Viltu komast á Chronicle-forsýningu?

Núna á föstudaginn, þann 3. febrúar, verður (sci-fi) spennumyndin Chronicle heimsfrumsýnd, og þar sem undirritaður vill meina að hér sé ein af óvæntari myndum ársins á ferðinni, ætlar Kvikmyndir.is að vekja talsverða athygli á henni hér og nú.

En í stað þess að endalaust skrifa fréttir og greinar um það hversu mikið þið notendur eigið að vera spenntir fyrir myndinni, þá ætla ég í staðinn bara að bjóða x mörgum notendum á sérstaka Mountain Dew-forsýningu, svo þið getið séð þetta kvikindi með eigin augum, og á undan flestum öðrum.

Myndin er þegar byrjað að spyrjast svolítið út. Þegar þessi texti er skrifaður er hún semsagt með 100% inn á Rotten Tomatoes, og þó það megi vera að sú tala lækki fljótlega, þá eru dómarnir hingað til búnir að vera afskaplega pósitívir. Þið kannski rennið snöggt í gegnum þá ef þið trúið mér ekki:

5/5
„It isn’t wholly original but it does brim with emotion, imagination and modern implication. Take that, Bats.“ – TOTAL FILM

4/5
„A stunning superhero/sci-fi that has appeared out of nowhere to demand your immediate attention.“ – EMPIRE

4/5
„A lot darker and disturbing than you might expect, Chronicle is a consistently watchable, assured debut, which largely overcomes the problems of its (now long past its sell-by date) format.“ – SFX MAGAZINE

Meira hér.

Trailerinn er óneitanlega forvitnilegur, og að mínu mati segja sýnishornin manni ekkert svakalega mikið almennt (að minnsta kosti ekki jafnmikið og þau gera yfirleitt). En allavega, þá verður umrædd forsýning haldin á fimmtudaginn næsta kl. 20:00, og ef þú vilt kíkja með okkur í bíó, þá skaltu skrifa mér tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) og segja mér hvað þú myndir gera ef þú myndir allt í einu öðlast ofurkrafta. Þá má vera eins brútalt og þið viljið. Ég dæmi engan, þótt svarið gæti hins vegar sagt mér aðeins of mikið um persónuleikann ykkar ef það virkar mjög skuggalegt.

Þið hafið allan daginn í dag (þrið.) og morgun (miðv.). Ég dreg út nöfn af handahófi (segjum það bara) snemma á fimmtudaginn og svara vinningshöfum með vingjarnlegum pósti.

Gangi ykkur vel.

 

Stikk: