„…það besta sem ég hef séð í bíó á þessu ári“. Það er ekkert annað! Þetta eru orð Tómasar Valgeirssonar gagnrýnanda kvikmyndir.is um nýju Toy Story myndina, Toy Story 3.
Umfjöllunina má lesa hérna.
„Börn sem og fullorðnir eiga eftir að éta hana upp með bestu lyst, og eins og oft gerist er haugur af bröndurum sem hinir fullorðnu munu veltast úr hlátri yfir á meðan börnin hafa ekki hugmynd um hvað er svona fyndið. En ef þessi mynd kemur þér ekki í gott skap og snertir aðeins við þér þá skal ég dirfast til þess að kalla þig sálarlausan fýlupúka. Ég er m.a.s. enn skælbrosandi og get ekki beðið eftir að sjá myndina aftur.“
Þá er bara um að gera að drífa sig í bíó. Hinar tvær myndirnar voru nú ekkert slor heldur.