og sést í stiklunni kemur upp riðuveiki og skera þarf...
meira
05.05.2015
Vafasamar ákvarðanir í Pale Star - Tökum lokið!
Vafasamar ákvarðanir í Pale Star - Tökum lokið!
Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir. Í tilkynningu segir að Pale Star sé fjármögnuð af skoska kvikmyndasjóðnum...
meira
05.05.2015
Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga
Frítt í bíó í dag á Áhugamál Íslendinga
Frítt verður í bíó í dag kl. 19.30 - 22.00 í Háskólabíói, á heimildarmyndina Áhugamál Íslendinga, sem framleidd er af Fjórfilmu í samstarfi við Evrópu unga fólksins. Í myndinni er fylgst með ungum Íslendingum stunda áhugamálin sín sem eru hestamennska, siglingar, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennska. Myndin er 64 mínútur, samansett úr 5 pörtum...
meira
04.05.2015
Albatross söfnun að ljúka - sjáðu fyrstu stiklu!
Albatross söfnun að ljúka - sjáðu fyrstu stiklu!
Fyrsta sýnishornið úr nýrri íslenskri kvikmynd, Albatross, er komið út, en framleiðandi myndarinnar er Flugbeittur kuti og leikstjóri er Snævar Sölvason. Í tilkynningu frá framleiðendum segir að nú stefni í að myndin verði sú fyrsta sem fjármögnuð verður í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina fund, en áhugasamir geta smellt hér og tryggt sér miða...
meira
03.05.2015
Evrópsk kvikmyndahátíð ferðast um landið
Evrópsk kvikmyndahátíð ferðast um landið
Blásið hefur verið til evrópskra kvikmyndahátíð í Reykjavík í þrígang og nú síðast á Stockfish – Evrópskri kvikmyndahátíð 2015 sem haldin var í Bíó Paradís í febrúar síðastliðnum. Nú í annað sinn fer hátíðin allan hringinn, en farið verður á sex staði víðsvegar um land. Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð en...
meira
30.04.2015
Kurt Cobain í Bíó Paradís
Kurt Cobain í Bíó Paradís
Útvarpsþátturinn Straumur á X-inu 977 og Bíó Paradís kynna sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck næsta laugardag þann 2. maí klukkan 20:00 í Bíó Paradís. Upplifðu lífsreynslu, list og hug Kurt Cobain líkt og aldrei fyrr í þessari mögnuðu heimildamynd. Leikstjórinn Brett Morgen blandar saman sjónlist og tónlist á persónulegan hátt...
meira
29.04.2015
Safnað fyrir bættu aðgengi
Safnað fyrir bættu aðgengi
Söfnun er hafin á síðu Karolinafund sem hefur það markmið að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís. Söfnunin felst í sölu aðgöngumiða og korta á sýningar Bíó Paradísar og er hægt að velja um marga möguleika til að styrkja málefnið, allt frá því að kaupa miða fyrir tvo á eina sýningu upp í tíu ára árskort í Bíó Paradís. Bíó...
meira
25.04.2015
Fúsi valin best í New York
Fúsi valin best í New York
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, var valin besta myndin á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð, sem nú stendur yfir í New York. Dagur Kári hlaut einnig verðlaun fyrir besta handrit og Gunnar Jónsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki. Þetta kemur fram á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Fúsi tók þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar....
meira
24.04.2015
12 nýjar íslenskar myndir í ár?
12 nýjar íslenskar myndir í ár?
Vikuritið Fréttatíminn greinir frá því í dag að útlit sé fyrir metár í frumsýningum á íslenskum myndum nú í ár, en allt að 12 myndir gætu ratað í bíó áður en árið er á enda. "Þegar hafa bíógestir getað séð Fúsa eftir Dag Kára Pétursson, Austur eftir Jón Atla Jónasson og Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson, sem reyndar var frumsýnd í sjónvarpi,"...
meira
23.04.2015
300 gestir á Filmunni
300 gestir á Filmunni
Kvikmyndahátíðin Filman, sem Frístundamiðstöðin Miðberg í Breiðholti stóð fyrir, var haldin í Sambíóunum Álfabakka í gær, miðvikudaginn 22. apríl, en hátíðin var hluti af barnamennningarhátíð í Reykjavík. Á hátíðinni voru sýndar stuttmyndir sem börn í 3.  - 4. bekk á frístundaheimilum í Breiðholti höfðu skrifað handrit að og síðan tekið...
meira
22.04.2015
Af hverju að vera elskuð af einum ... Nýtt Webcam plakat!
Af hverju að vera elskuð af einum ... Nýtt Webcam plakat!
Nýtt plakat kom út í morgun fyrir nýja íslenska kvikmynd, Webcam, sem fjallar um unga stúlku sem fer að bera sig fyrir framan vefmyndavél, eða eins og segir í texta á plakatinu; "Til hvers að vera elskuð af einum, þegar þú getur verið dáð af þúsundum." Myndin verður frumsýnd síðar á árinu. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson og...
meira
16.04.2015
Spurt og svarað á Norræni kvikmyndahátíð
Spurt og svarað á Norræni kvikmyndahátíð
Norræn kvikmyndahátíð í Norræna húsinu hófst í gær og stendur til 22. apríl. Frítt er inn á allar myndirnar og eru flestar myndir með enskum texta. Helstu stjörnur norrænnar kvikmyndagerðar sækja hátíðina heim í ár, þar á meðal einn aðalleikara dönsku þáttaraðarainnar 1864, Jakob Oftebro. Hann er norskur en menntaður í Danmörku og er jafnvígur á bæði...
meira
16.04.2015
Hrútar valin úr 4.000 myndum
Hrútar valin úr 4.000 myndum
Hrútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar, samkvæmt tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Myndin var í hópi 20 mynda sem valdar voru úr 4.000 innsendum myndum.   "Cannes kvikmyndahátíðin er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, svokölluð...
meira
08.04.2015
Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun
Reykjavík Shorts & Docs hefst á morgun
Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í 13. sinn í Bíó Paradís dagana 9.-12. apríl. Auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Heimildarmyndir verða í brennidepli rétt eins og áður á hátíðinni og má þar helst nefna Óskarsverðlaunamyndina CitizenFour...
meira
02.04.2015
Leyndarmál banka upp á - Fyrsta stikla úr Blóðbergi
Leyndarmál banka upp á - Fyrsta stikla úr Blóðbergi
Ný íslensk kvikmynd, Blóðberg, verður forsýnd á Stöð 2 á Páskadag, 5. apríl. Myndin er í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar sem einnig skrifar handritið. Myndin fer svo í almennar sýningar í Sambíóunum 10. apríl. Eins og segir í til­kynn­ingu þá fjall­ar mynd­in um hina hefðbundnu ís­lensku fjöl­skyldu sem á yf­ir­borðinu er nán­ast full­kom­in....
meira
29.03.2015
Ný íslensk gamanmynd
Ný íslensk gamanmynd
Gamanmyndin Albatross var tekin upp í Bolungarvík sumarið 2013 af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Öllum tökum er lokið og þarf nú að fara með hana í gegnum kostnaðarsamt eftirvinnsluferli sem fjármagna á í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Markmiðið er sett á tuttugu þúsund...
meira
19.03.2015
Big Lebowski Fest í níunda sinn
Big Lebowski Fest í níunda sinn
Árlega hittast aðdáendur hinnar sívinsælu myndar, The Big Lebowski, á Íslandi til þess að dást að myndinni og styrkja vinabönd á milli aðdáenda. Margir hverjir mæta í sloppum til heiðurs persónunni "The Dude" og sumir hverjir mæta með klút um höfuðið líkt og persónan Walter Sobchack. Hin árlega Big Lebowski Fest verður haldin í 9. sinn laugardagskvöldið...
meira
15.03.2015
Barnakvikmyndahátíð í þriðja sinn
Barnakvikmyndahátíð í þriðja sinn
Dagana 19.-29. mars verður Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík haldin í þriðja skiptið í Bíó Paradís. Þar kennir ýmissa grasa og margt skemmtilegt verður í boði. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við því eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár. Hátíðin mun í...
meira
11.03.2015
Gerði stuttmynd um bræður
Gerði stuttmynd um bræður
Kvikmyndagerðarmaðurinn Þórður Pálsson útskrifaðist úr National Film and Television School (NFTS) í Bretlandi af leikstjórnarbraut í síðasta mánuði. Skólinn hefur oft verið nefndur einn af betri kvikmyndaskólum í heimi og valdi tímaritið The Hollywood Reporter t.a.m. NFTS besta aljóðlega kvikmyndaskólann. Þórður hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands vorið...
meira
09.03.2015
Urna hlaut Örvarpann
Urna hlaut Örvarpann
Örmyndahátíð Örvarpsins, í samstarfi við Rúv, Nýherja og Bíó Paradís, var haldin hátíðleg laugardaginn 7. mars n.k. í Bíó Paradís. Þetta er annað tímabil hátíðarinnar, en um er að ræða 12 mjög fallegar og áhrifaríkar örmyndir sem voru valdar inn á hátíðina í haust af Björgu Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkonu og Guðmundi Arnari Guðmundssyni kvikmyndagerðarmanni....
meira
05.03.2015
Allt um minnstu mynt í heimi
Allt um minnstu mynt í heimi
Íslenska krónan er ný íslensk heimildarmynd sem frumsýnd verður laugardaginn 7. mars í Bíó Paradís. Sýning hefst kl 16:00 og að sýningu lokinni fer fram umræðufundur um stöðu og framtíð íslensku krónunnar. Þátttakendur í pallborði eru Garðar Stefánsson leikstjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur og Katrín Ólafsdóttir...
meira
05.03.2015
Leitað að leikurum vegna stuttmyndar
Leitað að leikurum vegna stuttmyndar
Framleiðslufyrirtækið New Age Icelandic Films leitar nú að leikurum af báðum kynjum fyrir stuttmyndina Ólgusjór eftir Andra Frey Ríkarðsson sem áætlað er að fari í tökur í júlí á þessu ári. Myndin gerist öll úti á sjó á litlum handfærabáti við strendur Snæfellsness. Sagan á sér stað í nútímanum og fjallar um par sem vinna saman undir stjórn illskeytts...
meira
03.03.2015
Sjö þúsund manns sóttu evrópska kvikmyndahátíð
Sjö þúsund manns sóttu evrópska kvikmyndahátíð
Á sjöunda þúsund manns sóttu Stockfish-evrópska kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem lauk um helgina. Hátíðin heppnaðist afar vel og er gestum þakkaðar frábærar viðtökur. Bíó Paradís iðaði af lífi þá tíu daga sem Stockfish hátíðin stóð yfir. Fjöldi erlendra gesta sóttu hátíðina heim, bæði úr alþjóðlegu kvikmyndaumhverfi og blaðamenn. Á meðal þeirra...
meira