Oreo kexkakan vinsæla er opinber samstarfsaðili Minecraft kvikmyndarinnar sem væntanleg er í bíó í 3. apríl nk. Af því tilefni hafa Oreo (Innnes ehf. umboðsaðili Oreo á Íslandi) og Minecraft sett á laggirnar risastóran gjafaleik þar sem í aðalverðlaun er VIP-ferð til Bandaríkjanna með heimsókn í kvikmyndaver Warner Bros. og sérstakur varningur tengdur samstarfinu sem ekki er hægt að kaupa sér.

Að því er fram kemur í tilkynningu er búist við risa aðsókn á Minecraft kvikmyndina þegar hún kemur í bíó enda er Minecraft mest spilaðasti tölvuleikur sögunnar.
Markmiðið með leiknum er samkvæmt tilkynningunni að hvetja aðdáendur til að “smakka, skemmta sér og vinna” – og í boði eru frábær verðlaun, eins og sjá má hér að ofan.
Fjórar útgáfur
Framleiddar hafa verið fjórar sérútfærslur af OREO-kexkökum sem hluti af samstarfinu og er hver þeirra með einstakan eiginleika sem opnar kexunnendum og bíógestum leið inn í heillandi leikheim, eins og útskýrt er í tilkynningunni.
Kökurnar eru með upphleyptum táknum sem vísa í MINECRAFT Kvikmyndina – Pickaxe, Crystal, Sword og Creeper. Þannig geta Oreo-unnendur fengið að upplifa bæði gómsætar kexkökurnar og kvikmyndina.
Aðdáendur bíta kökuna í ferning og skanna síðan upphleypta táknið til að fá aðgang að þematengdri upplifun í auknum veruleika þar sem leikmenn leita að földum hlutum úr MINECRAFT kvikmyndinni.
Þessi sérútfærsla af kökunum býður aðdáendum einnig upp á tækifæri til að vinna framangreind verðlaun.
Fjörlegri heimur
Perrine Pierrard-Willaey, markaðsstjóri OREO í Evrópu, segir í tilkynningunni: „Markmið okkar hjá OREO er að gera heiminn skemmtilegri og fjörlegri og samstarf okkar við MINECRAFT kvikmyndina felur í sér ótal tækifæri til að leika sér og hafa gaman – með því að nota heimsfrægu, kringlóttu kexkökuna okkar til að upphefja Minecraft-kubbana sem allir elska.
Fyrri samstarfsverkefni okkar hafa verið ótrúlega skemmtileg, Xbox og Batman, og við vonum að þetta samstarf heilli aðdáendurna engu minna. Við getum ekki beðið eftir að fylgjast með þeim smakka, leika sér og vinna!“
Julie Moore, aðstoðarforstjóri Global Brand Partnerships hjá Warner Bros. Pictures segir í tilkynningunni:
„Rétt eins og hinn ótrúlega vinsæli tölvuleikur sem kvikmyndin er innblásin af snýst MINECRAFT kvikmyndin um að valdeflast með skapandi lausnum og aðdáendur OREO kunna svo sannarlega að borða uppáhalds kexkökuna sína á skapandi hátt. Þegar sígilt hringformið mætir kubbalaga Minecraft-myndheiminum verður til samstarf sem er engu öðru líkt.“
Aðdáendur sem vilja taka þátt í skemmtuninni geta farið á www.oreo.is.
Mest selda kaka 21. aldarinnar
OREO er samkvæmt tilkynningunni mest selda kexkaka 21. aldarinnar og skilar næstum 2,9 milljörðum Bandaríkjadala í árstekjur á heimsvísu. OREO er í hópi fimm vinsælustu vörumerkjasíðna á heimsvísu á Facebook. OREO fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 6. mars 2012.
Sköpunargáfa nauðsynleg
Um Minecraft segir í tilkynningunni að þar sé sköpunargáfan ekki bara skemmtilegt hjálpartæki heldur nauðsynleg til að lifa af! „Fjórar manneskjur – Garrett „Ruslakarl“ Garrison (Jason Momoa), Henry
(Sebastian Hansen), Natalie (Emma Myers) og Dawn (Danielle Brooks) – sem eru óvenjuleg hvert á sinn hátt, en þurfa samt að takast á við ósköp venjuleg viðfangsefni í dagsins önn. Einn daginn opnast
dularfull gátt sem hrífur þau inn í Yfirheiminn: Furðuveröld úr kubbum þar sem ímyndunaraflið er æðsti mátturinn. Til að komast aftur heim þurfa þau að ná tökum á þessum heimi (og vernda hann gegn illum verum, eins og Piglins og Zombies) og í því skyni leggja þau í ævintýraleiðangur til að hafa uppi á
Mincecraft-meistaranum Steve (Jack Black). Í þessu ævintýri þurfa þau öll fimm að sýna djörfung og nýta sér þá hæfileika sem gera hvert og eitt þeirra skapandi og einstök… sem eru einmitt hæfileikarnir sem þau þurfa að hafa til að njóta velgengi í raunheimunum.“