Thompson orðin ódauðleg

Hin fimmtíu og eins árs gamla breska leikkona Emma Thompson hefur verið gerð ódauðleg í formi stjörnu sem lögð er í steinsteypu fyrir utan hinn fornfræga Pig ´n Whistle bar í Hollywood Boulevard. Þetta gerist nú tveimur vikum fyrir frumsýningu á nýjustu mynd Thomspon, Nanny McPhee snýr aftur.

Viðstaddir stjörnugjöfina voru meðal annars breski gamanleikarinn og House stjarnan Hugh Laurie, sem Thomson var með á föstu á háskólaárunum í Cambridge, en auk þess voru þarna nýfætt svín og Maggie Gyllenhaal leikkona.

Thompson fékk sér svo einn stóran af þessu tilefni eins og sönnum Breta sæmir.

Thompson er margverðlaunuð og dáð leikkona, og vann Óskarinn fyrir leik sinn í Howard´s End árið 1992. Árið 1996 vann hún aftur Óskarsstyttu fyrir besta handrit unnið eftir skáldsögu, fyrir Sense and Sensibility, en hún var þar einnig tilnefnd fyrir hlutverk í myndinni.

Stikk: