Það má alltaf finna ýmsar leiðir til að lýsa góðum kvikmyndum með afleitum hætti. Netverjar á samfélagsmiðlum hafa lengi vel tekið þátt undir myllumerkinu #MoviePlotsExplainedBadly og leikið sér að því að súmma athyglisverða sögu upp í einni setningu þannig að vel gerð kvikmynd virkar eins og abstrakt frat eða eitthvað mun áhugaminna.
Til að halda aðeins í sambærilegt sprell var efnt til svipaðrar umræðu/áskorunar í Facebook-hópnum Bíófíklar, en þar streymdi ýmist grín og má sjá hér brot af þeim lýsingum sem upp úr stóðu hér fyrir neðan.