Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, hefur vakið athygli í Bandaríkjunum þrátt fyrir lokun kvikmyndahúsa en hún var frumsýnd þar um helgina.
Vegna þessara fordæmalausu aðstæðna fór dreifingaraðili myndarinnar, Film Movement, í samstarf við fjölda kvikmyndahúsa með „virtual cinema“ þar sem hægt er að kaupa myndina á netinu í gegnum hvert og eitt kvikmyndahús og fær það kvikmyndahús helminginn af kaupverðinu.
Í framhaldi af frumsýningu myndarinnar hafa margir stærstu fjölmiðlarnir birt lofsamlega umfjöllun um hana, t.a.m. Variety, New York Times, Los Angeles Times, Washington Post og fleiri. Einnig er hún er þessa stundina í 11. sæti yfir bestu myndir ársins á Metacritic, með 80 í einkunn.
Hér er brot úr þeim dómum sem myndin hefur hlotið í Bandaríkjunum:
„The work of one of the most important voices of this emerging
generation, arriving at a stage where we have yet to learn his language“
Variety
„Eerily gripping study of grief… an emotionally wringing film, equally
effective in the narrative and tone-poem departments“
The New York Times
„A superb psychological puzzle“
Los Angeles Times
„The Oscars should have made room for the intense and elemental A White,
White Day“
The A.V. Club
„Mesmerizing film… largely told via such striking visuals“
Washington Post