Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Contraband, er komin í verslanir og í tilefni af því ætlum við hjá Kvikmyndir.is að gefa nokkur eintök af þessum dúndurflotta spennutrylli sem gerði allt vitlaust í bíó í janúar sl. Fyrir þá sem ekki vita er hér um að ræða ameríska endurgerð af Reykjavík-Rotterdam, sem Balti sjálfur lék aðalhlutverkið í. Með helstu hlutverk fara þau Mark Wahlberg, Kate Beckinsale, Ben Foster, Giovanni Ribisi, J.K. Simmons og Ólafur Darri Ólafsson.
Þið getið smellt hér til að skoða einkaviðtalið sem Kvikmyndir.is tók við leikstjórann fyrr á árinu.
Kvikmyndir.is mun gefa Contraband í vinning á bæði DVD og Blu-Ray, eins og fyrirsögnin gefur til kynna og virkar leikurinn þannig að fólk sendir inn svör við eftirfarandi spurningum (allar skítléttar!), og þátttakendur ráða hvoru formatinu þeir sækjast eftir. Þú annaðhvort merkir póstinn DVD eða Blu-Ray. Dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn, þann 5. júní.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
1. Frá hvaða ári er frummyndin, Reykjavík-Rotterdam?
2. Hverjir skrifuðu handritið að upprunalegu myndinni?
3. Hvað heitir næsta stóra Hollywood verkefni Baltasars sem mun skarta þeim Wahlberg og Denzel Washington?
Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is.
Gangi ykkur vel!