Variety segir RIFF hafa sérstöðu

rifffffRIFF -Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, er ein kvikmyndahátíða sem kvikmyndatímaritið Variety fjallar sérstaklega um í umfjöllun blaðsins um hátíðir sem hafa skapað sér sérstöðu þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra stærstu (Cannes, Feneyjar og Toronto).

Um hátíðina segir Alissa Simon, blaðamaður Variety: „Gestir á Reykjavíkur-hátíðinni kynnast einnig óvenjulegu landslagi og einstakri matargerð. Hin vingjarnlega gesta-stofa notfærir sér einstaka eiginleika Íslands og býður upp á skoðunarferðir til eldfjalla, köfun í ísköldu vatni, og smökkun á kræsingum eins og reyktum lunda, rotnum hákarli, súrsuðum hrútspungum og hið fræga brennivín Svarta dauða.“

spaghetti-story-scena

Úr ítölsku myndinni Spaghetti Story sem sýnd verður á RIFF.

Í frétt frá RIFF segir að þetta sé hin fínasta rós í hnappagat RIFF nú þegar hátíðin haldi upp á 10 ára afmæli sitt.

RIFF hefst þann 26. september nk.og stendur til 6. október.

Stikk: