Verður Jovovich engill?

Ef manni skjátlast ekki þá er persóna Milla Jovovich með einskonar englavængi á nýju plakati fyrir nýjustu Resident Evil myndina, sem kemur í bíó hér á Íslandi 27. janúar nk.  Myndin, sem er sú sjötta í seríunni, heitir Resident Evil: The Final Chapter og er leikstýrt af Paul W.S. Anderson.

milla-jovovich

Ef um englavængjatilvísun er að ræða á plakatinu, þá er þetta kannski vísbending um örlög aðalpersónunnar í þessum lokakafla myndaflokksins, sem fjallar um baráttu við uppvakninga.

Myndin hefst þar sem síðasta mynd, Resident Evil: Retribution, endaði. Mannkynið er að líða undir lok í Washington D.C.  Sem eini eftirlifandi þeirra sem áttu að vera síðasta mótspyrna gegn uppvakningunum, þá snýr Alice nú aftur til þess staðar þar sem martröðin hófst – Raccoon City, þar sem Regnhlífyrirtækið er að safna liði fyrir lokasókn sína gegn síðustu eftirlifendum alheimshamfaranna. Alice á nú í kappi við tímann og þarf að vinna með gömlum vinum, og ólíklegum bandamönnum.

Meðal leikenda auk Jovovich eru Ali Larter, Shawn Roberts, Ruby Rose, Eoin Macken, Rola, Lee Joon-Gi, William Levy og Game of Thrones stjarnan Iain Glen.

Kíktu á plakatið nýja hér fyrir neðan og stiklu þar fyrir neðan:

final-resident-evil-poster-439x650