Jólin virðast ætla að koma nokkrum dögum fyrr hjá bíóáhugamönnum enda eru þeir búnir að fá ansi mikið af góðgætum síðustu daga, alveg frá eldheitum trailerum til nýjustu David Fincher-myndarinnar sem kemur í bíó á morgun.
The Girl with the Dragon Tattoo hefur verið að fá afbragðsdóma, jafnvel aðeins betri heldur en sænska myndin fékk. Næstu þrjá daga – af þeim fjórum sem eru eftir fram að jólum – mun ég gefa fáeinum notendum opna bíómiða á myndina. Þið svarið mér nokkrum Fincher-tengdum spurningum og sendið mér svörin. Ég dreg svo reglulega út í dag, á morgun og hinn. Miðarnir eru opnir og gilda þeir alveg út áramótin, en skildu einhverjir vilja sjá þessa mynd frítt á frumsýningardaginn, þá er það alveg í boði fyrir suma sem heppnin er með.
Netfangið sem fyrr er tommi@kvikmyndir.is. Hér koma spurningarnar:
1. Hvað hét grúppan sem Fight Club síðar þróaðist í?
2. Hvað var svona óvenjulegt við persónuna Benjamin Button?
3. Hvað hét persóna Rooney Mara í The Social Network?
Gangi ykkur vel og gleðileg Fincher-jól!