Aðsókn í kvikmyndahúsum Íslands hefur smám saman tekið gott flug eftir að þau opnuðu (flest) aftur 4. maí. Síðasta veiðiferðin er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans og hefur haldið þeirri siglingu frá frumsýningu hennar í mars, þó vissulega sé tillit tekið til þess að kvikmyndahúsin lokuðu nokkrum vikum seinnar.
Engu að síður hefur aðsókn Veiðiferðarinnar aukist um 40% á milli vikna í maímánuði. Rúmlega 1800 manns sáu hana um helgina en í kringum 1300 helgina áður. Þá er heildarfjöldi gesta Veiðiferðarinnar kominn nú í rúm 16 þúsund manns.
Glæpamyndin Capone var annars vegar frumsýnd um helgina ásamt réttardramanu Just Mercy og teiknimyndinni Máni Mávabróðir. Glæpaforinginn fór beint í annað sætið og sló þar með út Pixar-myndina Onward. Fór annars vegar réttardramað, sem fengið hefur þrusugóða dóma, í fjórða sætið og Mávabróðir í sætinu fyrir neðan.