Vel heppnað bíó að baki

Það er alltaf ánægjulegt að tilkynna það að bíósýningu á vegum þessarar kvikmyndasíðu hafi gengið prýðilega, en í gærkvöldi var þokkalega margt um manninn og er það að sjálfsögðu merki um að allt hafi gengið afskaplega vel. En þá er í rauninni lítið annað að gera en að tékka viðbrögðin. Í heildina skiptir alltaf mestu máli hvað áhorfendur hafa að segja.

Annars vil ég fyrir hönd Kvikmyndir.is þakka fyrir góða mætingu. Þetta stuðaði svakalega miklu lífi í þá von um að íslenskir bíónördar hafi góða lyst á tvöfaldri sýningu. Vonandi verður hægt að endurtaka leikinn á næstunni, en væntanlega bara ef myndirnar í boði eru algjörlega þess virði.

Þið sem fóruð bara á Looper: Hvernig fannst ykkur?
Þið sem sáuð báðar: Sama spurning.

 

(reynum að hafa þetta spoiler-laust)