Eldri fréttir

18.04.2014
Hilmir vill ekkert kjaftæði
Hilmir vill ekkert kjaftæði
Nýtt "persónuplakat" af Hilmi Snæ Guðnasyni í hlutverki Ívars, yfirmanns sérsveitarinnar, úr íslensku spennumyndinni Borgríki II -Blóð hraustra manna, var frumsýnt á Vísir.is í vikunni, en eins og kemur fram í frétt Vísis er von á fimm slíkum plakötum til viðbótar á næstunni. Eins og segir í fréttinni þá er Ívar harður nagli, laganna vörður í húð...
meira
16.04.2014
Frítt inn á pólskar kvikmyndir
Frítt inn á pólskar kvikmyndir
Bíó Paradís og Sendiráð Lýðveldis Póllands á Íslandi standa fyrir Pólskum kvikmyndadögum í fjórða sinn dagana 24.-26. apríl 2014. Að þessu sinni verður boðið uppá þrjár nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem pólskt bíó hefur uppá að bjóða. Veislan hefst á opnunarmyndinni Walesa, sem fjallar um Nóbelsverðlauna hafann og fyrrum forseta...
meira
10.04.2014
Íslensk ástarsaga heillaði áhorfendur
Íslensk ástarsaga heillaði áhorfendur
Reykjavík Shorts&Docs lauk í gær og voru áhorfendaverðlaun veitt fyrir bestu íslensku stutt- og heimildamyndina. Fyrstu verðlaun að þessu sinni hlaut Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir fyrir mynd sína Holding Hands For 74 Years. Myndin fjallar um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu en sagan hefst í Reykjavík 1939. Það er einstakt að eiga sama lífsförunaut svo lengi og fáir...
meira
08.04.2014
Indversk kvikmyndahátíð haldin í annað sinn
Indversk kvikmyndahátíð haldin í annað sinn
Nú fer Reykjavík Shorts&Docs senn að ljúka og við tekur ný kvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Indverska kvikmyndahátíðin verður haldin í annað sinn í dagana 8. apríl – 13. apríl og að þessu sinni verða kynntar til leiks 6 nýjar og nýlegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar verður English Vinglish eða Enskunámið. Ágóði hátíðarinnar rennur til...
meira
07.04.2014
Þrjú ný plaköt úr Vonarstræti
Þrjú ný plaköt úr Vonarstræti
Í dag komu út þrjú ný plaköt úr íslensku myndinni Vonarstræti eftir leikstjórann Baldvin Z. Baldvin skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Eins og segir í lýsingu framleiðenda þá er Vonarstræti saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að...
meira
31.03.2014
Nói vinsælastur
Nói vinsælastur
Stórmyndin Noah, í lekstjórn Darren Aronofsky, var frumsýnd um helgina og létu gestir kvikmyndahúsanna á Íslandi sig ekki vanta ef marka má aðsóknartölur helgarinnar, því myndin trónir á toppi listans með hreint út sagt ágætum. Myndin fjallar eins og flestir ættu að vita, um Nóa úr Biblíunni sem smíðaði Örk og bjargaði kven- og karldýri af hverri tegund...
meira
28.03.2014
Reykjavík Shorts&Docs á næsta leiti
Reykjavík Shorts&Docs á næsta leiti
Reykjavík Shorts&Docs Festival verður haldin í 12. sinn daganna 3.-9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.               Stilla úr stuttmyndinni Eylíen. Í ár verða veitt áhorfendaverðlaun fyrir bestu íslensku...
meira
25.03.2014
Big Lebowski Fest tileinkuð Hoffman
Big Lebowski Fest tileinkuð Hoffman
Árlega hittast aðdáendur hinnar sívinsælu myndar, The Big Lebowski, á Íslandi til þess að dást að myndinni og styrkja vinabönd á milli aðdáenda. Margir hverjir mæta í sloppum til heiðurs persónunni "The Dude" og sumir hverjir mæta með klút á hausnum líkt og persónan Walter Sobchack. Í þetta sinn verður þó hátíðin tileinkuð leikaranum Philip Seymour...
meira
24.03.2014
Skyggnst bak við tjöldin við gerð Noah á Íslandi
Skyggnst bak við tjöldin við gerð Noah á Íslandi
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Darren Aronofsky var tekin upp að hluta hér á landi síðasta sumar. Í myndinni leikur Russel Crowe biblíupersónuna Nóa. Það var framleiðslufyrirtækið True North sem þjónustaði tökulið kvikmyndarinnar hér á landi. Um 150 íslenskir statistar og aukaleikarar komu að myndinni og álíka margir voru í starfsmannahópum í kringum myndina...
meira
20.03.2014
Ferðalag í gegnum eldfjall
Ferðalag í gegnum eldfjall
Ný íslensk stuttmynd verður forsýnd á opnunarhátíð Tjarnarbíós þann 29. mars næstkomandi. Stuttmyndin ber heitið Rof og er eftir listahópinn Vinnsluna. Myndin tekur okkur á ferðalag og sýnir hve lengra og lengra frá við færumst rótum okkar. Rof er byggð upp sem ljóðrænt samspil myndar og hljóðverks, en myndin er fyrsta listræna kvikmyndin í heiminum sem skotin...
meira
18.03.2014
Allt við Noah innblásið af Íslandi
Allt við Noah innblásið af Íslandi
Stórmyndin Noah var heimsfrumsýnd í Sambíóunum Egilshöll fyrr í kvöld að viðstöddum leikstjóra myndarinnar, Darren Aronofsky, framleiðanda myndarinnar og öðrum aðstandendum, þar á meðal rokkstjörnunni Patti Smith sem samdi vöggulag sem kemur mikið við sögu í myndinni. Darren sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við sýningu myndarinnar að...
meira
17.03.2014
True North með nýtt kynningarmyndband
True North með nýtt kynningarmyndband
Framleiðslufyrirtækið True North hefur þjónustað margar af hverjum stærstu kvikmyndum síðustu ára. Þar má telja Oblivion, Thor: The Dark World, Prometheus, The Secret Life of Walter Mitty og Noah. Til dæmis voru um 150 íslenskir statistar og aukaleikarar sem komu að Noah og álíka margir voru í starfsmannahópum í kringum myndina svo allt í allt, voru hátt í 300...
meira
13.03.2014
Sker boðið á Tribeca Film Festival
Sker boðið á Tribeca Film Festival
Stuttmyndinni Sker eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tvemur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. Eyþór mun fylgja myndinni eftir og fara út á báðar þessar hátíðir. Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðmann sem siglir út í Gíslasker,...
meira
11.03.2014
Ísland frá nýjum sjónarhóli
Ísland frá nýjum sjónarhóli
Heimildarmyndin Heild verður frumsýnd þann 4. apríl næstkomandi. Myndin notast ekki við neinn söguþráð er hún sýnir frá Íslandi í sinni fegurstu mynd. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast Íslandi frá nýjum sjónarhóli í gegnum augu hátæknikvikmyndatökuvéla; jafnt stöðum og landslagi sem flestir þekkja vel sem földum gimsteinum sem skipta þúsundum og fáir...
meira
10.03.2014
Íslensk náttúra í Cosmos
Íslensk náttúra í Cosmos
Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu á sjónvarpsstöðinni FOX. Stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson leiðir áhorfandann í gegnum vísindalegar staðreyndir og ýmis undur veraldar. Þættirnir bera heitið Cosmos: A Spacetime Odyssey og eru framhald hinna vinsælu þátta Carl Sagan, Cosmos: A personal Voyage sem gerðir voru...
meira
10.03.2014
Átakanleg stikla úr Vonarstræti
Átakanleg stikla úr Vonarstræti
Önnur stikla úr kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z, var frumsýnd á mbl.is fyrr í dag. Vonarstræti fjallar um þrjá ólíka einstaklinga sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu. Þorsteinn Bachman leikur Móra, sem er fyllibytta og rithöfundur og hefur nýlokið við að skrifa sjálfævisögu sína. Hann berst við fortíðardrauga í leit...
meira
25.02.2014
Handritasamkeppni meðal kvenna
Handritasamkeppni meðal kvenna
Wift á Íslandi efnir til handritasamkeppni meðal kvenna í samstarfi við Wift í Noregi. Verkefnið er styrkt af framkvæmdasjóði til jafnréttismála. Samkeppnin er opin öllum konum og er beðið um eina síðu með tillögu að stuttmyndahandriti. Fagnefnd velur síðan úr hugmyndum sem komast áfram og fara í gegnum þrjú þróunarstig þar til fimm handrit í hvoru landi...
meira
24.02.2014
Íslensk hrollvekja frumsýnd í sumar
Íslensk hrollvekja frumsýnd í sumar
Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverk í nýrri hrollvekju sem verður frumsýnd þann 27. júní næstkomandi. Myndin ber heitið Grafir & Bein og fjallar um hjón sem missa dóttur sína og flytja í afskekkt hús til þess að annast frænku sína, Perlu, eftir að foreldrar hennar deyja á furðulegan hátt. Þegar komið er í húsið...
meira
21.02.2014
Ítalía í fókus á RIFF í haust
Ítalía í fókus á RIFF í haust
Ellefta óháða Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin þann 25. september til 5. október n.k. Undirbúningur er kominn á fullt skrið og opnað verður fyrir umsóknir mynda í lok mánaðarins á vef hátíðarinnar www.riff.is Í tilkynningu frá RIFF segir að Ítalía verði í fókus á RIFF þetta árið, en ítölsk kvikmyndagerð hefur verið...
meira
20.02.2014
Gamlinginn sem allir elska
Gamlinginn sem allir elska
Sænska stórmyndin, Gamlinginn, verður frumsýnd föstudaginn 21. febrúar. Myndin er byggð á metsölubókinni Gamlinginn sem skreið útum gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson, en þessi bók er búin að seljast hér á landi í tæpum 30 þúsund eintökum. Robert Gustafsson fer ógleymanlega með hlutverks Allans í myndinni. Gamlinginn er stærsta mynd Svíþjóðar fyrr og...
meira
20.02.2014
Örmyndahátíð í Bíó Paradís
Örmyndahátíð í Bíó Paradís
Örvarpið mun teygja út anga sína í bíó og halda örmyndahátíð í Bíó Paradís þann 1. mars næstkomandi. Þar verða sýndar þær 13 myndir sem fengu birtingu á netinu. Einnig verður 10 sérvöldum örmyndum gerð skil. Örmynd ársins verður svo valin af valnefnd og áhorfendum og verða verðlaun í boði. Kynnir kvöldsins verður Gunnar Sigurðsson og mun Ragnar...
meira
12.02.2014
Fyrsta myndin úr Everest
Fyrsta myndin úr Everest
Fyrsta myndin úr kvikmynd Baltasar Kormáks, Everest, hefur verið opinberuð. Universal Pictures opinberuðu myndina með fréttatilkynningu í dag og staðfestu einnig að Everest verði frumsýnd þann 27. febrúar, 2015. Á myndinni sést leikarinn Jason Clarke, fremstur í fararbroddi í stormviðri. Everest er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust...
meira
10.02.2014
Gillz vinsælastur
Gillz vinsælastur
Lífsleikni Gillz trónir á toppi vinsældalista helgarinnar yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Myndin átti upprunalega að vera þáttaröð en var síðan skeytt saman í eina kvikmynd sem var frumsýnd á föstudaginn. Í Lífsleikni Gillz heldur Egill Einarsson áfram að fræða og upplýsa Íslendinga um hvað má og hvað ekki í öllu milli himins...
meira
05.02.2014
Brellurnar sem eru tilnefndar til Eddunar
Brellurnar sem eru tilnefndar til Eddunar
Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna fyrir stuttu og verður svo hátíðin sjálf haldin hátíðlega í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 22. febrúar. Kvikmyndirnar Málmhaus, Hross í oss og Ófeigur gengur aftur eru tilnefndar í flokki "Bestu brellur" og hafa ítarleg myndbönd af eftirvinnslu við myndirnar verið birtar á myndbandssíðunni Vimeo. Jörundur...
meira
02.02.2014
Hross í oss verðlaunuð í Gautaborg
Hross í oss verðlaunuð í Gautaborg
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn koma ekki tómhentir heim frá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, því kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, hreppti verðlaun áhorfenda sem besta norræna myndin. Benedikt hlaut einnig  FIPRESCI-verðlaunin, en þau eru veitt af alþjóðlegu gagnrýnendasamtökunum. Baltasar Kormáki var veitt sérstök heiðurs Drekaverðlaun...
meira
28.01.2014
Scarface í Bíó Paradís
Scarface í Bíó Paradís
Næsta helgi 31. janúar – 2. febrúar verður tileinkuð meistaranum Brian de Palma í Bíó Paradís. Í boði verða þrjár úrvalsmyndir í leikstjórn Brian de Palma sem ómissandi er að sjá á hvíta tjaldinu. Veislan byrjar á föstudaginn kl. 20.00 með sálfræðihryllinum Dressed to Kill frá 1980, þar sem besta morðsena Brian De Palma, að eigin sögn, er í þeirri...
meira
28.01.2014
Baltasar Kormákur heiðraður í Gautaborg
Baltasar Kormákur heiðraður í Gautaborg
Íslensk kvikmyndagerð er í brennidepli á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni. Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Málmhaus eftir Ragnar Bragason munu taka þátt í keppninni um Drekaverðlaunin...
meira
26.01.2014
Nakin Lulu Sólveigar slær í gegn í Frakklandi
Nakin Lulu Sólveigar slær í gegn í Frakklandi
Mynd kvikmyndaleikstjórans íslenska, Sólveigar Anspach, Lulu Femme Nue, eða Nakin Lulu, er að slá rækilega í gegn í Frakklandi þessa dagana. Myndin hefur verið í 2-3 sæti yfir mest sóttu kvikmyndir í landinu undanfarna daga og skákar þar mörgum vinsælum myndum sem eru að keppa um Óskarsverðlaunin, en stutt er síðan sýningar á myndinni hófust í borginni. Sem...
meira
24.01.2014
„Íslendingar dæma mig ekki“
„Íslendingar dæma mig ekki“
Suður-afríska kvikmyndin Of Good Report var valin besta kvikmyndin á Africa International Film Festival sem fram fór í Calabar í Nígeríu. Hún hefur hlotið góða dóma og tekið þátt á fjölda kvikmyndahátíða nú þegar. Myndin hefur einnig verið umdeild og var meðal annars bönnuð í heimalandinu. Myndin er nú í sýningum í Bíó Paradís og er leikstjórinn Jahmil...
meira
23.01.2014
Bíó Paradís opnar VOD rás
Bíó Paradís opnar VOD rás
Bíó Paradís opnar sérstaka Bíó Paradís VOD rás á Leigunni hjá Vodafone þriðjudaginn 28. janúar. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá áhugaverðra kvikmynda frá öllum heimshornum sem koma til með að auka framboð gæðakvikmynda á íslenskum leigumarkaði til mikilla muna. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bíó Paradís fer þessa leið með það að leiðarljósi...
meira