Er möguleiki að við fáum einhverntímann að sjá Rush Hour 4? Chris Tucker, sem lék ásamt Jackie Chan í Rush Hour 1,2 og 3, var gripinn af blaðamanni E-online við frumsýningu myndarinnar Silver Linings Playbook um helgina og spurður þessarar spurningar.
„Ég vona að það gerist. Við verðum að gera eina í viðbót,“ sagði Tucker, en leikarinn er á meðal leikara í Silver Linings Playbook.
Það gæti þó sett strik í reikninginn að Jackie Chan lýsti því yfir nýverið að hann væri hættur að leika í hasarmyndum, eins og við sögðum frá hér á kvikmyndir.is á dögunum, og að Chinese Zodiac yrði hans síðasta af því taginu.
Fyrsta Rush Hour myndin kom í bíó árið 1998, önnur myndin kom árið 2001 og sú síðasta árið 2007. Brett Ratner leikstýrði öllum þremur.
„Ég elska að vinna með Jackie, og vera í kringum hann. Allskonar hlutir gerast þegar við erum saman.“