Vilja finna goðsagnakennda borg – fyrsta stikla úr Lost City of Z

Glæný stikla fyrir nýjustu mynd Sons of Anarchy og King Arthur leikarans Charlie Hunnam er komin út;  Lost City of Z. Myndin er úr ranni Amazon Studios og er söguleg spennu-ævintýramynd sem fékk hlýjar móttökur þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í New York í haust.

lost

Myndin er byggð á samnefndri sannsögulegri bók og rekur tilraunir breska landkönnuðarins Percy Fawcett til að finna týnda goðsagnakennda borg í Amazon frumskóginum.

„Söguleg frásögn um hugrekki og þráhyggju, sögð í sígildum stíl James Gray,“ segir í kynningarefni um myndina.

Auk Hunnam leika í myndinni þau Twilight leikarinn Robert Pattinson, Sienna Miller úr American Sniper og nýi Köngulóarmaðurinn Tom Holland. We Own the Night leikstjórainn James Gray sér um handritsskrif og framleiðslu.

Myndin er væntanleg í almennar sýningar í apríl nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: