Eldri fréttir

17.09.2014
Ólafur Darri og Neeson saman í mynd
Ólafur Darri og Neeson saman í mynd
Spennumyndin A Walk Among the Tombstones verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn næsta, þann 19. september, en þar leiða saman hesta sína þeir Ólafur Darri Ólafsson og Liam Neeson, sem leikur aðalhlutverkið. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu kitlu hér fyrir neðan þar sem Ólafur, í hlutverki Loogan, hótar...
meira
15.09.2014
Sýnishorn úr stuttmyndinni 'Sól'
Sýnishorn úr stuttmyndinni 'Sól'
Fyrsta sýnishornið úr stuttmyndinni Sól var sett á vefinn í dag. Myndin fjallar um unga konu sem er að safna sér fyrir námi erlendis. Hún er meðvirkt peð eldri systur sinnar, Bríetar sem leigir Sól út sem „mennskan boxpúða" til að veita útrás og fullnægja blæti ýmissa skuggalegra karla. Myndin endar með blóðugu uppgjöri milli systranna. Myndinni er leikstýrt...
meira
11.09.2014
Verðlaunamynd Roy Andersson verður sýnd á RIFF
Verðlaunamynd Roy Andersson verður sýnd á RIFF
Kvikmynd sænska leikstjórans Roy Andersson, En duva satt på en gren och funderade på tillvaron (A Pigeon Sat on a Branch Reflecting on Existence) verður sýnd á RIFF í ár. Myndin hlaut Gyllta ljónið á 71. kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir stuttu og samanstendur af 39 stuttum atriðum sem sum eru bráðfyndin og önnur angurvær. Andersson er oft líkt við einhverskonar...
meira
11.09.2014
'Land Ho!' opnunarmynd RIFF
'Land Ho!' opnunarmynd RIFF
Bandarísk/íslenska kvikmyndin Land Ho! verður opnunarmynd RIFF sem sett verður í Háskólabíói 25. september nk. Um er að ræða vegamynd í léttum dúr sem fjallar um tvo roskna vini og ferðalag þeirra fyrst um Reykjavík þar sem næturlífið er skoðað og svo er farið vítt og breytt um Ísland. Myndin er að mestu tekin upp hér á landi. Kvikmyndin hefur fengið afbragðsdóma...
meira
09.09.2014
Ný kitla úr Hrauninu
Ný kitla úr Hrauninu
Fyrsti þátturinn úr sakamálaþáttunum Hraunið með Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverki, verður sýndur á RÚV þann 28. september. Þættirnir eru framhald Hamarsins sem var sýndur í sjónvarpinu árið 2011. Hraunið fjallar um dularfullt mál sem snýr að auðmanni sem finnst látinn í sumarbústaði sínum á Snæfellsnesi.  Helgi Marvin (Björn Hlynur) rannsóknarlögreglumaður...
meira
07.09.2014
Kvikmyndafræðsla fer ört stækkandi
Kvikmyndafræðsla fer ört stækkandi
Bíó Paradís stendur fyrir kvikmyndafræðslu fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins. Kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen mun sjá um að fræða nemendur um kvikmyndir af ýmsum toga. ,,Áhuginn hefur vaxið og kennarar eru fljótir að grípa tækifærin. Það eru tæp fjögur ár síðan átakinu var hleypt af stokkunum og margir grunnskólanemendur...
meira
07.09.2014
Vonarstræti og Sá önugi fá góðar viðtökur á TIFF
Vonarstræti og Sá önugi fá góðar viðtökur á TIFF
Íslendingar eiga sína fulltrúa á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú stendur yfir, en myndin Vonarstræti eftir Baldvin Z, sem heitir Life In a Fishbowl á ensku, var frumsýnd þar í fyrrakvöld. Auk þess er finnska myndin The Grump eftir Dome Karukoski sýnd á hátíðinni en framleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp, auk þess sem Hilmar Örn...
meira
03.09.2014
Fjölbreytt úrval á Northern Wave
Fjölbreytt úrval á Northern Wave
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í sjöunda sinn helgina 17. - 19. október á Grundarfirði. Dagskrá hátíðinnar var kynnt í dag og má þar sjá fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra stuttmyndina. Alls verða 13 íslenskar stuttmyndir sýndar á hátíðinni og má þar helst nefna myndirnar Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson og Leitin að...
meira
26.08.2014
Ný stikla úr “Afinn”
Ný stikla úr “Afinn”
Ný stikla úr gamanmyndinni Afinn var frumsýnd fyrir stuttu. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk. Myndin seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar,...
meira
22.08.2014
Íslensk skopstæling á Drakúla
Íslensk skopstæling á Drakúla
Framleiðslufyrirtækið Flying Bus, sem samanstendur af ungum kvikmyndagerðarmönnum, þeim Arnóri E. Kristjánssyni, Heimi S. Sveinssyni og Knúti H. Ólafsyni, er iðið við kolann og hefur nú sent frá sér stuttmyndina Drakúla. Fyrri stuttmyndir fyrirtækisins,  "Öfugmæli", "Ítalskt Kaffi" og "Spænskir Sandar" hafa allar verið birtar hér á kvikmyndir.is, en segja má...
meira
20.08.2014
Þrjár íslenskar kvikmyndir á TIFF
Þrjár íslenskar kvikmyndir á TIFF
Þrjár íslenskar kvikmyndir og ein finnsk/íslensk minnihlutameðframleiðsla hafa verið valdar til þátttöku á Toronto International Film Festival. Myndirnar sem um ræðir eru Vonarstræti undir leikstjórn Baldvins Z, stuttmyndin Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason, stuttmyndin Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og The Grump eftir Dome Karukoski. Vonarstræti mun...
meira
18.08.2014
,,Ég ætla mér að fara með þessa mynd á Sundance"
,,Ég ætla mér að fara með þessa mynd á Sundance
Ný stuttmynd frá framleiðslufyrirtækinu Alkul Films mun fara í tökur í enda mánaðarins. Fyrir helgina hófst styrktarsöfnum fyrir myndina í gegnum Karolina Fund og hefur þegar safnast í kringum helmingur af því sem vonast er eftir. Um er að ræða stuttmyndina Sól sem fjallar um unga konu sem er að safna sér fyrir námi erlendis. Hún er meðvirkt peð eldri systur...
meira
16.08.2014
Alheimur Bjarkar opnast - Fyrsta stikla úr Biophilia Live!
Alheimur Bjarkar opnast - Fyrsta stikla úr Biophilia Live!
Fyrsta stikla úr nýrri tónleikamynd Bjarkar, Björk: Biophilia Live er komin út en þann 5. september nk. verður myndin frumsýnd í Bíó Paradís. Eins og segir í tilkynningu frá Bíó Paradís þá er Björk : Biophilia Live "heimildarmynd sem fangar byltingarkennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast." Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu...
meira
13.08.2014
Ný stikla úr París Norðursins
Ný stikla úr París Norðursins
Ný stikla úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París Norðursins, var sýnd fyrir skömmu. Myndin segir frá Huga, sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína...
meira
12.08.2014
Örvarpið hefst á ný
Örvarpið hefst á ný
Örvarpið hefur hafið sitt annað tímabil í samstarfi við RÚV, en um er að ræða vettvang fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. Í byrjun september mun Örvarpið opna fyrir umsóknir á netinu og er fólk hvatt til þess að senda inn myndefni. Sérstök valnefnd mun velja vikulega eitt verk til sýningar á vefnum. Valin verk verða í kjölfarið...
meira
23.07.2014
Fyrsta stiklan úr Grafir og Bein
Fyrsta stiklan úr Grafir og Bein
Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverkin í nýjum sálfræðitrylli sem verður frumsýndur þann 3. október næstkomandi. Myndin ber heitið Grafir og Bein og var fyrsta stiklan úr myndinni sýnd í dag. Grafir og Bein fjallar um hjón sem missa dóttur sína og flytja í afskekkt hús til þess að annast frænku sína eftir að foreldrar...
meira
20.07.2014
Afinn fer í blöðruhálskirtilsskoðun
Afinn fer í blöðruhálskirtilsskoðun
Íslenska kvikmyndin, Afinn, verður frumsýnd í september og höfum við sýnt tvær kitlur úr myndinni um helgina. Þriðja kitlan var opinberuð í dag og í henni fer afinn, líkt og margir á hans aldri, í bröðruhálskirtilsskoðun. Kvikmyndin er byggð á leikriti Bjarna Hauks Þórssonar. Eins og í leikritinu leikur Siggi Sigurjóns aðahlutverkið. Þetta er gaman-drama...
meira
19.07.2014
Staðið á höndum - 2. kitla úr Afanum
Staðið á höndum - 2. kitla úr Afanum
Í gær sýndum við fyrstu kitlu úr nýju íslensku bíómyndinni Afanum sem frumsýnd verður í september nk. Nú er komið að kitlu númer 2, en í henni tilkynnir afinn, eða Guðjón eins og hann heitir, að hann sé á leið í heimspekinám í háskóla. Í kitlunni bregður fyrir ýmsum svipmyndum og þar á meðal sést grínistinn Steindi Jr. í hlutverki sínu sem brúðgumi...
meira
18.07.2014
Afinn kýldur í andlitið - Fyrsta kitla
Afinn kýldur í andlitið - Fyrsta kitla
Um daginn birtum við fyrsta plakatið fyrir íslenska gaman-dramað Afinn þar sem Sigurður Sigurjónsson leikur Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Nú er komið að því að birta fyrstu kitluna úr myndinni. Kitlan er aðeins 16 sekúndna löng en gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Hún byrjar á því að yfirmaður Afans, eða Guðjóns eins og hann heitir, spyr...
meira
17.07.2014
Quentin Tarantino staddur á Íslandi
Quentin Tarantino staddur á Íslandi
Leikstjórinn Quentin Tarantino er staddur hér á landi, en til hans sást á Leifsstöð í dag. Þegar þetta er skrifað er Tarantino staddur í gleðskap hjá athafnamanninum Jóni Ólafssyni. Margir úr skemmtanalífinu á Íslandi eru hjá Jóni og má þar nefna Egil Ólafsson, Diddú og Baltasar Kormák. Einn gestanna, Guðjón Ólafsson, náði mynd af sér með kappanum og segir...
meira
10.07.2014
Plakat fyrir gaman-drama myndina Afinn
Plakat fyrir gaman-drama myndina Afinn
Kvikmyndin Afinn byggð á leikriti Bjarna Hauks Þórssonar er komin með plakat. Eins og í leikritinu leikur Siggi Sigurjóns aðahlutverkið. Þetta er gaman-drama mynd sem tekur á gamla fiðringnum sem margir íslenskir karlmenn upplifa þegar þeir horfa fram á að vera komnir á eftirlaunaaldurinn. Myndin verður frumsýnd 26. september í Sambíóunum. Leikstjóri er Bjarni Haukur...
meira
09.07.2014
Fjórar íslenskar kvikmyndir í tökur í sumar
Fjórar íslenskar kvikmyndir í tökur í sumar
Fjórar íslenskar kvikmyndir með framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands munu fara í tökur í sumar, víðsvegar um landið. Hin íslensk/danska Þrestir, sem er nýjasta kvikmynd hins margverðlaunaða leikstjóra Rúnars Rúnarssonar mun fara í tökur á Vestfjörðum þann 14. júlí. Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar...
meira
08.07.2014
Sex listrænar kvikmyndir í Bíó Paradís
Sex listrænar kvikmyndir í Bíó Paradís
Frá og með 11. júlí til 31. ágúst verða teknar til sýninga sex listrænar kvikmyndir sem sýndar verða í Bíó Paradís, um er að ræða samvinnu við Eye on Films verkefnið, sem er alþjóðlegt tengslanet sem leitast við að tryggja dreifingu fyrstu mynda í fullri lengd eftir áhugaverða leikstjóra. Hér að neðan má kynna sér þær myndir sem sýndar verða. ONLY...
meira
04.07.2014
París norðursins í aðalkeppni Karlovy Vary
París norðursins í aðalkeppni Karlovy Vary
París norðursins, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (Á annan veg), hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary, Tékklandi. Hátíðin hefst í dag og mun standa yfir fram til 12. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein sú elsta í heiminum og er svokölluð "A" hátíð,...
meira
22.06.2014
Tom Cruise ristaður
Tom Cruise ristaður
Nýr vefþáttur um kvikmyndir hefur hafið göngu sína á vefmiðlinum Spyr.is, samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum þáttanna. Þátturinn ber heitið Ristavélin og fjallar um kvikmyndir á léttu nótunum. Stjórnendur þáttarins eru báðir menntaðir kvikmyndafræðingar, þeir Haraldur Árni Hróðmarsson og Ragnar Trausti Ragnarsson. Nú þegar eru þrír þættir komnir...
meira
15.06.2014
Skopstæla Sergio Leone
Skopstæla Sergio Leone
Framleiðslufyrirtækið Flying Bus eru duglegir að senda frá sér stuttmyndir þar sem þeir skopstæla kvikmyndir frá ýmsum tímabilum kvikmyndasögunnar. Fyrir nokkru sendu þeir frá sér myndina Ítalskt Kaffi, sem var skopstæling á kvikmyndum á borð við The Goodfather. Myndin vakti mikla lukku meðal notenda síðunnar og er því tilvalið að sýna frá nýjasta verki...
meira
11.06.2014
Fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís
Fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís
Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Félagi kvikmyndagerðamanna. Fyrirlesturinn ber heitið „Building a Personal Audience: What You Need to Know“ og mun Broderick í honum m.a. fjalla um hvernig kvikmyndagerðarmenn ná árangri við að byggja upp persónulegan...
meira
03.06.2014
París Norðursins valin í aðalkeppni Karlovy Vary
París Norðursins valin í aðalkeppni Karlovy Vary
París norðursins, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (Á annan veg), hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary, Tékklandi. Myndin verður þar að auki heimsfrumsýnd á hátíðinni. Hátíðin mun fara fram frá 4. – 12. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein...
meira
28.05.2014
Evrópsk kvikmyndahátíð um allt land
Evrópsk kvikmyndahátíð um allt land
Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís enn á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar, en að þessu sinni verður boðið upp á brot af hinu besta í evrópskri kvikmyndagerð hringinn í kringum landið dagana 1.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina. Leikar hefjast með sérlegri hátíðarsýningu í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. júní...
meira
16.05.2014
Showtime endurgerir Heimsendi
Showtime endurgerir Heimsendi
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþætti Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem voru sýndir á Stöð 2 fyrir þremur árum. Leikarinn og handritshöfundurinn Jonathan Ames hefur verið fengið til þess að skrifa bandaríska útgáfu af þáttunum, en hann á heiðurinn af þáttunum Bored to Death, sem skörtuðu stjörnum á borð við Zack Galifianakis...
meira